Dagný skoraði markið í uppbótatíma fyrri hálfleik framlengingar en hún kom inn á völlinn á 74. mínútu leiksins.
Leikur Ipswich og Southampton var líka framlengdur en sá leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Ipswich hafði betur, 4-2.
Coventry sló WBA úr leik með 2-4 sigri, Birmingham vann Durham 0-1, Everton fór áfram á kostnað Charlton eftir 0-2 sigur. Manchester City vann 1-4 endurkomu sigur á nágrönnum sínum í Manchester United og Arsenal fór auðveldlega í gegnum Liverpool, 0-4. Í gær gjörsigraði Chelsea lið Leicester 7-0. Dregið verður í 8-liða úrslit þriðjudaginn 1. mars næstkomandi.