Tuchel hélt uppi vörnum fyrir Kepa Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. febrúar 2022 07:01 Skiptingin umdeilda. vísir/Getty Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir það hafa verið rétta ákvörðun að skipta Kepa Arrizabalaga inn fyrir Edouard Mendy í lok framlengingar í úrslitaleik Liverpool og Chelsea í gær. Mendy hafði átt frábæran leik á milli stanganna en Tuchel segir alla hjá Chelsea meðvitaða um að Kepa sé þeirra besti maður þegar kemur að því að verjast vítaspyrnum. „Við höfum gert þetta áður með Kepa. Hann er aðeins betri í því að verja vítaspyrnur og þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ segir Tuchel. Kepa náði hins vegar ekki að verja eina einustu spyrnu Liverpool manna og fór að lokum svo að hann þurfti sjálfur að fara á vítapunktinn eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk. Þar brást honum bogalistin og titillinn því Liverpool manna. „Það er óvenjulegt að allir ellefu leikmennirnir þurfi að taka víti. Hann var of fljótur á sér. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Tuchel um vítaspyrnu Kepa. „Það er hart að kenna honum um og þó við finnum til með honum þá er tapið ekki honum að kenna. Við tókum þessa ákvörðun. Sömu ákvörðun og við tókum síðast þegar við fórum í vítaspyrnukeppni því Kepa æfir sig í að verja vítaspyrnur daglega og við vitum hve góður hann er í því.“ „Hann hefur einfaldlega meiri tíma en Edou (Edouard Mendy) á æfingasvæðinu því Edou spilar miklu meira,“ sagði Tuchel og var mikið í mun að verja ákvörðun sína. „Það vita allir í liðinu hve góður Kepa er í að verja víti. Það á líka sinn þátt í hve góðar spyrnurnar okkar voru. Því miður náði hann engri vörslu því vítin þeirra voru stórkostleg,“ segir Tuchel. To fall and rise.Disappointed after big effort during the tournament. We keep working.Thanks @chelseafc family for your support. pic.twitter.com/yu2FkZlG4h— Kepa Arrizabalaga (@kepa_46) February 27, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir „Ánægður að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var bæði dramatískur og háfleygur eftir að hafa lyft enska deildabikarnum á Wembley í kvöld. 27. febrúar 2022 20:42 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Mendy hafði átt frábæran leik á milli stanganna en Tuchel segir alla hjá Chelsea meðvitaða um að Kepa sé þeirra besti maður þegar kemur að því að verjast vítaspyrnum. „Við höfum gert þetta áður með Kepa. Hann er aðeins betri í því að verja vítaspyrnur og þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ segir Tuchel. Kepa náði hins vegar ekki að verja eina einustu spyrnu Liverpool manna og fór að lokum svo að hann þurfti sjálfur að fara á vítapunktinn eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk. Þar brást honum bogalistin og titillinn því Liverpool manna. „Það er óvenjulegt að allir ellefu leikmennirnir þurfi að taka víti. Hann var of fljótur á sér. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Tuchel um vítaspyrnu Kepa. „Það er hart að kenna honum um og þó við finnum til með honum þá er tapið ekki honum að kenna. Við tókum þessa ákvörðun. Sömu ákvörðun og við tókum síðast þegar við fórum í vítaspyrnukeppni því Kepa æfir sig í að verja vítaspyrnur daglega og við vitum hve góður hann er í því.“ „Hann hefur einfaldlega meiri tíma en Edou (Edouard Mendy) á æfingasvæðinu því Edou spilar miklu meira,“ sagði Tuchel og var mikið í mun að verja ákvörðun sína. „Það vita allir í liðinu hve góður Kepa er í að verja víti. Það á líka sinn þátt í hve góðar spyrnurnar okkar voru. Því miður náði hann engri vörslu því vítin þeirra voru stórkostleg,“ segir Tuchel. To fall and rise.Disappointed after big effort during the tournament. We keep working.Thanks @chelseafc family for your support. pic.twitter.com/yu2FkZlG4h— Kepa Arrizabalaga (@kepa_46) February 27, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir „Ánægður að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var bæði dramatískur og háfleygur eftir að hafa lyft enska deildabikarnum á Wembley í kvöld. 27. febrúar 2022 20:42 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
„Ánægður að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var bæði dramatískur og háfleygur eftir að hafa lyft enska deildabikarnum á Wembley í kvöld. 27. febrúar 2022 20:42
Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32