Farsóttarhúsunum lokað og Gylfi Þór leitar nýrra verkefna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 20:09 Gylfi Þór Þórsteinsson hefur gegnt stöðu forstöðumanns farsóttarhúsanna frá því þeim var komið á fót. Vísir/Vilhelm Farsóttarhúsum Rauða krossins, sem hýst hafa Covid-smitaða einstaklinga sem ekki hafa getað einangrað sig annars staðar, verður lokað í lok marsmánaðar. Fráfarandi forstöðumaður segist því þurfa að fara að finna sér eitthvað annað að gera. „Þetta er búið að vera rússíbanareið frá fyrsta degi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, fráfarandi forstöðumaður farsóttarhúsanna. Í dag eru tvö ár frá því fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi. „Það var þannig að þegar við tókum fyrsta hótelið á leigu, Hótel Lind, og kynntum fyrir starfsfólki þar hvað við værum að fara að gera, þá gengu allir starfsmenn hótelsins út og sögðu upp,“ segir Gylfi. Hann bendir á að á þeim tíma hafi lítið verið vitað um Covid-19 og fjöldi fólks hefði þá þegar látist af völdum sjúkdómsins víða um heim. „Þannig að fyrstu tveir dagarnir fóru í það að ég var að bera upp ísskápa og reyna að búa til farsóttarhús,“ segir Gylfi og bætir við að hann hafi við það notið liðsinnis frábærra sjálfboðaliða. Héldu að Covid væri búið Gylfa er það minnisstætt þegar öllum takmörkunum vegna kórónuveirunnar var aflétt í sumar. Það var aflétt á miðnætti 25. júní. „Við lokuðum í mánuð og héldum alveg geggjað partý, því við héldum að Covid væri búið.“ Adam hafi hins vegar ekki verið lengi í paradís því mánuði síðar hafi starfsemi farsóttarhúsanna hafist að nýju, upp á dag, en 25. júlí á síðasta ári tók gildi 200 manna samkomubann með tilheyrandi takmörkunum. Hér má sjá Gylfa í fullum farsóttarhússskrúða.Vísir/Vilhelm Hver bylgjan á fætur annarri Gylfi áætlar að á heildina litið hafi um það bil 15 þúsund manns dvalist á farsóttarhúsunum, frá upphafi faraldursins. „Þegar mest var vorum við með sjö hótel í einu, og um 600 manns í einu. En það er fljótt að fenna yfir þetta. Þegar fyrsta bylgjan var búin þá hélt maður að maður myndi aldrei kynnast öðru eins. En svo kom önnur bylgjan, svo þriðja og fjórða. Og þær voru hver annarri stærri.“ Framtíðin alls óráðin Sjálfur segist Gylfi ekki hafa hugmynd hvað taki við hjá sér, eftir að hafa sinnt stöðu forstöðumanns í tvö ár. „Ég var bara ráðinn í þetta verkefni og nú er þessu tveggja til þriggja mánaða verkefni lokið, tveimur árum síðar. Kannski gerist ég aftur hármódel,“ segir Gylfi og hlær. „En ég hef nú unnið við margt og hef mikla reynslu af alls konar, þannig að ég treysti mér í hvað sem er,“ segir Gylfi að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
„Þetta er búið að vera rússíbanareið frá fyrsta degi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, fráfarandi forstöðumaður farsóttarhúsanna. Í dag eru tvö ár frá því fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi. „Það var þannig að þegar við tókum fyrsta hótelið á leigu, Hótel Lind, og kynntum fyrir starfsfólki þar hvað við værum að fara að gera, þá gengu allir starfsmenn hótelsins út og sögðu upp,“ segir Gylfi. Hann bendir á að á þeim tíma hafi lítið verið vitað um Covid-19 og fjöldi fólks hefði þá þegar látist af völdum sjúkdómsins víða um heim. „Þannig að fyrstu tveir dagarnir fóru í það að ég var að bera upp ísskápa og reyna að búa til farsóttarhús,“ segir Gylfi og bætir við að hann hafi við það notið liðsinnis frábærra sjálfboðaliða. Héldu að Covid væri búið Gylfa er það minnisstætt þegar öllum takmörkunum vegna kórónuveirunnar var aflétt í sumar. Það var aflétt á miðnætti 25. júní. „Við lokuðum í mánuð og héldum alveg geggjað partý, því við héldum að Covid væri búið.“ Adam hafi hins vegar ekki verið lengi í paradís því mánuði síðar hafi starfsemi farsóttarhúsanna hafist að nýju, upp á dag, en 25. júlí á síðasta ári tók gildi 200 manna samkomubann með tilheyrandi takmörkunum. Hér má sjá Gylfa í fullum farsóttarhússskrúða.Vísir/Vilhelm Hver bylgjan á fætur annarri Gylfi áætlar að á heildina litið hafi um það bil 15 þúsund manns dvalist á farsóttarhúsunum, frá upphafi faraldursins. „Þegar mest var vorum við með sjö hótel í einu, og um 600 manns í einu. En það er fljótt að fenna yfir þetta. Þegar fyrsta bylgjan var búin þá hélt maður að maður myndi aldrei kynnast öðru eins. En svo kom önnur bylgjan, svo þriðja og fjórða. Og þær voru hver annarri stærri.“ Framtíðin alls óráðin Sjálfur segist Gylfi ekki hafa hugmynd hvað taki við hjá sér, eftir að hafa sinnt stöðu forstöðumanns í tvö ár. „Ég var bara ráðinn í þetta verkefni og nú er þessu tveggja til þriggja mánaða verkefni lokið, tveimur árum síðar. Kannski gerist ég aftur hármódel,“ segir Gylfi og hlær. „En ég hef nú unnið við margt og hef mikla reynslu af alls konar, þannig að ég treysti mér í hvað sem er,“ segir Gylfi að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira