Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. mars 2022 17:21 Guðlaugur Vísir/Vilhelm „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. „Þá varð þetta svona áþreifanlegt. Þetta varð raunverulegt og maður fann hvernig hlutverkið gæti orðið, það kom pínu eftirvænting í fyrsta skipti hjá manni,“ útskýrir Guðlaugur. Frumeðlið fór í gang Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er rætt um það hvernig hægt er að gerast fósturforeldri. Meðal annars er talað um undirbúningsnámskeiðið. „Mér fannst ég alltaf vera að læra eitthvað sem ég skildi ekki, en það sat eftir hjá mér.“ Sem dæmi nefnir hann umræðuna um tengsl og tengslamyndun á námskeikðinu. Guðlaugur segir að hann hafi talið sig vita hvað tengsl væru. Sú uppljómun kom samt ekki fyrr en þegar hann var kominn í hlutverk fósturforeldris. „Þegar ég enda í aðstæðunum og fæ fósturbarnið mitt til mín og ég finn að það fer eitthvað frumeðli í gang hjá mér.“ Guðlauur segir að hann hafi verið að reyna að nýta þjálfunina í að koma á tengslum með ólíkum aðferðum og aðstæðum. „Ég man eftir deginum og aðstæðunum, þegar hann liggur einhvern tíman á bringunni á mér bara kornabarn og ég hugsa með mér, já þessi tengsl eru komin.“ Þetta var þó mun flóknara en það. Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum. Anna Steinunn og Hildur.Samsett Hildur Björk, Guðlaugur og Anna Steinunn sitja í stjórn Félags fósturforeldra og svara þau ýmsum spurningum um fósturforeldrahlutverkið og deila eigin reynslu. Ferlið getur verið erfitt en algjörlega þess virði á endanum. Hvernig er að fá félagsráðgjafa heim til að meta heimilið þitt? Þarf meðmælabréf frá vinum og vandamönnum fyrir foreldrahlutverkið? Hvað er pride námskeið? Eða lífsbók? Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á öllum helstu efnisveitum og í spilaranum hér fyrir neðan. Einlægt og fræðandi samtal sem svarar mörgum mikilvægum spurningum um það að gerast fósturforeldri. Klippa: Fósturfjölskyldur - Hvernig gerist maður fósturforeldri? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu. Fósturfjölskyldur Börn og uppeldi Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
„Þá varð þetta svona áþreifanlegt. Þetta varð raunverulegt og maður fann hvernig hlutverkið gæti orðið, það kom pínu eftirvænting í fyrsta skipti hjá manni,“ útskýrir Guðlaugur. Frumeðlið fór í gang Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er rætt um það hvernig hægt er að gerast fósturforeldri. Meðal annars er talað um undirbúningsnámskeiðið. „Mér fannst ég alltaf vera að læra eitthvað sem ég skildi ekki, en það sat eftir hjá mér.“ Sem dæmi nefnir hann umræðuna um tengsl og tengslamyndun á námskeikðinu. Guðlaugur segir að hann hafi talið sig vita hvað tengsl væru. Sú uppljómun kom samt ekki fyrr en þegar hann var kominn í hlutverk fósturforeldris. „Þegar ég enda í aðstæðunum og fæ fósturbarnið mitt til mín og ég finn að það fer eitthvað frumeðli í gang hjá mér.“ Guðlauur segir að hann hafi verið að reyna að nýta þjálfunina í að koma á tengslum með ólíkum aðferðum og aðstæðum. „Ég man eftir deginum og aðstæðunum, þegar hann liggur einhvern tíman á bringunni á mér bara kornabarn og ég hugsa með mér, já þessi tengsl eru komin.“ Þetta var þó mun flóknara en það. Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum. Anna Steinunn og Hildur.Samsett Hildur Björk, Guðlaugur og Anna Steinunn sitja í stjórn Félags fósturforeldra og svara þau ýmsum spurningum um fósturforeldrahlutverkið og deila eigin reynslu. Ferlið getur verið erfitt en algjörlega þess virði á endanum. Hvernig er að fá félagsráðgjafa heim til að meta heimilið þitt? Þarf meðmælabréf frá vinum og vandamönnum fyrir foreldrahlutverkið? Hvað er pride námskeið? Eða lífsbók? Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á öllum helstu efnisveitum og í spilaranum hér fyrir neðan. Einlægt og fræðandi samtal sem svarar mörgum mikilvægum spurningum um það að gerast fósturforeldri. Klippa: Fósturfjölskyldur - Hvernig gerist maður fósturforeldri? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur Börn og uppeldi Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira