Conte: „Middlesbrough átti skilið að fara áfram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 23:14 Antonio Conte var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Stu Forster/Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, var niðurlútur eftir að liðið féll úr leik í framlengingu í FA-bikarnum gegn B-deildarliðið Middlesbrough í kvöld. „Úrslitin eru klárlega ekki góð og við megum alveg vera pirraðir,“ sagði Ítalinn að leik loknum. „Þetta var klúður af því að í svona leikjum þarftu að mæta til leiks og klára andstæðinginn snemma. Ef þú gefur þeim von þá fá þeir sjálfstraust og verða betri eftir því sem líður á leikinn og þá getur hvað sem er gerst.“ Ásamt því að tala um hvað hefði mátt fara betur hjá sínu liði hrósaði Conte andstæðingnum fyrir sína frammistöðu og sagði að þeir hefðu átt skilið að fara áfram. „Til að byrja með þá finnst mér mikilvægt að segja að Middlesbrough spilaði vel í kvöld. Þeir eiga skilið virðingu og ég óska þeim til hamingju. Við verðum samt að horfa á okkar frammistöðu og þann leik sem við spiluðum.“ „Í svona leikjum, svona bikarleikjum á útivelli, þá þarftu að reyna að drepa leikinn snemma. Andstæðingurinn þarf að vita að þetta verður erfitt kvöld. Við hefðum getað gert miklu betur og þegar allt kemur til alls þá átti Middlebrough skilið að fara áfram.“ Gengi Tottenham hefur verið upp og niður undanfarnar vikur þar sem liðið lítur mjög vel út eina vikuna, en tapar svo óvænt þá næstu og Conte segir að liðið þurfi að finna jafnvægi. „Þetta er hluti af ferlinu, en við verðum að reyna að forðast þetta upp, niður, upp, niður. Það er bara ein leið til að bæta stöðuna og það er að vinna og læra af þessu tapi. Við verðum að halda áfram og reyna að gera okkar besta það sem eftir er af tímabilinu.“ „Við veðrum að leggja okkur alla fram það sem eftir er af tímabilinu og sjá svo til hvar við endum og meta stöðuna út frá því. Það er of snemmt að fara að ræða þetta núna,“ sagði Conte að lokum. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Tengdar fréttir Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
„Úrslitin eru klárlega ekki góð og við megum alveg vera pirraðir,“ sagði Ítalinn að leik loknum. „Þetta var klúður af því að í svona leikjum þarftu að mæta til leiks og klára andstæðinginn snemma. Ef þú gefur þeim von þá fá þeir sjálfstraust og verða betri eftir því sem líður á leikinn og þá getur hvað sem er gerst.“ Ásamt því að tala um hvað hefði mátt fara betur hjá sínu liði hrósaði Conte andstæðingnum fyrir sína frammistöðu og sagði að þeir hefðu átt skilið að fara áfram. „Til að byrja með þá finnst mér mikilvægt að segja að Middlesbrough spilaði vel í kvöld. Þeir eiga skilið virðingu og ég óska þeim til hamingju. Við verðum samt að horfa á okkar frammistöðu og þann leik sem við spiluðum.“ „Í svona leikjum, svona bikarleikjum á útivelli, þá þarftu að reyna að drepa leikinn snemma. Andstæðingurinn þarf að vita að þetta verður erfitt kvöld. Við hefðum getað gert miklu betur og þegar allt kemur til alls þá átti Middlebrough skilið að fara áfram.“ Gengi Tottenham hefur verið upp og niður undanfarnar vikur þar sem liðið lítur mjög vel út eina vikuna, en tapar svo óvænt þá næstu og Conte segir að liðið þurfi að finna jafnvægi. „Þetta er hluti af ferlinu, en við verðum að reyna að forðast þetta upp, niður, upp, niður. Það er bara ein leið til að bæta stöðuna og það er að vinna og læra af þessu tapi. Við verðum að halda áfram og reyna að gera okkar besta það sem eftir er af tímabilinu.“ „Við veðrum að leggja okkur alla fram það sem eftir er af tímabilinu og sjá svo til hvar við endum og meta stöðuna út frá því. Það er of snemmt að fara að ræða þetta núna,“ sagði Conte að lokum. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Tengdar fréttir Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26