Mohamed Salah og Sadio Mané skoruðu báðir tvennu í þessum leik og með því komst Mané í hóp markahæstu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar til þessa í vetur.
Liverpool á nú bæði þrjá efstu mennina á markalistanum og á stoðsendingalistanum.
Mohamed Salah er langmarkahæstur og líka með flestar stoðsendingar ásamt liðsfélaga sínum Trent Alexander-Arnold.
Salah hefur skorað 19 mörk og gefið 10 stoðsendingar. Hann hefur því komið með beinum hætti að 29 mörkum í 24 leikjum.
Salah hefur skorað sjö mörkum meira en Diogo Jota sem er annar með tólf mörk. Jota lék ekki með í vikunni vegna meiðsla. Mané er kominn með ellefu mörk eftir tvennuna sína.
Mané hoppaði þar með upp fyrir Raheem Sterling hjá Manchester City sem er nú fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar með tíu mörk.
Alexander-Arnold deilir efsta sæti stoðsendingalistans með Salah en Egyptinn komst upp að hlið hans með því að leggja upp mark á móti Leeds.
Báðir bakverðir Liverpool er á topp þrjú í stoðsendingum því Andrew Robertson er þriðji með níu stoðsendingar. Robertson lagði upp eitt mark á móti Leeds.
Efsti maður í stoðsendingum sem spilar ekki með Liverpool eru Jarrod Bowen hjá West Ham og Paul Pogba hjá Manchester United sem báðir hafa gefið átta stoðsendingar.