Stórfenglegur LeBron setti met er Lakers vann loks leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 10:05 Leikmenn Golden State gátu lítið annað gert en horft á LeBron í nótt. Hann var ósnertanlegur. NBA Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Einn bar höfuð og herðar yfir aðra en Los Angeles Lakers vann Golden State Warriors þökk sé lygilegri frammistöðu LeBron James. Þá steig Spence Dinwiddie upp hjá Dallas Mavericks í fjarveru Luka Dončić. Bæði Lakers og Warriors komu inn í leikinn með þá von um að enda slæmt gengi. Lakers þarf reyndar meira en einn sigur til þess en eftir fjögur töp í röð varð liðið einfaldlega að ná í sigur. Eftir að hafa byrjað tímabilið vel hefur Golden State fatast flugið og liðið hafði tapað þremur leikjum í röð áður en það heimsótti Los Angeles. Leikurinn var jafn í upphafi en Lakers var ívið sterkari er leið á fyrsta leikhluta og leiddi með sjö stigum að honum loknum. Fljótt skipast veður í lofti en Warriors kom til baka í öðrum leikhluta og vann hann með tólf stiga mun og var því fimm stigum yfir í hálfleik. Um tíma í þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í 12 stig en LeBron sá til þess að sýnir menn voru enn bara fimm stigum undir er fjórði leikhluti hófst. Í kjölfarið tók hann einfaldlega yfir leikinn. 40 points in three quarters ... and he did this pic.twitter.com/tcKWp01WVN— Los Angeles Lakers (@Lakers) March 6, 2022 Með leikinn á línunni þegar tæpar fjórar mínútur lifðu leiks þá jafnaði LeBron metið með þriggja stiga körfu lengst utan af velli. Hann fylgdi henni eftir með því að setja aðra slíka í næstu sókn og koma Lakers yfir. Stephen Curry gerði sitt besta til að halda sínum mönnum inn i leiknum en allt kom fyrir ekki og LeBron – Lakers – landaði loks sigri, lokatölur 124-116. LeBron James finished with 56 pts & 10 rebs in the Lakers' 124-116 win over the Warriors.At age 37, he is oldest player in NBA history to record at least 55 pts & 10 rebs in a game.He's also the 1st Laker with a 55-10 game since Shaquille O'Neal in March 2000. pic.twitter.com/yik81ys8Wd— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 6, 2022 Að reyna finna lýsingarorð yfir frammistöðu hins 37 ára gamla LeBron James í nótt er erfitt. Hann skoraði 56 stig, tók 10 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hann er nú elsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora yfir 55 stig og taka 10 fráköst í einum og sama leiknum. Russell Westbrook skoraði 20 stig í liði Lakers ásamt því að taka 4 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þá skoraði Carmelo Anthony 14 stig og tók 8 fráköst. Hjá Warriors skoraði Curry 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Þar á eftir kom Jordan Poole með 23 stig á meðan Klay Thompson skoraði 7 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. SHOWTIME in LA LeBron put on a SHOW in front of the @Lakers home crowd, dropping 16 of his 5 6 points in the fourth-quarter to seal the win for the #LakeShow!@KingJames: 56 PTS (19-31 FGM), 10 REB, 6 3PM pic.twitter.com/hePuo8LPgD— NBA (@NBA) March 6, 2022 Dallas Mavericks var án Luka og lenti í tómu tjóni gegn Sacramento Kings. Kóngarnir leiddu með allt að 19 stigum á einum tímapunkti í leiknum en tókst á endanum að vinna eins stigs sigur þökk sé þriggja stiga körfu Dorian Finney-Smith þegar 3,3 sekúndur voru til leiksloka, lokatölur 114-113. Spencer Dinwiddie var frábær í liði Dallas en hann skoraði 36 stig og gaf 7 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jalen Brunson með 23 stig og Finney-Smith skoraði 17, þar á meðal sigurkörfuna. Hjá Kings var De‘Aaron Fox stigahæstur með 44 stig. Spencer Dinwiddie was balling for @dallasmavs dropping 36 PTS while shooting 50% from the field in the comeback victory! #MFFL@SDinwiddie_25: 36 PTS (11-22 FGM), 7 AST pic.twitter.com/lvgltC2xTS— NBA (@NBA) March 6, 2022 Miami Heat átti í litlum vandræðum með Philadelphia 76ers sem lék án James Harden í nótt, lokatölur þar 99-82 í frekar rólegum leik þar sem sóknarleikur 76ers var í molum frá upphafi til enda. Jimmy Butler og Tyler Herr skoruðu báðir 21 stig í liði Heat á meðan Joel Embiid skoraði 22 stig og tók 15 fráköst fyrir Philadelphia. Karl-Anthony Towns skoraði 36 stig og tók 15 fráköst er Minnesota Timberwolves vann Portland Trail Blazers 135-121. Ja Morant skoraði 25 stig er Memphis Grizzlies vann Orlando Magic örugglega, 124-96. Ja Morant and the @memgrizz won at home on Saturday night, improving their record to 44-21 and taking hold of the number 2 spot in the Western Conference! #GrindCity@JaMorant: 25 PTS, 4 REB, 7 AST pic.twitter.com/03e1BMGvBH— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þá skoraði Terry Rozier 31 stig er Charlotte Hornets vann San Antonio Spurs 123-117. Scary Terry & LaMelo Ball combined for 55 points to power the @hornets to the win at home! #AllFly@T_Rozzay3: 31 PTS, 5 REB, 6 AST, 6 3PM@MeloD1P: 24 PTS, 8 REB, 7 AST, 4 3PM pic.twitter.com/AUG1QYN0QO— NBA (@NBA) March 6, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Bæði Lakers og Warriors komu inn í leikinn með þá von um að enda slæmt gengi. Lakers þarf reyndar meira en einn sigur til þess en eftir fjögur töp í röð varð liðið einfaldlega að ná í sigur. Eftir að hafa byrjað tímabilið vel hefur Golden State fatast flugið og liðið hafði tapað þremur leikjum í röð áður en það heimsótti Los Angeles. Leikurinn var jafn í upphafi en Lakers var ívið sterkari er leið á fyrsta leikhluta og leiddi með sjö stigum að honum loknum. Fljótt skipast veður í lofti en Warriors kom til baka í öðrum leikhluta og vann hann með tólf stiga mun og var því fimm stigum yfir í hálfleik. Um tíma í þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í 12 stig en LeBron sá til þess að sýnir menn voru enn bara fimm stigum undir er fjórði leikhluti hófst. Í kjölfarið tók hann einfaldlega yfir leikinn. 40 points in three quarters ... and he did this pic.twitter.com/tcKWp01WVN— Los Angeles Lakers (@Lakers) March 6, 2022 Með leikinn á línunni þegar tæpar fjórar mínútur lifðu leiks þá jafnaði LeBron metið með þriggja stiga körfu lengst utan af velli. Hann fylgdi henni eftir með því að setja aðra slíka í næstu sókn og koma Lakers yfir. Stephen Curry gerði sitt besta til að halda sínum mönnum inn i leiknum en allt kom fyrir ekki og LeBron – Lakers – landaði loks sigri, lokatölur 124-116. LeBron James finished with 56 pts & 10 rebs in the Lakers' 124-116 win over the Warriors.At age 37, he is oldest player in NBA history to record at least 55 pts & 10 rebs in a game.He's also the 1st Laker with a 55-10 game since Shaquille O'Neal in March 2000. pic.twitter.com/yik81ys8Wd— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 6, 2022 Að reyna finna lýsingarorð yfir frammistöðu hins 37 ára gamla LeBron James í nótt er erfitt. Hann skoraði 56 stig, tók 10 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hann er nú elsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora yfir 55 stig og taka 10 fráköst í einum og sama leiknum. Russell Westbrook skoraði 20 stig í liði Lakers ásamt því að taka 4 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þá skoraði Carmelo Anthony 14 stig og tók 8 fráköst. Hjá Warriors skoraði Curry 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Þar á eftir kom Jordan Poole með 23 stig á meðan Klay Thompson skoraði 7 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. SHOWTIME in LA LeBron put on a SHOW in front of the @Lakers home crowd, dropping 16 of his 5 6 points in the fourth-quarter to seal the win for the #LakeShow!@KingJames: 56 PTS (19-31 FGM), 10 REB, 6 3PM pic.twitter.com/hePuo8LPgD— NBA (@NBA) March 6, 2022 Dallas Mavericks var án Luka og lenti í tómu tjóni gegn Sacramento Kings. Kóngarnir leiddu með allt að 19 stigum á einum tímapunkti í leiknum en tókst á endanum að vinna eins stigs sigur þökk sé þriggja stiga körfu Dorian Finney-Smith þegar 3,3 sekúndur voru til leiksloka, lokatölur 114-113. Spencer Dinwiddie var frábær í liði Dallas en hann skoraði 36 stig og gaf 7 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jalen Brunson með 23 stig og Finney-Smith skoraði 17, þar á meðal sigurkörfuna. Hjá Kings var De‘Aaron Fox stigahæstur með 44 stig. Spencer Dinwiddie was balling for @dallasmavs dropping 36 PTS while shooting 50% from the field in the comeback victory! #MFFL@SDinwiddie_25: 36 PTS (11-22 FGM), 7 AST pic.twitter.com/lvgltC2xTS— NBA (@NBA) March 6, 2022 Miami Heat átti í litlum vandræðum með Philadelphia 76ers sem lék án James Harden í nótt, lokatölur þar 99-82 í frekar rólegum leik þar sem sóknarleikur 76ers var í molum frá upphafi til enda. Jimmy Butler og Tyler Herr skoruðu báðir 21 stig í liði Heat á meðan Joel Embiid skoraði 22 stig og tók 15 fráköst fyrir Philadelphia. Karl-Anthony Towns skoraði 36 stig og tók 15 fráköst er Minnesota Timberwolves vann Portland Trail Blazers 135-121. Ja Morant skoraði 25 stig er Memphis Grizzlies vann Orlando Magic örugglega, 124-96. Ja Morant and the @memgrizz won at home on Saturday night, improving their record to 44-21 and taking hold of the number 2 spot in the Western Conference! #GrindCity@JaMorant: 25 PTS, 4 REB, 7 AST pic.twitter.com/03e1BMGvBH— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þá skoraði Terry Rozier 31 stig er Charlotte Hornets vann San Antonio Spurs 123-117. Scary Terry & LaMelo Ball combined for 55 points to power the @hornets to the win at home! #AllFly@T_Rozzay3: 31 PTS, 5 REB, 6 AST, 6 3PM@MeloD1P: 24 PTS, 8 REB, 7 AST, 4 3PM pic.twitter.com/AUG1QYN0QO— NBA (@NBA) March 6, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira