Besta lið NBA-deildarinnar mætir laskað til leiks gegn meisturum Milwaukee Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 11:15 Chris Paul verður ekki með Suns í kvöld. AP Photo/Matt York Klukkan 20.30 mætast NBA-meistarar Milwaukee Bucks og það lið sem er með bestan árangur til þessa í deildinni, Phoenix Suns. Hér gæti verið um að ræða liðin sem munu leika til úrslita í vor en Suns mætir hins vegar laskað til leiks í kvöld. Milwaukee Bucks er sem stendur í 3. sæti Austurdeildar með 39 sigra eftir 64 leiki, líkt og Chicago Bulls. Það virðast flestir sérfræðingar vera á því að Miami Heat endi í efsta sæti Austursins en það væri glapræði að vanmeta meistara Milwaukee Bucks. Liðið vann góðan sigur á Bulls í síðasta leik og lagði áðurnefnt Miami í leiknum þar á undan. Í kvöld er svo leikur gegn besta liði NBA-deildarinnar á dagskrá. Sigur hér gæti komið liðinu heldur betur af stað en stærstu lið deildarinnar eru nú að skipta um gír og farin að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina. Leikmenn Bucks eru að slípast betur saman og það er ljóst að lið með Giannis Antetokounmpo er til alls líklegt. Þá er Jrue Holiday með vanmetnari leikmönnum deildarinnar, Khris Middleton er betri en flestir og gamla brýnið Brook Lopez er svo þarna til að miðla reynslu. Giannis í leik gegn Suns í febrúar.Chris Coduto/Getty Images Suns eru á sama tíma í efsta sæti Vesturdeildar með besta árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið er hins vegar án tveggja sinna sterkustu manna, þeirra Chris Paul og Devin Booker. Það breytir þó ekki því að mögulega erum við að fá sjá þau tvö lið sem munu spila til úrslita í NBA-deildinni í vor. „Það er alveg möguleiki að við séum að sjá liðin sem eru að leika til úrslita í NBA-deildinni í vor en þau verða ekki þannig skipuð. Chris Paul er meiddur á hendi og kemur aftur eftir svona mánuð. Þá er Devin Booker með veiruna skæðu. Booker verður ekki heldur með í kvöld.Christian Petersen/Getty Images Það er ekkert ólíklegt að við fáum Suns og Bucks í úrslitum en þetta er ekki Suns-liðið sem mun spila í úrslitakeppninni,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérlegur körfubolta sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um leik kvöldsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.30. Það verður spennandi að sjá hvað Sólirnar gera án sinna heitustu manna. Hirtirnir frá Milwaukee virðast í fantaformi eftir tvo magnaða sigra í röð. Að leggja besta lið deildarinnar myndi sýna og sanna að liðið er meira en tilbúið í að verja titil sinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Milwaukee Bucks er sem stendur í 3. sæti Austurdeildar með 39 sigra eftir 64 leiki, líkt og Chicago Bulls. Það virðast flestir sérfræðingar vera á því að Miami Heat endi í efsta sæti Austursins en það væri glapræði að vanmeta meistara Milwaukee Bucks. Liðið vann góðan sigur á Bulls í síðasta leik og lagði áðurnefnt Miami í leiknum þar á undan. Í kvöld er svo leikur gegn besta liði NBA-deildarinnar á dagskrá. Sigur hér gæti komið liðinu heldur betur af stað en stærstu lið deildarinnar eru nú að skipta um gír og farin að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina. Leikmenn Bucks eru að slípast betur saman og það er ljóst að lið með Giannis Antetokounmpo er til alls líklegt. Þá er Jrue Holiday með vanmetnari leikmönnum deildarinnar, Khris Middleton er betri en flestir og gamla brýnið Brook Lopez er svo þarna til að miðla reynslu. Giannis í leik gegn Suns í febrúar.Chris Coduto/Getty Images Suns eru á sama tíma í efsta sæti Vesturdeildar með besta árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið er hins vegar án tveggja sinna sterkustu manna, þeirra Chris Paul og Devin Booker. Það breytir þó ekki því að mögulega erum við að fá sjá þau tvö lið sem munu spila til úrslita í NBA-deildinni í vor. „Það er alveg möguleiki að við séum að sjá liðin sem eru að leika til úrslita í NBA-deildinni í vor en þau verða ekki þannig skipuð. Chris Paul er meiddur á hendi og kemur aftur eftir svona mánuð. Þá er Devin Booker með veiruna skæðu. Booker verður ekki heldur með í kvöld.Christian Petersen/Getty Images Það er ekkert ólíklegt að við fáum Suns og Bucks í úrslitum en þetta er ekki Suns-liðið sem mun spila í úrslitakeppninni,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérlegur körfubolta sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um leik kvöldsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.30. Það verður spennandi að sjá hvað Sólirnar gera án sinna heitustu manna. Hirtirnir frá Milwaukee virðast í fantaformi eftir tvo magnaða sigra í röð. Að leggja besta lið deildarinnar myndi sýna og sanna að liðið er meira en tilbúið í að verja titil sinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira