Gerrard, Eiður og Messi nefndir í verstu skiptingum sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 14:00 Steven Gerrard náði sér í rautt spjald á 38 sekúndum í leik gegn Manchester United á lokatímabili sínu með Liverpool. Getty/John Powell Í tilefni innkomu Kepa Arrizabalaga í úrslitaleik enska deildabikarsins í fótbolta fóru strákarnir í Þungavigtinni yfir nokkrar af allra verstu skiptingum sögunnar. Kepa var skipt inn á í mark Chelsea fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Liverpool en varði svo ekki neina af ellefu spyrnum Liverpool og skaut yfir úr sinni spyrnu, sem þar með tryggði Liverpool titilinn. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá nokkrar af verst heppnuðu skiptingum allra tíma en brot úr þættinum er hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Verstu skiptingar sögunnar Á meðal slíkra skiptinga er þegar Steven Gerrard kom inn á í hálfleik fyrir Liverpool í síðasta leik sínum gegn Manchester United, árið 2015. Aðeins 38 sekúndur liðu áður en Gerrard hafði náð sér í rautt spjald. Lionel Messi fékk einnig rautt spjald eftir að hafa komið inn á, í fyrsta landsleik sínum fyrir Argentínu, fyrir að slá til leikmanns Ungverjalands. Hann óttaðist að fá aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Þegar José Mourinho var upp á sitt besta sem stjóri Chelsea, árið 2005, nýtti hann allar þrjár skiptingar sínar í hálfleik í bikarleik gegn Newcastle og setti Eið Smára Guðjohnsen, Damien Duff og Frank Lampard inn á. Chelsea-menn enduðu leikinn þremur mönnum færri vegna meiðsla og rauðs spjalds markvarðarins Carlos Cudicini. Á meðal fleiri afar misheppnaðra skiptinga má einnig nefna þegar Simone Zaza var settur inn á til að taka víti fyrir Ítalíu í 8-liða úrslitum gegn Þýskalandi og klúðraði eftir mjög athyglisvert tilhlaup eins og sjá má að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar. Þungavigtin Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Kepa var skipt inn á í mark Chelsea fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Liverpool en varði svo ekki neina af ellefu spyrnum Liverpool og skaut yfir úr sinni spyrnu, sem þar með tryggði Liverpool titilinn. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá nokkrar af verst heppnuðu skiptingum allra tíma en brot úr þættinum er hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Verstu skiptingar sögunnar Á meðal slíkra skiptinga er þegar Steven Gerrard kom inn á í hálfleik fyrir Liverpool í síðasta leik sínum gegn Manchester United, árið 2015. Aðeins 38 sekúndur liðu áður en Gerrard hafði náð sér í rautt spjald. Lionel Messi fékk einnig rautt spjald eftir að hafa komið inn á, í fyrsta landsleik sínum fyrir Argentínu, fyrir að slá til leikmanns Ungverjalands. Hann óttaðist að fá aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Þegar José Mourinho var upp á sitt besta sem stjóri Chelsea, árið 2005, nýtti hann allar þrjár skiptingar sínar í hálfleik í bikarleik gegn Newcastle og setti Eið Smára Guðjohnsen, Damien Duff og Frank Lampard inn á. Chelsea-menn enduðu leikinn þremur mönnum færri vegna meiðsla og rauðs spjalds markvarðarins Carlos Cudicini. Á meðal fleiri afar misheppnaðra skiptinga má einnig nefna þegar Simone Zaza var settur inn á til að taka víti fyrir Ítalíu í 8-liða úrslitum gegn Þýskalandi og klúðraði eftir mjög athyglisvert tilhlaup eins og sjá má að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar.
Þungavigtin Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins. 2. mars 2022 07:31
Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32