Menning

Undirmeðvitundin ræður loka útlitinu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Franska listakonan Claire Paugam heldur listamannaspjall um sýningu sína Anywhere but Here í Listasal Mosfellsbæjar næstkomandi laugardag.
Franska listakonan Claire Paugam heldur listamannaspjall um sýningu sína Anywhere but Here í Listasal Mosfellsbæjar næstkomandi laugardag. Aðsend

Sýning frönsku listakonunnar Claire Paugam, Anywhere but Here, var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar 11. febrúar síðastliðinn. Næstkomandi laugardag, þann 26. febrúar, mun Claire verða með listamannaspjall á sýningunni klukkan 14:00-15:00. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Hugur og líkami

Undirmeðvitundin er Claire hugleikin en hugmyndin að þessum verkum er byggð á athugunum listakonunnar á undirmeðvitundinni og þá sérstaklega hvort þar ríki regla eða óregla. Vangaveltur um hvert hugurinn fer þegar hann er ekki á sama stað og líkaminn liggja einnig að baki hugmyndafræðinnar. 

Hluti af verkinu In-between inside of me eftir Claire Paugam.Claire Paugam/Aðsend

Ólíkir raunveruleikar

Í samtali við blaðamann segir Claire að innblásturinn að Anywhere But Here vísi í augnablikið þegar hugurinn festist í ferðalagi gegnum drauma og minningar.

Tímaskynið hverfur þrátt fyrir að maður sé algjörlega vakandi, úti að ganga eða standandi í röð. Líkaminn er það eina sem er eftir í áþreifanlegum raunveruleika á meðan að hugurinn dýfur sér inn í raunveruleika undirmeðvitundarinnar.

Þátttaka gesta

Ganga þarf bókstaflega í gegnum eitt verkanna til að komast inn á sýninguna og er það hugsað sem gátt inn í sýningarrýmið. Á sýningunni er líka önnur gátt sem leiðir styttra en þó að öðru verki. Á milli gáttanna tveggja eru flekar á hjólum sem breyta ásýnd gólfsins á listasalnum og brjóta upp þá heild. Saman kallast þessi verk Á milli inni í mér

Hitt verkið á sýningunni er Dagbækur undirmeðvitundarinnar sem er sería af stafrænum klippimyndum þar sem undirmeðvitundin fær að ráða loka útlitinu. Sýningargestum gefst tækifæri á að fá nánari innsýn í sýninguna á listamannaspjallinu og mun Claire svara þeim spurningum sem kvikna.

Hluti af verkinu Dagbækur Undirmeðvitundarinnar eftir Claire Paugam.Claire Paugam/Aðsend

Tengdar fréttir

Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika

Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. 

Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu

Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.