„Kelleher er besti varamarkvörður í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2022 07:59 Jürgen Klopp sparaði ekki stóru lýsingarorðin þegar hann ræddi um markvörðinn unga eftir sigur Liverpool í ensku deildarbikarkeppninni í gær. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum með sigur sinna manna í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar gegn Chelsea í gær og hrósaði einni af hetjum liðsins, varamarkmanninum Caoimhin Kelleher, í hástert. Kelleher hafði hingað til spilað alla leiki liðsins í enska deildarbikarnum fyrir utan einn. Klopp hélt sig við Írann í úrslitaleiknum í gær og það borgaði sig heldur betur. Markvörðurinn varði oft á tíðum vel og hjálpaði þannig liðinu að komast alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Kelleher skoraði svo úr sinni spyrnu áður en kollegi hans í Chelsea, Kepa Arrizabalaga, klikkaði á sinni spyrnu. Þessi 23 ára Íri hafði því betur gegn Kepa sem er dýrasti markmaður heims, sem og Edouard Mendy sem byrjaði leikinn og er af mörgum talinn einn af þeim bestu í sinni stöðu. „Það er algjörlega frábært að hann hafi haft þessi áhrif á leikinn. Hann á það svo sannarlega skilið,“ sagði Klopp um Kelleher eftir sigurinn. „Ég er tveir hlutir. Knattspyrnuþjálfari og manneskja, og manneskjan vann í kvöld. Hann er ungur strákur og við ætlumst til mikils af honum. Hann hefur spilað í þessari keppni og svo þegar við komumst í úrslit þá getum við ekki sagt honum að hann fái ekki að spila.“ „Í atvinnumannafótbolta á að vera pláss fyrir tilfinningar. Á æfingasvæðinu erum við með vegg sem allir markmenn sem hafa unnið eitthvað fara á og nú getur Chaoimhin komist þangað líka. Þannig á þetta að vera og það er algjörlega frábært.“ 🗣 "I am two things a professional football manager and a human being and a human being won."Jurgen Klopp on why he decided to stick with Caoimhin Kelleher in goal for the final pic.twitter.com/tlfWeUp9HH— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022 Klopp hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa markverðinum unga og gekk svo langt að kalla hann besta varamarkvörð í heimi. „Þetta er mögnuð saga frá því að ég sá hann fyrst þegar hann var strákur og þangað til hann varð að þeim manni sem hann er í dag. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur.“ „Kelleher er besti varamarkvörður í heimi og hann átti ótrúlegan leik. Líf varamarkmannsinns er þannig að þú þarft bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur og hann var algjörlega magnaður í kvöld,“ sagði Klopp að lokum. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Kelleher hafði hingað til spilað alla leiki liðsins í enska deildarbikarnum fyrir utan einn. Klopp hélt sig við Írann í úrslitaleiknum í gær og það borgaði sig heldur betur. Markvörðurinn varði oft á tíðum vel og hjálpaði þannig liðinu að komast alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Kelleher skoraði svo úr sinni spyrnu áður en kollegi hans í Chelsea, Kepa Arrizabalaga, klikkaði á sinni spyrnu. Þessi 23 ára Íri hafði því betur gegn Kepa sem er dýrasti markmaður heims, sem og Edouard Mendy sem byrjaði leikinn og er af mörgum talinn einn af þeim bestu í sinni stöðu. „Það er algjörlega frábært að hann hafi haft þessi áhrif á leikinn. Hann á það svo sannarlega skilið,“ sagði Klopp um Kelleher eftir sigurinn. „Ég er tveir hlutir. Knattspyrnuþjálfari og manneskja, og manneskjan vann í kvöld. Hann er ungur strákur og við ætlumst til mikils af honum. Hann hefur spilað í þessari keppni og svo þegar við komumst í úrslit þá getum við ekki sagt honum að hann fái ekki að spila.“ „Í atvinnumannafótbolta á að vera pláss fyrir tilfinningar. Á æfingasvæðinu erum við með vegg sem allir markmenn sem hafa unnið eitthvað fara á og nú getur Chaoimhin komist þangað líka. Þannig á þetta að vera og það er algjörlega frábært.“ 🗣 "I am two things a professional football manager and a human being and a human being won."Jurgen Klopp on why he decided to stick with Caoimhin Kelleher in goal for the final pic.twitter.com/tlfWeUp9HH— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022 Klopp hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa markverðinum unga og gekk svo langt að kalla hann besta varamarkvörð í heimi. „Þetta er mögnuð saga frá því að ég sá hann fyrst þegar hann var strákur og þangað til hann varð að þeim manni sem hann er í dag. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur.“ „Kelleher er besti varamarkvörður í heimi og hann átti ótrúlegan leik. Líf varamarkmannsinns er þannig að þú þarft bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur og hann var algjörlega magnaður í kvöld,“ sagði Klopp að lokum. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira