4.861 sýni voru tekin til greiningar innanlands í gær og var því hlutfall jákvæðra sýna því tæplega 50 prósent. 1.331 sýni voru tekin á landamærunum og greindust þar 196 smitaðir.
Alls eru nú 12.273 í einangrun með virkt smit, og fækkar þeim aðeins milli daga. Nýgengi smita innanlands er nú 8.459 og á landamærunum er nýgengið nú 337.
Inniliggjandi á spítala eru nú 59 manns, þar af 47 á Landspítala. Einn er á gjörgæslu, ekki í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 71 ár.
Alls hafa nú 115.241 greinst smitaðir af veirunni frá því að fyrsta tilfellið greindist þann 28. febrúar 2020.