Brautryðjandi með hljóði sínu Steinar Fjeldsted skrifar 10. mars 2022 14:32 Alt-pop tónlistakonan OWZA (Ása Margrét Bjartmarz) var að gefa út sı́na fyrstu EP-plötu, Zzz. Með dökkum tónum, þungum bassa og áhrifum frá alt-poppi, r&b, ambience og trap, tekur ‘Zzz’ hlustandann ı́ ferðalag um að tı́na sjálfum sér, svefnlausar nætur og miskunnarlausa hegðun og á sama tı́ma býður hún þér ı́ annan heim fullan af mjúkum skýjum á fjólubláum himni. „Mig langaði að búa til futuristiskan hljóðheim fyrir aðalpersónu sem á erfitt með að sigla í gegnum lífið” segir OWZA. Um EP-plötuna segir OWZA: „Shout out til kvíðans og svefnleysisins sem hafa gefið mér meira en nóg efni til að búa til ‘Zzz’ AKA Losing Sleep EP-plötuna mína sem rómantíserar tilfinningu um að líða illa en að gera akkúrat hið gagnstæða við það sem raunverulega myndi hjálpa. Eftir margra mánaða vinnu við gerð þessarar smáskífu, leyfði ég mér bara að segja bæ skrímsli, ég er að fara í ferð til Mars og ég vona að við sjáumst aldrei aftur.“ OWZA er rísandi listakona, söngvari, framleiðandi og lagahöfundur frá Íslandi. Hún er alin upp og hefur nú aðsetur í Svíþjóð og hleypur hratt yfir senuna með óviðjafnalegu hljóði og stíl. Með innblæstri frá tónlistarfólki úr ýmsum áttum leitast OWZA við að búa til tónlist sem mun hafa áhrif á fólk um allan heim. Einnig að vera brautryðjandi með hljóði sínu og brúa ýmsa þætti úr mismunandi tegundum tónlistar til að búa til áhugaverðan og hrífandi stíl. Með hverri útgáfu mun hún draga hlustendur inn í heiminn sem hún skapar með dökku og fjölbreyttu hljóði sínu. OWZA er listakona sem vert er að fylgjast með þar sem hún ætlar að festa sig í tónlistariðnaðinum um ókomin ár. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið
„Mig langaði að búa til futuristiskan hljóðheim fyrir aðalpersónu sem á erfitt með að sigla í gegnum lífið” segir OWZA. Um EP-plötuna segir OWZA: „Shout out til kvíðans og svefnleysisins sem hafa gefið mér meira en nóg efni til að búa til ‘Zzz’ AKA Losing Sleep EP-plötuna mína sem rómantíserar tilfinningu um að líða illa en að gera akkúrat hið gagnstæða við það sem raunverulega myndi hjálpa. Eftir margra mánaða vinnu við gerð þessarar smáskífu, leyfði ég mér bara að segja bæ skrímsli, ég er að fara í ferð til Mars og ég vona að við sjáumst aldrei aftur.“ OWZA er rísandi listakona, söngvari, framleiðandi og lagahöfundur frá Íslandi. Hún er alin upp og hefur nú aðsetur í Svíþjóð og hleypur hratt yfir senuna með óviðjafnalegu hljóði og stíl. Með innblæstri frá tónlistarfólki úr ýmsum áttum leitast OWZA við að búa til tónlist sem mun hafa áhrif á fólk um allan heim. Einnig að vera brautryðjandi með hljóði sínu og brúa ýmsa þætti úr mismunandi tegundum tónlistar til að búa til áhugaverðan og hrífandi stíl. Með hverri útgáfu mun hún draga hlustendur inn í heiminn sem hún skapar með dökku og fjölbreyttu hljóði sínu. OWZA er listakona sem vert er að fylgjast með þar sem hún ætlar að festa sig í tónlistariðnaðinum um ókomin ár. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið