Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 78-93 | Reynslusigur hjá Haukum í Grindavík í kvöld Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 22:08 Haukar unnu sinn fjórða leik í röð í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. Grindavík og Haukar mættust í HS-orku höllinni í kvöld, í leik sem fyrirfram flestir hefðu sennilega sett pening á sigur gestanna. Grindvíkingar hafa þó nælt í nokkra sigra í vetur og verið í mörgum hörkuleikjum sem hafa ráðist á lokamínútunum. Sú varð raunin í kvöld þar sem Grindavík var í góðum séns þar til rétt í lokin. Eins og svo oft áður í vetur byrjuðu Grindavíkurkonur leikinn af miklum krafti og komumst í 6-0. Þær áttu þó fá svör við stórskotasýningu Helenu Sverrisdóttur, sem setti 5 þrista í 5 tilraunum í fyrsta leikhluta, og var komin með 22 stig í hálfleik og hafði þá ekki enn brennt af skoti. Eftir að hafa lent 12 stigum undir eftir fyrsta leikhluta gáfu heimakonur rækilega inn í 2. leikhluta og unnu hann með 4 stigum, munurinn 8 stig í hálfleik, 39-47, og ennþá allt galopið fyrir bæði lið. Grindavík settu gríðarlega orku í þriðja leikhlutann þar sem þristarnir flugu hjá báðum liðum. Grindavík vann þriðja leikhlutann með einu stigi en í fjórða leikhluta þá var það reynslan sem reið baggamuninn í lokin. Heimakonur gerðu sig sekar um of mörg klaufaleg mistök og Haukar gengu á lagið og smelltu hverjum naglanum á fætur öðrum í kistulok Grindvíkinga. Eftir að Grindavík minnkuðu muninn í 4 settu Haukar í einhvern aukagír og keyrðu muninn upp í 13 sem var einfaldlega of stór skafl til að kljúfa, lokatölur urðu 78-93 og niðurstaðan sanngjarn 15 stiga sigur Hauka þrátt fyrir hetjulega baráttu Grindvíkinga. Af hverju unnu Haukar? Eins og svo oft áður í vetur töpuðu Grindavík á lokasprettinum í jöfnum leik. Haukar gátu sótt djúpt í reynslubanka Helenu og Keiru Robinson í lokin, og voru heilt yfir einbeittari í sínum aðgerðum þegar á reyndi. Hverjar stóðu uppúr? Helena Sverrisdóttir var í ótrúlegum ham framan af leik, og klikkaði ekki úr skoti fyrr en langt var liðið á leikinn. Endaði stigahæst á vellinum með 27 stig og 7/10 í þristum sem er hreint ótrúleg nýting. Hjá Grindavík var það Robbi Ryan sem dró vagninn eins og svo oft áður, endaði með 27 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar, en líka 8 tapaða bolta. Hvað gekk illa? Grindvíkingum gekk ekkert að ráða við títtnefnda Helenu Sverrisdóttur í kvöld, en flest skotin hennar voru frekar opin, og skotnýtingin eftir því. Hún fékk líka oft að dvelja löngum stundum í teignum, en eins og Þorleifur Ólafsson sagði við dómarana: „Hún er Helena, hún má þetta.“ Hvað gerist næst? Haukar fá langþráða hvíld en eiga svo sannkallaðan stórleik á laugardaginn þegar þær heimsækja Fjölni í Grafarvoginn. Haukar hafa nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni og eru með 13 sigra í 2. – 4. sæti með Val og Njarðvík. Grindvíkingar hafa rétt svo tíma til að fara í kalda pottinn og ná úr sér harðsperrum morgundagsins, en þær eiga útileik gegn Njarðvík næstkomandi miðvikudag. Virkilega skrítið að vera bara sáttur við leik sinna kvenna en tapa samt sem áður leiknum Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur við leik liðsins þrátt fyrir tap.Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar lögðu mikinn kraft og baráttu í leikinn í kvöld og má segja að úrslitin hafi verið galopin þar til síðustu 5 mínúturnar eða svo. Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur sagði þetta óneitanlega svolítið skrítna tilfinningu, að tapa leik en vera heilt yfir sáttur við frammistöðu sinna leikmanna. „Það er virkilega skrítið að vera bara mjög sáttur við leik sinna kvenna en tapa samt sem áður leiknum. Við vorum bara drullugóðar og ákveðnar. Unnum frákastabaráttuna sem er rosalega gott á móti liði eins og Haukum. Það er í raun bara svolítið svekkjandi fyrir okkur að Helena hafi verið svona „on fire“, það er voða fátt sem stoppar hana þegar hún er í svona ham.“ Ég spurði Lalla hvort hann þyrfti ekki bara að fá einn leikmann eins og Helenu í sitt lið. „Það væri mjög gott fyrir íslenskan körfubolta ef það væru til fleiri Helenur en því miður er það bara ekki þannig. Hún er bara í Haukum og þær græða mjög mikið á því, sérstaklega í kvöld, hún hitti mjög vel, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og var bara mjög góð og erfið við að eiga.“ Það hefur verið aðalsmerki Grindavíkur í vetur að byrja leiki af miklum krafti en missa svo dampinn. Því var þó ekki fyrir að fara í kvöld þar sem þær héldu sömu ákefð og krafti nánast allan leikinn. „Já þetta fjarar bara út í fjórða leikhluta. Boltar sem rúlla uppúr hjá okkur en detta hjá Haukunum. Hægt og rólega var bilið orðið of mikið og kannski ekki nógu mikil orka eftir hjá mínum stelpum til að gera þetta að leik í lokin.“ Lalli talaði mikið við dómarana í kvöld og fannst oft halla töluvert á sínar konur í dómgæslunni. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í kvöld að dómararnir snéru við dómi eftir kröftug mótmæli Lalla. Ég spurði hann hvort þetta hefði gerst oft á ferlinum. „Aldrei sem þjálfari, en þetta gerðist stundum þegar maður var að spila.“ Subway-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. 6. mars 2022 21:50
Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. Grindavík og Haukar mættust í HS-orku höllinni í kvöld, í leik sem fyrirfram flestir hefðu sennilega sett pening á sigur gestanna. Grindvíkingar hafa þó nælt í nokkra sigra í vetur og verið í mörgum hörkuleikjum sem hafa ráðist á lokamínútunum. Sú varð raunin í kvöld þar sem Grindavík var í góðum séns þar til rétt í lokin. Eins og svo oft áður í vetur byrjuðu Grindavíkurkonur leikinn af miklum krafti og komumst í 6-0. Þær áttu þó fá svör við stórskotasýningu Helenu Sverrisdóttur, sem setti 5 þrista í 5 tilraunum í fyrsta leikhluta, og var komin með 22 stig í hálfleik og hafði þá ekki enn brennt af skoti. Eftir að hafa lent 12 stigum undir eftir fyrsta leikhluta gáfu heimakonur rækilega inn í 2. leikhluta og unnu hann með 4 stigum, munurinn 8 stig í hálfleik, 39-47, og ennþá allt galopið fyrir bæði lið. Grindavík settu gríðarlega orku í þriðja leikhlutann þar sem þristarnir flugu hjá báðum liðum. Grindavík vann þriðja leikhlutann með einu stigi en í fjórða leikhluta þá var það reynslan sem reið baggamuninn í lokin. Heimakonur gerðu sig sekar um of mörg klaufaleg mistök og Haukar gengu á lagið og smelltu hverjum naglanum á fætur öðrum í kistulok Grindvíkinga. Eftir að Grindavík minnkuðu muninn í 4 settu Haukar í einhvern aukagír og keyrðu muninn upp í 13 sem var einfaldlega of stór skafl til að kljúfa, lokatölur urðu 78-93 og niðurstaðan sanngjarn 15 stiga sigur Hauka þrátt fyrir hetjulega baráttu Grindvíkinga. Af hverju unnu Haukar? Eins og svo oft áður í vetur töpuðu Grindavík á lokasprettinum í jöfnum leik. Haukar gátu sótt djúpt í reynslubanka Helenu og Keiru Robinson í lokin, og voru heilt yfir einbeittari í sínum aðgerðum þegar á reyndi. Hverjar stóðu uppúr? Helena Sverrisdóttir var í ótrúlegum ham framan af leik, og klikkaði ekki úr skoti fyrr en langt var liðið á leikinn. Endaði stigahæst á vellinum með 27 stig og 7/10 í þristum sem er hreint ótrúleg nýting. Hjá Grindavík var það Robbi Ryan sem dró vagninn eins og svo oft áður, endaði með 27 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar, en líka 8 tapaða bolta. Hvað gekk illa? Grindvíkingum gekk ekkert að ráða við títtnefnda Helenu Sverrisdóttur í kvöld, en flest skotin hennar voru frekar opin, og skotnýtingin eftir því. Hún fékk líka oft að dvelja löngum stundum í teignum, en eins og Þorleifur Ólafsson sagði við dómarana: „Hún er Helena, hún má þetta.“ Hvað gerist næst? Haukar fá langþráða hvíld en eiga svo sannkallaðan stórleik á laugardaginn þegar þær heimsækja Fjölni í Grafarvoginn. Haukar hafa nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni og eru með 13 sigra í 2. – 4. sæti með Val og Njarðvík. Grindvíkingar hafa rétt svo tíma til að fara í kalda pottinn og ná úr sér harðsperrum morgundagsins, en þær eiga útileik gegn Njarðvík næstkomandi miðvikudag. Virkilega skrítið að vera bara sáttur við leik sinna kvenna en tapa samt sem áður leiknum Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur við leik liðsins þrátt fyrir tap.Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar lögðu mikinn kraft og baráttu í leikinn í kvöld og má segja að úrslitin hafi verið galopin þar til síðustu 5 mínúturnar eða svo. Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur sagði þetta óneitanlega svolítið skrítna tilfinningu, að tapa leik en vera heilt yfir sáttur við frammistöðu sinna leikmanna. „Það er virkilega skrítið að vera bara mjög sáttur við leik sinna kvenna en tapa samt sem áður leiknum. Við vorum bara drullugóðar og ákveðnar. Unnum frákastabaráttuna sem er rosalega gott á móti liði eins og Haukum. Það er í raun bara svolítið svekkjandi fyrir okkur að Helena hafi verið svona „on fire“, það er voða fátt sem stoppar hana þegar hún er í svona ham.“ Ég spurði Lalla hvort hann þyrfti ekki bara að fá einn leikmann eins og Helenu í sitt lið. „Það væri mjög gott fyrir íslenskan körfubolta ef það væru til fleiri Helenur en því miður er það bara ekki þannig. Hún er bara í Haukum og þær græða mjög mikið á því, sérstaklega í kvöld, hún hitti mjög vel, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og var bara mjög góð og erfið við að eiga.“ Það hefur verið aðalsmerki Grindavíkur í vetur að byrja leiki af miklum krafti en missa svo dampinn. Því var þó ekki fyrir að fara í kvöld þar sem þær héldu sömu ákefð og krafti nánast allan leikinn. „Já þetta fjarar bara út í fjórða leikhluta. Boltar sem rúlla uppúr hjá okkur en detta hjá Haukunum. Hægt og rólega var bilið orðið of mikið og kannski ekki nógu mikil orka eftir hjá mínum stelpum til að gera þetta að leik í lokin.“ Lalli talaði mikið við dómarana í kvöld og fannst oft halla töluvert á sínar konur í dómgæslunni. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í kvöld að dómararnir snéru við dómi eftir kröftug mótmæli Lalla. Ég spurði hann hvort þetta hefði gerst oft á ferlinum. „Aldrei sem þjálfari, en þetta gerðist stundum þegar maður var að spila.“
Subway-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. 6. mars 2022 21:50
Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. 6. mars 2022 21:50
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti