„Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2022 12:30 Áslaug María lýsir átakanlegu heimilisofbeldi sem hún bjó við sem barn í þættinum Heimilisofbeldi. Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. Í þættinum segir Áslaug að hún hafi sloppið tólf ára úr prísund foreldra sinna þegar faðir hennar var dæmdur fyrir áratug af ofbeldi á meðan móðir hennar lamdi hana nánast daglega. Í dag er Áslaug 48 ára hamingjusöm móðir í Garðabænum en hún segir að faðir hennar hafi byrjað að leita á hana um fjögurra til fimm ára aldurinn. Áslaug segir að faðir hennar hafi nauðgað henni fleiri hundruð sinnum í mörg ár. Móðir hennar hafi einnig beitt hana líkamlegu ofbeldi. „Einn daginn kem ég heim eftir skóla og þarna var ég byrjuð að farða mig frekar ung, það var 80‘ og Madonna var í tísku og svona og maður var að reyna fylgja því. Fyrir utan það var maður svolítið að reyna fela sig og ég var ekki ánægð með sjálfan mig,“ segir Áslaug og bætir við að hún hafi alltaf farðað sig fyrir utan heimilið og þrifið það strax af sér þegar heim var komið. „Einu sinni gleymi ég því og held að hún sé ekki heima. Hún rífur mig inn á bað og lætur mig þrífa mig í framan. Ég er alltaf að streitast á móti. Hún var með einhverja járnbyssu sem bróðir minn átti og lemur mig í hausinn með henni,“ segir Áslaug og lýsir hún því síðan hvernig móðir hennar tók sturtuhausinn og þreif henni harkalega í framan og lét hana vita að: „að ég sé drusla og hóra og væri alltaf að mála mig eins og helvítis hóra.“ Áslaug segist einu sinni hafa týnt peysunni sinni og voru afleiðingarnar ekki góðar. „Hún kýlir mig í framan og ég í raun nefbrotna, eitthvað sem ég komst að mörgum árum seinna. Ég lá þarna í blóði mínu og þá kemur hún og leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki og segir að ég megi ekki lána peysuna mín. Ég finn þarna að ég er að líða út af og hugsa með mér að núna er þetta búið, núna er ég að fara deyja. Þá kemur pabbi minn, dregur hana inn í stofu og lúber hana.“ Vísir varar við að efni þáttanna gæti valdið vanlíðan hjá því fólki sem þekkir heimilisofbeldi af eigin raun. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Átakanleg saga Áslaugar Maríu Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Í þættinum segir Áslaug að hún hafi sloppið tólf ára úr prísund foreldra sinna þegar faðir hennar var dæmdur fyrir áratug af ofbeldi á meðan móðir hennar lamdi hana nánast daglega. Í dag er Áslaug 48 ára hamingjusöm móðir í Garðabænum en hún segir að faðir hennar hafi byrjað að leita á hana um fjögurra til fimm ára aldurinn. Áslaug segir að faðir hennar hafi nauðgað henni fleiri hundruð sinnum í mörg ár. Móðir hennar hafi einnig beitt hana líkamlegu ofbeldi. „Einn daginn kem ég heim eftir skóla og þarna var ég byrjuð að farða mig frekar ung, það var 80‘ og Madonna var í tísku og svona og maður var að reyna fylgja því. Fyrir utan það var maður svolítið að reyna fela sig og ég var ekki ánægð með sjálfan mig,“ segir Áslaug og bætir við að hún hafi alltaf farðað sig fyrir utan heimilið og þrifið það strax af sér þegar heim var komið. „Einu sinni gleymi ég því og held að hún sé ekki heima. Hún rífur mig inn á bað og lætur mig þrífa mig í framan. Ég er alltaf að streitast á móti. Hún var með einhverja járnbyssu sem bróðir minn átti og lemur mig í hausinn með henni,“ segir Áslaug og lýsir hún því síðan hvernig móðir hennar tók sturtuhausinn og þreif henni harkalega í framan og lét hana vita að: „að ég sé drusla og hóra og væri alltaf að mála mig eins og helvítis hóra.“ Áslaug segist einu sinni hafa týnt peysunni sinni og voru afleiðingarnar ekki góðar. „Hún kýlir mig í framan og ég í raun nefbrotna, eitthvað sem ég komst að mörgum árum seinna. Ég lá þarna í blóði mínu og þá kemur hún og leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki og segir að ég megi ekki lána peysuna mín. Ég finn þarna að ég er að líða út af og hugsa með mér að núna er þetta búið, núna er ég að fara deyja. Þá kemur pabbi minn, dregur hana inn í stofu og lúber hana.“ Vísir varar við að efni þáttanna gæti valdið vanlíðan hjá því fólki sem þekkir heimilisofbeldi af eigin raun. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Átakanleg saga Áslaugar Maríu
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“