Úkraína: Tæplega 300 milljónir króna frá íslenskum stjórnvöldum til mannúðaraðstoðar Heimsljós 4. mars 2022 15:03 UNHCR/Chris Melzer Utanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlög til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu að heildarupphæð eina milljón evra, eða um 145 milljónum íslenskra króna. Framlagið skiptist milli þriggja samstarfsaðila íslenskra stjórnvalda: Rauða krossins á Íslandi - 45 milljónir, Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) – 50 milljónir, og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) – 50 milljónir. Heildarframlög Íslands til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu nema því tveimur milljónum evra, tæpum 300 milljónum króna. Auk þess er stefnt að því að styðja við áætlun um efnahagslega neyðaraðstoð til Úkraínu sem Alþjóðabankinn hefur í undirbúningi. Neyð fer vaxandi í Úkraínu með degi hverjum í kjölfar innrásar Rússa. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) áætlar að rúm milljón úkraínskra borgara sé þegar á flótta, meirihluti þeirra konur og börn. Þá eru ýmsir innviðir samfélagsins í lamasessi, þar með talin heilbrigðisþjónusta. Áætlað er að um 80 þúsund konur í Úkraínu fæði börn á næstu þremur mánuðum og óttast er að margar þeirra búi við skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) hefur áratuga reynslu af starfi í Úkraínu og nágrannaríkjum. Stofnunin gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, ekki síst fæðingarhjálp og mæðravernd. Jafnframt veitir stofnunin aðstoð við þolendur kynferðisofbeldis. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) starfar í Úkraínu og nágrannaríkjum. Í ljósi þess að börn eru stór hluti fólks á flótta hefur stofnunin sett af stað teymi sem huga að vernd barna. Teymin eru með hreyfanlega staðsetningu og gegna því hlutverki að veita börnum sálrænan stuðning og aðra nauðsynlega þjónustu. Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) starfar í samvinnu við Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC), Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) og landsfélög í nágrannaríkjum. Fjármagnið vegna Úkraínu kemur til viðbótar við samningbundin framlög utanríkisráðuneytisins og RKÍ um alþjóðlega mannúðaraðstoð. Áður hafði utanríkisráðherra tilkynnt um eina milljón evra í mannúðaraðstoð vegna Úkraínu sem skiptist jafnt á milli Alþjóða Rauða krossins (ICRC), Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent
Framlagið skiptist milli þriggja samstarfsaðila íslenskra stjórnvalda: Rauða krossins á Íslandi - 45 milljónir, Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) – 50 milljónir, og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) – 50 milljónir. Heildarframlög Íslands til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu nema því tveimur milljónum evra, tæpum 300 milljónum króna. Auk þess er stefnt að því að styðja við áætlun um efnahagslega neyðaraðstoð til Úkraínu sem Alþjóðabankinn hefur í undirbúningi. Neyð fer vaxandi í Úkraínu með degi hverjum í kjölfar innrásar Rússa. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) áætlar að rúm milljón úkraínskra borgara sé þegar á flótta, meirihluti þeirra konur og börn. Þá eru ýmsir innviðir samfélagsins í lamasessi, þar með talin heilbrigðisþjónusta. Áætlað er að um 80 þúsund konur í Úkraínu fæði börn á næstu þremur mánuðum og óttast er að margar þeirra búi við skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) hefur áratuga reynslu af starfi í Úkraínu og nágrannaríkjum. Stofnunin gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, ekki síst fæðingarhjálp og mæðravernd. Jafnframt veitir stofnunin aðstoð við þolendur kynferðisofbeldis. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) starfar í Úkraínu og nágrannaríkjum. Í ljósi þess að börn eru stór hluti fólks á flótta hefur stofnunin sett af stað teymi sem huga að vernd barna. Teymin eru með hreyfanlega staðsetningu og gegna því hlutverki að veita börnum sálrænan stuðning og aðra nauðsynlega þjónustu. Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) starfar í samvinnu við Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC), Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) og landsfélög í nágrannaríkjum. Fjármagnið vegna Úkraínu kemur til viðbótar við samningbundin framlög utanríkisráðuneytisins og RKÍ um alþjóðlega mannúðaraðstoð. Áður hafði utanríkisráðherra tilkynnt um eina milljón evra í mannúðaraðstoð vegna Úkraínu sem skiptist jafnt á milli Alþjóða Rauða krossins (ICRC), Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent