Segir það rétta ákvörðun að fresta leik Skotlands og Úkraínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2022 16:01 Liverpool maðurinn Andy Robertson er fyrirliði skoska landsliðsins en Skotar komast ekki að því fyrr en í fyrsta lagi í júní hvort þeir verði með á HM í Katar eða ekki. EPA-EFE/ROBERT PERRY Ekkert verður af leik Skota og Úkraínumanna í umspili um sæti á HM en leikurinn átti að fara fram 24. mars næstkomandi. Alþjóða knattspyrnusambandið samþykkti beiðni Úkraínu um að fresta leiknum vegna innrásar Rússa í landið. Þetta þýðir um leið að úrslitaleikurinn um laust sæti við annað hvort Wales eða Austurríki fer ekki fram í mars. Það þykir líklegast að þessir leikir fari í staðinn fram í stóra landsleikjaglugganum í júní. Heimsmeistarakeppni í Katar fer fram 21. nóvember til 18. desember á þessu ári. Það er því ekki allt of langur tími til stefnu ekki síst þar sem fótboltatímabilin í Evrópu hefjast fyrr vegna þess að þau þurfa að gera hlé á meðan HM fer fram. Mark McGhee, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari Skota, er á því að FIFA sé að gera hið rétta í þessari erfiðu stöðu en hann ræddi þetta við breska ríkisútvarpið. Scotland and Ukraine's World Cup play-off semi-final has been postponed.The nations were due to meet at Hampden on 24 March but Ukraine requested a postponement to Fifa following Russia's invasion of the country.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2022 „Ég held að þetta sé rétta ákvörðunin. Við verðum að virða það sem er í gangi þarna og áhrifin sem það hefur á þeirra leikmenn,“ sagði Mark McGhee, sem er nú stjóri Dundee. „Úkraína hefur rétt á því að keppa á jafnréttisgrundvelli og ekki síst undir núverandi kringumstæðum. Það yrði alltof mikið að ætlast til þess að þeirra landsliðsmönnum að spila leik á þessu stigi á þessum tíma. Það yrði meira segja ósanngjarnt að kalla þá saman á þessum tímapunkti,“ sagði McGhee. „Það er enginn að tapa neinu á þessu. Skosku stuðningsmennirnir vilja augljóslega fá að vita hvað er í gangi en þetta er það rétta í stöðunni og ég held að skoska knattspyrnusambandið muni ekki gera neina athugasemd,“ sagði McGhee. HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Skotland FIFA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið samþykkti beiðni Úkraínu um að fresta leiknum vegna innrásar Rússa í landið. Þetta þýðir um leið að úrslitaleikurinn um laust sæti við annað hvort Wales eða Austurríki fer ekki fram í mars. Það þykir líklegast að þessir leikir fari í staðinn fram í stóra landsleikjaglugganum í júní. Heimsmeistarakeppni í Katar fer fram 21. nóvember til 18. desember á þessu ári. Það er því ekki allt of langur tími til stefnu ekki síst þar sem fótboltatímabilin í Evrópu hefjast fyrr vegna þess að þau þurfa að gera hlé á meðan HM fer fram. Mark McGhee, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari Skota, er á því að FIFA sé að gera hið rétta í þessari erfiðu stöðu en hann ræddi þetta við breska ríkisútvarpið. Scotland and Ukraine's World Cup play-off semi-final has been postponed.The nations were due to meet at Hampden on 24 March but Ukraine requested a postponement to Fifa following Russia's invasion of the country.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2022 „Ég held að þetta sé rétta ákvörðunin. Við verðum að virða það sem er í gangi þarna og áhrifin sem það hefur á þeirra leikmenn,“ sagði Mark McGhee, sem er nú stjóri Dundee. „Úkraína hefur rétt á því að keppa á jafnréttisgrundvelli og ekki síst undir núverandi kringumstæðum. Það yrði alltof mikið að ætlast til þess að þeirra landsliðsmönnum að spila leik á þessu stigi á þessum tíma. Það yrði meira segja ósanngjarnt að kalla þá saman á þessum tímapunkti,“ sagði McGhee. „Það er enginn að tapa neinu á þessu. Skosku stuðningsmennirnir vilja augljóslega fá að vita hvað er í gangi en þetta er það rétta í stöðunni og ég held að skoska knattspyrnusambandið muni ekki gera neina athugasemd,“ sagði McGhee.
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Skotland FIFA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn