Fékk ekki að taka 250 þúsund króna sængurgjafirnar með sér heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. mars 2022 20:05 Guðrún fékk meðal annars barnabílstól, barnavagn og leikgrind. Skjáskot Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, fékk ekki að halda sængurgjöfum sem henni voru færðar á síðara undanúrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins, sem fór fram á laugardag. Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fór fram á laugardag. Guðrún Ýr Eyfjörð var ein þeirra tónlistarmanna sem stigu á svið til að skemmta áhorfendum meðan þeir biðu eftir niðurstöðum keppninnar. Hún flutti lagið Open Your Heart, sem Birgitta Haukdal flutti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2003. Að loknum flutningi steig Guðrún niður af sviðinu og Jón Jónsson, einn kynna keppninnar, greip hana til að ræða stuttlega við hana. Hann kom henni þó heldur betur á óvart og færði henni hverja gjöfina á fætur annarri, þar á meðal barnabílstól og barnavagn, en Guðrún á von á sínu fyrsta barni. Meðal gjafa voru leikgrind, barnabílstóll, barnavagn, göngugrind fyrir barnið og hreiður. Uppátækið vakti nokkra athygli og einhverjir hafa velt því fyrir sér hver hafi greitt fyrir gjafirnar, sem samkvæmt útreikningi fréttastofu kosta ekki minna en 250 þúsund krónur í heildina. Sá útreikningur fæst þó með því að velja lægsta mögulega verðið fyrir þær gjafir sem hún fékk. hver borgaði gjarirnar til GDRN ? #12stig— sourjuls (@sourjuls) March 5, 2022 Er skattpeningur íslenska verkalýðsins að fara í þetta?!! Barnadrasl fyrir GDRN! Mér blöskrar #12stig— Malín (@MalinEyfjord) March 5, 2022 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, einn kynna Söngvakeppninnar, segir í samtali við fréttastofu að Guðrún hafi ekki fengið að halda gjöfunum. Um hafi verið að ræða grín og Guðrún hafi vitað af því fyrir fram. „Þetta voru propp sem voru fengin að láni og öllu skilað. Þetta var nú bara brandari hjá okkur og þessu var öllu skilað. Guðrún vissi að það yrði smá grín,“ segir Ragnhildur. „Ríkisútvarpið má ekkert gefa svona gjafir þannig að það var gengið út frá því strax að þessu yrði skilað og þess vegna var þetta allt sett í plast og sellófan.“ Hægt er að horfa á uppátækið hér en það hefst þegar klukkutími og fjórar mínútur eru liðnar. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fór fram á laugardag. Guðrún Ýr Eyfjörð var ein þeirra tónlistarmanna sem stigu á svið til að skemmta áhorfendum meðan þeir biðu eftir niðurstöðum keppninnar. Hún flutti lagið Open Your Heart, sem Birgitta Haukdal flutti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2003. Að loknum flutningi steig Guðrún niður af sviðinu og Jón Jónsson, einn kynna keppninnar, greip hana til að ræða stuttlega við hana. Hann kom henni þó heldur betur á óvart og færði henni hverja gjöfina á fætur annarri, þar á meðal barnabílstól og barnavagn, en Guðrún á von á sínu fyrsta barni. Meðal gjafa voru leikgrind, barnabílstóll, barnavagn, göngugrind fyrir barnið og hreiður. Uppátækið vakti nokkra athygli og einhverjir hafa velt því fyrir sér hver hafi greitt fyrir gjafirnar, sem samkvæmt útreikningi fréttastofu kosta ekki minna en 250 þúsund krónur í heildina. Sá útreikningur fæst þó með því að velja lægsta mögulega verðið fyrir þær gjafir sem hún fékk. hver borgaði gjarirnar til GDRN ? #12stig— sourjuls (@sourjuls) March 5, 2022 Er skattpeningur íslenska verkalýðsins að fara í þetta?!! Barnadrasl fyrir GDRN! Mér blöskrar #12stig— Malín (@MalinEyfjord) March 5, 2022 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, einn kynna Söngvakeppninnar, segir í samtali við fréttastofu að Guðrún hafi ekki fengið að halda gjöfunum. Um hafi verið að ræða grín og Guðrún hafi vitað af því fyrir fram. „Þetta voru propp sem voru fengin að láni og öllu skilað. Þetta var nú bara brandari hjá okkur og þessu var öllu skilað. Guðrún vissi að það yrði smá grín,“ segir Ragnhildur. „Ríkisútvarpið má ekkert gefa svona gjafir þannig að það var gengið út frá því strax að þessu yrði skilað og þess vegna var þetta allt sett í plast og sellófan.“ Hægt er að horfa á uppátækið hér en það hefst þegar klukkutími og fjórar mínútur eru liðnar.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira