Stórfenglegur LeBron setti met er Lakers vann loks leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 10:05 Leikmenn Golden State gátu lítið annað gert en horft á LeBron í nótt. Hann var ósnertanlegur. NBA Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Einn bar höfuð og herðar yfir aðra en Los Angeles Lakers vann Golden State Warriors þökk sé lygilegri frammistöðu LeBron James. Þá steig Spence Dinwiddie upp hjá Dallas Mavericks í fjarveru Luka Dončić. Bæði Lakers og Warriors komu inn í leikinn með þá von um að enda slæmt gengi. Lakers þarf reyndar meira en einn sigur til þess en eftir fjögur töp í röð varð liðið einfaldlega að ná í sigur. Eftir að hafa byrjað tímabilið vel hefur Golden State fatast flugið og liðið hafði tapað þremur leikjum í röð áður en það heimsótti Los Angeles. Leikurinn var jafn í upphafi en Lakers var ívið sterkari er leið á fyrsta leikhluta og leiddi með sjö stigum að honum loknum. Fljótt skipast veður í lofti en Warriors kom til baka í öðrum leikhluta og vann hann með tólf stiga mun og var því fimm stigum yfir í hálfleik. Um tíma í þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í 12 stig en LeBron sá til þess að sýnir menn voru enn bara fimm stigum undir er fjórði leikhluti hófst. Í kjölfarið tók hann einfaldlega yfir leikinn. 40 points in three quarters ... and he did this pic.twitter.com/tcKWp01WVN— Los Angeles Lakers (@Lakers) March 6, 2022 Með leikinn á línunni þegar tæpar fjórar mínútur lifðu leiks þá jafnaði LeBron metið með þriggja stiga körfu lengst utan af velli. Hann fylgdi henni eftir með því að setja aðra slíka í næstu sókn og koma Lakers yfir. Stephen Curry gerði sitt besta til að halda sínum mönnum inn i leiknum en allt kom fyrir ekki og LeBron – Lakers – landaði loks sigri, lokatölur 124-116. LeBron James finished with 56 pts & 10 rebs in the Lakers' 124-116 win over the Warriors.At age 37, he is oldest player in NBA history to record at least 55 pts & 10 rebs in a game.He's also the 1st Laker with a 55-10 game since Shaquille O'Neal in March 2000. pic.twitter.com/yik81ys8Wd— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 6, 2022 Að reyna finna lýsingarorð yfir frammistöðu hins 37 ára gamla LeBron James í nótt er erfitt. Hann skoraði 56 stig, tók 10 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hann er nú elsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora yfir 55 stig og taka 10 fráköst í einum og sama leiknum. Russell Westbrook skoraði 20 stig í liði Lakers ásamt því að taka 4 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þá skoraði Carmelo Anthony 14 stig og tók 8 fráköst. Hjá Warriors skoraði Curry 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Þar á eftir kom Jordan Poole með 23 stig á meðan Klay Thompson skoraði 7 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. SHOWTIME in LA LeBron put on a SHOW in front of the @Lakers home crowd, dropping 16 of his 5 6 points in the fourth-quarter to seal the win for the #LakeShow!@KingJames: 56 PTS (19-31 FGM), 10 REB, 6 3PM pic.twitter.com/hePuo8LPgD— NBA (@NBA) March 6, 2022 Dallas Mavericks var án Luka og lenti í tómu tjóni gegn Sacramento Kings. Kóngarnir leiddu með allt að 19 stigum á einum tímapunkti í leiknum en tókst á endanum að vinna eins stigs sigur þökk sé þriggja stiga körfu Dorian Finney-Smith þegar 3,3 sekúndur voru til leiksloka, lokatölur 114-113. Spencer Dinwiddie var frábær í liði Dallas en hann skoraði 36 stig og gaf 7 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jalen Brunson með 23 stig og Finney-Smith skoraði 17, þar á meðal sigurkörfuna. Hjá Kings var De‘Aaron Fox stigahæstur með 44 stig. Spencer Dinwiddie was balling for @dallasmavs dropping 36 PTS while shooting 50% from the field in the comeback victory! #MFFL@SDinwiddie_25: 36 PTS (11-22 FGM), 7 AST pic.twitter.com/lvgltC2xTS— NBA (@NBA) March 6, 2022 Miami Heat átti í litlum vandræðum með Philadelphia 76ers sem lék án James Harden í nótt, lokatölur þar 99-82 í frekar rólegum leik þar sem sóknarleikur 76ers var í molum frá upphafi til enda. Jimmy Butler og Tyler Herr skoruðu báðir 21 stig í liði Heat á meðan Joel Embiid skoraði 22 stig og tók 15 fráköst fyrir Philadelphia. Karl-Anthony Towns skoraði 36 stig og tók 15 fráköst er Minnesota Timberwolves vann Portland Trail Blazers 135-121. Ja Morant skoraði 25 stig er Memphis Grizzlies vann Orlando Magic örugglega, 124-96. Ja Morant and the @memgrizz won at home on Saturday night, improving their record to 44-21 and taking hold of the number 2 spot in the Western Conference! #GrindCity@JaMorant: 25 PTS, 4 REB, 7 AST pic.twitter.com/03e1BMGvBH— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þá skoraði Terry Rozier 31 stig er Charlotte Hornets vann San Antonio Spurs 123-117. Scary Terry & LaMelo Ball combined for 55 points to power the @hornets to the win at home! #AllFly@T_Rozzay3: 31 PTS, 5 REB, 6 AST, 6 3PM@MeloD1P: 24 PTS, 8 REB, 7 AST, 4 3PM pic.twitter.com/AUG1QYN0QO— NBA (@NBA) March 6, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Bæði Lakers og Warriors komu inn í leikinn með þá von um að enda slæmt gengi. Lakers þarf reyndar meira en einn sigur til þess en eftir fjögur töp í röð varð liðið einfaldlega að ná í sigur. Eftir að hafa byrjað tímabilið vel hefur Golden State fatast flugið og liðið hafði tapað þremur leikjum í röð áður en það heimsótti Los Angeles. Leikurinn var jafn í upphafi en Lakers var ívið sterkari er leið á fyrsta leikhluta og leiddi með sjö stigum að honum loknum. Fljótt skipast veður í lofti en Warriors kom til baka í öðrum leikhluta og vann hann með tólf stiga mun og var því fimm stigum yfir í hálfleik. Um tíma í þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í 12 stig en LeBron sá til þess að sýnir menn voru enn bara fimm stigum undir er fjórði leikhluti hófst. Í kjölfarið tók hann einfaldlega yfir leikinn. 40 points in three quarters ... and he did this pic.twitter.com/tcKWp01WVN— Los Angeles Lakers (@Lakers) March 6, 2022 Með leikinn á línunni þegar tæpar fjórar mínútur lifðu leiks þá jafnaði LeBron metið með þriggja stiga körfu lengst utan af velli. Hann fylgdi henni eftir með því að setja aðra slíka í næstu sókn og koma Lakers yfir. Stephen Curry gerði sitt besta til að halda sínum mönnum inn i leiknum en allt kom fyrir ekki og LeBron – Lakers – landaði loks sigri, lokatölur 124-116. LeBron James finished with 56 pts & 10 rebs in the Lakers' 124-116 win over the Warriors.At age 37, he is oldest player in NBA history to record at least 55 pts & 10 rebs in a game.He's also the 1st Laker with a 55-10 game since Shaquille O'Neal in March 2000. pic.twitter.com/yik81ys8Wd— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 6, 2022 Að reyna finna lýsingarorð yfir frammistöðu hins 37 ára gamla LeBron James í nótt er erfitt. Hann skoraði 56 stig, tók 10 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hann er nú elsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora yfir 55 stig og taka 10 fráköst í einum og sama leiknum. Russell Westbrook skoraði 20 stig í liði Lakers ásamt því að taka 4 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þá skoraði Carmelo Anthony 14 stig og tók 8 fráköst. Hjá Warriors skoraði Curry 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Þar á eftir kom Jordan Poole með 23 stig á meðan Klay Thompson skoraði 7 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. SHOWTIME in LA LeBron put on a SHOW in front of the @Lakers home crowd, dropping 16 of his 5 6 points in the fourth-quarter to seal the win for the #LakeShow!@KingJames: 56 PTS (19-31 FGM), 10 REB, 6 3PM pic.twitter.com/hePuo8LPgD— NBA (@NBA) March 6, 2022 Dallas Mavericks var án Luka og lenti í tómu tjóni gegn Sacramento Kings. Kóngarnir leiddu með allt að 19 stigum á einum tímapunkti í leiknum en tókst á endanum að vinna eins stigs sigur þökk sé þriggja stiga körfu Dorian Finney-Smith þegar 3,3 sekúndur voru til leiksloka, lokatölur 114-113. Spencer Dinwiddie var frábær í liði Dallas en hann skoraði 36 stig og gaf 7 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jalen Brunson með 23 stig og Finney-Smith skoraði 17, þar á meðal sigurkörfuna. Hjá Kings var De‘Aaron Fox stigahæstur með 44 stig. Spencer Dinwiddie was balling for @dallasmavs dropping 36 PTS while shooting 50% from the field in the comeback victory! #MFFL@SDinwiddie_25: 36 PTS (11-22 FGM), 7 AST pic.twitter.com/lvgltC2xTS— NBA (@NBA) March 6, 2022 Miami Heat átti í litlum vandræðum með Philadelphia 76ers sem lék án James Harden í nótt, lokatölur þar 99-82 í frekar rólegum leik þar sem sóknarleikur 76ers var í molum frá upphafi til enda. Jimmy Butler og Tyler Herr skoruðu báðir 21 stig í liði Heat á meðan Joel Embiid skoraði 22 stig og tók 15 fráköst fyrir Philadelphia. Karl-Anthony Towns skoraði 36 stig og tók 15 fráköst er Minnesota Timberwolves vann Portland Trail Blazers 135-121. Ja Morant skoraði 25 stig er Memphis Grizzlies vann Orlando Magic örugglega, 124-96. Ja Morant and the @memgrizz won at home on Saturday night, improving their record to 44-21 and taking hold of the number 2 spot in the Western Conference! #GrindCity@JaMorant: 25 PTS, 4 REB, 7 AST pic.twitter.com/03e1BMGvBH— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þá skoraði Terry Rozier 31 stig er Charlotte Hornets vann San Antonio Spurs 123-117. Scary Terry & LaMelo Ball combined for 55 points to power the @hornets to the win at home! #AllFly@T_Rozzay3: 31 PTS, 5 REB, 6 AST, 6 3PM@MeloD1P: 24 PTS, 8 REB, 7 AST, 4 3PM pic.twitter.com/AUG1QYN0QO— NBA (@NBA) March 6, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum