Um er að ræða spurningaþátt sem tengist leikjum og mótum sem eru á Stöð 2 Sport. Heiðursstúkan verður sýndur á Vísi alla föstudaga. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum.
Þema fjórða þáttarins er Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla en sextán liða úrslit keppninnar eru í fullum gangi.
Gestir þáttarins að þessu sinni eru þeir Albert Brynjar Ingason og Jóhann Már Helgason.
Þeir félagar spá meðal annars fyrir um úrslitin í stórleik Real Madrid og Paris Saint Germain í næstu viku áður en þeir taka slaginn við spurningar Jóhanns Fjalars.
Nú er bara að sjá hvað þeir félagar vita um Meistaradeildina í fótbolta en það smá sjá allan spurningaþáttinn hér fyrir neðan.