Stutt í það að Kyrie Irving fái að spila í New York borg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 07:30 Kyrie Irving í baráttu um boltann við Kyle Lowry hjá Miami Heat í einum af fáu leikjunum sem Kyrie hefur mátt spila í vetur. AP/Wilfredo Lee Steve Nash segir að Kyrie Irving sé spenntur fyrir því að fá að spila í New York City en útlit er nú fyrir það að hann fái fljótlega grænt ljós. New York borg er að íhuga það að aflétta bólusetningarskyldu sinni í næsta mánuði sem hefði það í för með sér að Kyrie Irving mætti þá spila heimaleikina með Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta. Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets, ræddi við blaðamenn um þær væntingar að menn hjá Nets liðinu séu farnir að búast við því að Irving fái loksins grænt ljós. NYC Mayor Eric Adams hints that vaccine mandates are changing, allowing Kyrie Irving to play home games MORE: https://t.co/URSrjEvJaa— Complex Sports (@ComplexSports) February 23, 2022 Irving vildi ekki láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni og mátti því ekki spila heimaleiki liðsins. Hann hefur aftur á móti spilað alla útileikina. Eric Adams, borgarstjóri New York, gaf það út í gær að hann væri bjartsýnn á að aflétta banninu einhvern tímann en margar borgir í Bandaríkjunum eru farnar að aflétta flestum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Nash segir að Kyrie Irving sé spenntur fyrir því að fá loksins að spila með liðinu í New York City. „Ég get sagt það að hann er mjög einbeittur. Kyrie hefur verið frábær á æfingunum og hann hefur verið frábær á vídeófundunum. Hann hefur verið að ræða atriði tengdum leik liðsins. Ég finn því fyrir miklum fókus og áhuga hjá honum,“ sagði Steve Nash. Kyrie Irving sends a warning to the rest of the league pic.twitter.com/CmZd6ivdd1— Nets Nation (@NetsNationCP) February 22, 2022 „Ef það er eitthvað merki um það sem koma skal þá myndi ég segja að hann væri spenntur fyrir möguleikanum að fá að spila í öllum okkar leikjum,“ sagði Nash. Kyrie Irving hefur bara spilað fjórtán leiki á tímabilinu en er með 24,1 stig og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Nets-liðið hefur aftur á móti tapað tíu af þessum fjórtán leikjum en liðið hefur verið lengi án Kevin Durant sem er að glíma við meiðsli. NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
New York borg er að íhuga það að aflétta bólusetningarskyldu sinni í næsta mánuði sem hefði það í för með sér að Kyrie Irving mætti þá spila heimaleikina með Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta. Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets, ræddi við blaðamenn um þær væntingar að menn hjá Nets liðinu séu farnir að búast við því að Irving fái loksins grænt ljós. NYC Mayor Eric Adams hints that vaccine mandates are changing, allowing Kyrie Irving to play home games MORE: https://t.co/URSrjEvJaa— Complex Sports (@ComplexSports) February 23, 2022 Irving vildi ekki láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni og mátti því ekki spila heimaleiki liðsins. Hann hefur aftur á móti spilað alla útileikina. Eric Adams, borgarstjóri New York, gaf það út í gær að hann væri bjartsýnn á að aflétta banninu einhvern tímann en margar borgir í Bandaríkjunum eru farnar að aflétta flestum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Nash segir að Kyrie Irving sé spenntur fyrir því að fá loksins að spila með liðinu í New York City. „Ég get sagt það að hann er mjög einbeittur. Kyrie hefur verið frábær á æfingunum og hann hefur verið frábær á vídeófundunum. Hann hefur verið að ræða atriði tengdum leik liðsins. Ég finn því fyrir miklum fókus og áhuga hjá honum,“ sagði Steve Nash. Kyrie Irving sends a warning to the rest of the league pic.twitter.com/CmZd6ivdd1— Nets Nation (@NetsNationCP) February 22, 2022 „Ef það er eitthvað merki um það sem koma skal þá myndi ég segja að hann væri spenntur fyrir möguleikanum að fá að spila í öllum okkar leikjum,“ sagði Nash. Kyrie Irving hefur bara spilað fjórtán leiki á tímabilinu en er með 24,1 stig og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Nets-liðið hefur aftur á móti tapað tíu af þessum fjórtán leikjum en liðið hefur verið lengi án Kevin Durant sem er að glíma við meiðsli.
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira