Besta lið NBA-deildarinnar mætir laskað til leiks gegn meisturum Milwaukee Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 11:15 Chris Paul verður ekki með Suns í kvöld. AP Photo/Matt York Klukkan 20.30 mætast NBA-meistarar Milwaukee Bucks og það lið sem er með bestan árangur til þessa í deildinni, Phoenix Suns. Hér gæti verið um að ræða liðin sem munu leika til úrslita í vor en Suns mætir hins vegar laskað til leiks í kvöld. Milwaukee Bucks er sem stendur í 3. sæti Austurdeildar með 39 sigra eftir 64 leiki, líkt og Chicago Bulls. Það virðast flestir sérfræðingar vera á því að Miami Heat endi í efsta sæti Austursins en það væri glapræði að vanmeta meistara Milwaukee Bucks. Liðið vann góðan sigur á Bulls í síðasta leik og lagði áðurnefnt Miami í leiknum þar á undan. Í kvöld er svo leikur gegn besta liði NBA-deildarinnar á dagskrá. Sigur hér gæti komið liðinu heldur betur af stað en stærstu lið deildarinnar eru nú að skipta um gír og farin að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina. Leikmenn Bucks eru að slípast betur saman og það er ljóst að lið með Giannis Antetokounmpo er til alls líklegt. Þá er Jrue Holiday með vanmetnari leikmönnum deildarinnar, Khris Middleton er betri en flestir og gamla brýnið Brook Lopez er svo þarna til að miðla reynslu. Giannis í leik gegn Suns í febrúar.Chris Coduto/Getty Images Suns eru á sama tíma í efsta sæti Vesturdeildar með besta árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið er hins vegar án tveggja sinna sterkustu manna, þeirra Chris Paul og Devin Booker. Það breytir þó ekki því að mögulega erum við að fá sjá þau tvö lið sem munu spila til úrslita í NBA-deildinni í vor. „Það er alveg möguleiki að við séum að sjá liðin sem eru að leika til úrslita í NBA-deildinni í vor en þau verða ekki þannig skipuð. Chris Paul er meiddur á hendi og kemur aftur eftir svona mánuð. Þá er Devin Booker með veiruna skæðu. Booker verður ekki heldur með í kvöld.Christian Petersen/Getty Images Það er ekkert ólíklegt að við fáum Suns og Bucks í úrslitum en þetta er ekki Suns-liðið sem mun spila í úrslitakeppninni,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérlegur körfubolta sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um leik kvöldsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.30. Það verður spennandi að sjá hvað Sólirnar gera án sinna heitustu manna. Hirtirnir frá Milwaukee virðast í fantaformi eftir tvo magnaða sigra í röð. Að leggja besta lið deildarinnar myndi sýna og sanna að liðið er meira en tilbúið í að verja titil sinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Milwaukee Bucks er sem stendur í 3. sæti Austurdeildar með 39 sigra eftir 64 leiki, líkt og Chicago Bulls. Það virðast flestir sérfræðingar vera á því að Miami Heat endi í efsta sæti Austursins en það væri glapræði að vanmeta meistara Milwaukee Bucks. Liðið vann góðan sigur á Bulls í síðasta leik og lagði áðurnefnt Miami í leiknum þar á undan. Í kvöld er svo leikur gegn besta liði NBA-deildarinnar á dagskrá. Sigur hér gæti komið liðinu heldur betur af stað en stærstu lið deildarinnar eru nú að skipta um gír og farin að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina. Leikmenn Bucks eru að slípast betur saman og það er ljóst að lið með Giannis Antetokounmpo er til alls líklegt. Þá er Jrue Holiday með vanmetnari leikmönnum deildarinnar, Khris Middleton er betri en flestir og gamla brýnið Brook Lopez er svo þarna til að miðla reynslu. Giannis í leik gegn Suns í febrúar.Chris Coduto/Getty Images Suns eru á sama tíma í efsta sæti Vesturdeildar með besta árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið er hins vegar án tveggja sinna sterkustu manna, þeirra Chris Paul og Devin Booker. Það breytir þó ekki því að mögulega erum við að fá sjá þau tvö lið sem munu spila til úrslita í NBA-deildinni í vor. „Það er alveg möguleiki að við séum að sjá liðin sem eru að leika til úrslita í NBA-deildinni í vor en þau verða ekki þannig skipuð. Chris Paul er meiddur á hendi og kemur aftur eftir svona mánuð. Þá er Devin Booker með veiruna skæðu. Booker verður ekki heldur með í kvöld.Christian Petersen/Getty Images Það er ekkert ólíklegt að við fáum Suns og Bucks í úrslitum en þetta er ekki Suns-liðið sem mun spila í úrslitakeppninni,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérlegur körfubolta sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um leik kvöldsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.30. Það verður spennandi að sjá hvað Sólirnar gera án sinna heitustu manna. Hirtirnir frá Milwaukee virðast í fantaformi eftir tvo magnaða sigra í röð. Að leggja besta lið deildarinnar myndi sýna og sanna að liðið er meira en tilbúið í að verja titil sinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira