Benedikt Guðmundsson: Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur Árni Jóhannsson skrifar 3. mars 2022 22:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var mjög ánægður með sigur sinna manna í kvöld Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson vissi alveg að leikurinn við Breiðablik yrði ekki gefins og sú varð raunin þegar Njarðvíkingar náðu í sigur með erfiðasta móti 116-120. Njarðvíkingar virtust vera með góða stjórn á leiknum en Blikar eru óútreiknanlegt lið og ef þeir komast í gírinn sinn þá er erfitt að eiga við þá. Benedikt var því virkilega ánægður með sigurinn. „Ég bjóst við gríðarlega erfiðum leik. Ef þú skoðar tímabilið hjá Blikum þá eru þeir búnir að vinna sex leiki af átta á heimavelli og bara tapað fyrir Keflavík með einu og Þór Þorlákshöfn með tveimur. Þannig að þú kemur ekkert hingað inn og tekur öruggan sigur. Ég átti ekki von á því en ég held að þetta hafi verið áhorfendavænn leikur. Ég er hrifinn af Breiðablik þegar við erum ekki að spila við þá og mér finnst gaman að Leeds í fótboltanum. Þannig að fyrir þennan hlutlausa var þetta örugglega mjög gaman en ég hefði viljað að við hefðum ekki hleypt þeim inn í þetta aftur.“ Benedikt var þá spurður að því hvað hafi gerst í fjórða leikhluta en Njarðvíkingar voru með 14 stig forskot fyrir hann en enduðu á því að þurfa framlengingu. „Við bara misstum stjórnina á honum. Danero Thomas var frábær í kvöld. Hann setti níu þrista og þeir voru ekki opnir. Við vorum að passa upp á „poppið“ hjá honum og hann var alltaf með mann í sér en hann bara setti þetta í andlitið á okkur. Everage og Hilmar eru líka frábærir það er varla hægt að stoppa þá einn á einn. Það er bara gríðarlega erfitt að spila við Blikana þegar þeir eru í þessum ham. Flott lið og mér finnst þeir frábærir og það er gaman að hafa þá í deildinni.“ Benedikt var þá spurður hvort sigurinn væri ekki þeim mun ánægjulegri fyrir vikið og upp á þá vegferð sem liðið hans er á í deildinni sem og breidd hópsins hjá Njarðvíkingum. „Jú algjörlega. Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur þó að það hafi þurft framlengingu. Virkilega erfitt að ná í sigur hérna. Við vorum búnir að vinna fimm í röð án þess að vera í naglbít en nú vorum við undir þegar lítið var eftir og ég var ánægður með það hvernig menn brugðust við og komu sér til baka í framlengingu. Maciej Baginski var svo frábær hérna í lokin og setti stóru körfurnar.“ „Sóknarleikurinn okkar stífnaði aðeins í seinni hálfleik en svo settum við 20 stig í fimm mínútna framlengingu þannig að það losnaði örlítið um stífluna. Við hittum illa í seinni hálfleik og þeir sóttu á okkur inn í teig en sem betur fer fóru skotin að detta. Ég held að bekkurinn okkar hafi verið mjög góður. Við vorum 18-1 af bekknum í hálfleik þannig að ég var mjög ánægður með breiddina sem við sýndum.“ UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
„Ég bjóst við gríðarlega erfiðum leik. Ef þú skoðar tímabilið hjá Blikum þá eru þeir búnir að vinna sex leiki af átta á heimavelli og bara tapað fyrir Keflavík með einu og Þór Þorlákshöfn með tveimur. Þannig að þú kemur ekkert hingað inn og tekur öruggan sigur. Ég átti ekki von á því en ég held að þetta hafi verið áhorfendavænn leikur. Ég er hrifinn af Breiðablik þegar við erum ekki að spila við þá og mér finnst gaman að Leeds í fótboltanum. Þannig að fyrir þennan hlutlausa var þetta örugglega mjög gaman en ég hefði viljað að við hefðum ekki hleypt þeim inn í þetta aftur.“ Benedikt var þá spurður að því hvað hafi gerst í fjórða leikhluta en Njarðvíkingar voru með 14 stig forskot fyrir hann en enduðu á því að þurfa framlengingu. „Við bara misstum stjórnina á honum. Danero Thomas var frábær í kvöld. Hann setti níu þrista og þeir voru ekki opnir. Við vorum að passa upp á „poppið“ hjá honum og hann var alltaf með mann í sér en hann bara setti þetta í andlitið á okkur. Everage og Hilmar eru líka frábærir það er varla hægt að stoppa þá einn á einn. Það er bara gríðarlega erfitt að spila við Blikana þegar þeir eru í þessum ham. Flott lið og mér finnst þeir frábærir og það er gaman að hafa þá í deildinni.“ Benedikt var þá spurður hvort sigurinn væri ekki þeim mun ánægjulegri fyrir vikið og upp á þá vegferð sem liðið hans er á í deildinni sem og breidd hópsins hjá Njarðvíkingum. „Jú algjörlega. Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur þó að það hafi þurft framlengingu. Virkilega erfitt að ná í sigur hérna. Við vorum búnir að vinna fimm í röð án þess að vera í naglbít en nú vorum við undir þegar lítið var eftir og ég var ánægður með það hvernig menn brugðust við og komu sér til baka í framlengingu. Maciej Baginski var svo frábær hérna í lokin og setti stóru körfurnar.“ „Sóknarleikurinn okkar stífnaði aðeins í seinni hálfleik en svo settum við 20 stig í fimm mínútna framlengingu þannig að það losnaði örlítið um stífluna. Við hittum illa í seinni hálfleik og þeir sóttu á okkur inn í teig en sem betur fer fóru skotin að detta. Ég held að bekkurinn okkar hafi verið mjög góður. Við vorum 18-1 af bekknum í hálfleik þannig að ég var mjög ánægður með breiddina sem við sýndum.“
UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39