Gerrard, Eiður og Messi nefndir í verstu skiptingum sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 14:00 Steven Gerrard náði sér í rautt spjald á 38 sekúndum í leik gegn Manchester United á lokatímabili sínu með Liverpool. Getty/John Powell Í tilefni innkomu Kepa Arrizabalaga í úrslitaleik enska deildabikarsins í fótbolta fóru strákarnir í Þungavigtinni yfir nokkrar af allra verstu skiptingum sögunnar. Kepa var skipt inn á í mark Chelsea fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Liverpool en varði svo ekki neina af ellefu spyrnum Liverpool og skaut yfir úr sinni spyrnu, sem þar með tryggði Liverpool titilinn. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá nokkrar af verst heppnuðu skiptingum allra tíma en brot úr þættinum er hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Verstu skiptingar sögunnar Á meðal slíkra skiptinga er þegar Steven Gerrard kom inn á í hálfleik fyrir Liverpool í síðasta leik sínum gegn Manchester United, árið 2015. Aðeins 38 sekúndur liðu áður en Gerrard hafði náð sér í rautt spjald. Lionel Messi fékk einnig rautt spjald eftir að hafa komið inn á, í fyrsta landsleik sínum fyrir Argentínu, fyrir að slá til leikmanns Ungverjalands. Hann óttaðist að fá aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Þegar José Mourinho var upp á sitt besta sem stjóri Chelsea, árið 2005, nýtti hann allar þrjár skiptingar sínar í hálfleik í bikarleik gegn Newcastle og setti Eið Smára Guðjohnsen, Damien Duff og Frank Lampard inn á. Chelsea-menn enduðu leikinn þremur mönnum færri vegna meiðsla og rauðs spjalds markvarðarins Carlos Cudicini. Á meðal fleiri afar misheppnaðra skiptinga má einnig nefna þegar Simone Zaza var settur inn á til að taka víti fyrir Ítalíu í 8-liða úrslitum gegn Þýskalandi og klúðraði eftir mjög athyglisvert tilhlaup eins og sjá má að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar. Þungavigtin Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Kepa var skipt inn á í mark Chelsea fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Liverpool en varði svo ekki neina af ellefu spyrnum Liverpool og skaut yfir úr sinni spyrnu, sem þar með tryggði Liverpool titilinn. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá nokkrar af verst heppnuðu skiptingum allra tíma en brot úr þættinum er hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Verstu skiptingar sögunnar Á meðal slíkra skiptinga er þegar Steven Gerrard kom inn á í hálfleik fyrir Liverpool í síðasta leik sínum gegn Manchester United, árið 2015. Aðeins 38 sekúndur liðu áður en Gerrard hafði náð sér í rautt spjald. Lionel Messi fékk einnig rautt spjald eftir að hafa komið inn á, í fyrsta landsleik sínum fyrir Argentínu, fyrir að slá til leikmanns Ungverjalands. Hann óttaðist að fá aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Þegar José Mourinho var upp á sitt besta sem stjóri Chelsea, árið 2005, nýtti hann allar þrjár skiptingar sínar í hálfleik í bikarleik gegn Newcastle og setti Eið Smára Guðjohnsen, Damien Duff og Frank Lampard inn á. Chelsea-menn enduðu leikinn þremur mönnum færri vegna meiðsla og rauðs spjalds markvarðarins Carlos Cudicini. Á meðal fleiri afar misheppnaðra skiptinga má einnig nefna þegar Simone Zaza var settur inn á til að taka víti fyrir Ítalíu í 8-liða úrslitum gegn Þýskalandi og klúðraði eftir mjög athyglisvert tilhlaup eins og sjá má að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar.
Þungavigtin Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31
Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32