Ajax borgar fjölskyldu fyrrum leikmanns meira en milljarð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 09:00 Abdelhak Nouri var á sjúkrahúsi í 32 mánuði eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik með Ajax Amsterdam. EPA-EFE/SANDER KONING Abdelhak Nouri fékk hjartaáfall í leik með Ajax og hlaut í framhaldinu heilaskaða. Nú hefur hollenska félagið samþykkt að greiða fjölskyldu hans bætur. Ajax Amsterdam mun greiða Nouri fjölskyldunni 7,85 milljónir evra í bætur sem eru 1,1 milljarður í íslenskum krónum. An investigation found "inadequate" medical treatment left Abdelhak Nouri with permanent brain damage after he suffered a cardiac arrest during a friendly in July 2017.Ajax have paid for his care since and say they will continue to do so.— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2022 Atvikið varð árið 2017 og gerðist í æfingarleik á móti Werder Bremen í Austurríki. Nouri, sem er 24 ára í dag, lék þarna sinn síðasta leik á ferlinum. Það tókst að endurlífga Nouri á vellinum og hann var síðan fluttur á sjúkrahús. Hann hlaut engu að síður varanlegan heilaskaða. Ajax hefur nú viðurkennt að læknishjálpin í bráðafasanum á vellinum hafi ekki verið fullnægjandi og félagið náði þessu samkomulagi við fjölskylduna um bætur. „Við áttum okkur öll á því að þjáningunum fyrir Abdelhak og ástvini hans er ekki lokið. Þetta er áfram mjög sorgleg staða og þannig líður okkur hjá Ajax líka,“ sagði í framkvæmdastjórinn Edwin van der Sar í yfirlýsingu. „Við kunnum mjög að meta hvernig fjölskyldan hugsar um Abdelhak dag sem nótt með fullt af ást og umhyggju. Þegar ég heimsæki hann þá tekur fjölskylda hans alltaf á móti mér með opnum örmum. Það er sömu sögu að segja um kollega mína hjá Ajax og við kunnum rosalega vel að meta það,“ sagði Van der Sar. Ajax hélt áfram að borga laun Nouri eftir atvikið en samningi hans var endanlega sagt upp í mars 2020. Ajax announce that they have come to an agreement with Nouri's family. Ajax will pay the Nouri family 7.8M due to the inadequate treatment Abdelhak Nouri received after his collapsing on the pitch.Ajax have also told the family that number 34 will get retired forever. pic.twitter.com/Ss6LWn4xxy— (@TheEuropeanLad) February 21, 2022 Hollenski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Ajax Amsterdam mun greiða Nouri fjölskyldunni 7,85 milljónir evra í bætur sem eru 1,1 milljarður í íslenskum krónum. An investigation found "inadequate" medical treatment left Abdelhak Nouri with permanent brain damage after he suffered a cardiac arrest during a friendly in July 2017.Ajax have paid for his care since and say they will continue to do so.— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2022 Atvikið varð árið 2017 og gerðist í æfingarleik á móti Werder Bremen í Austurríki. Nouri, sem er 24 ára í dag, lék þarna sinn síðasta leik á ferlinum. Það tókst að endurlífga Nouri á vellinum og hann var síðan fluttur á sjúkrahús. Hann hlaut engu að síður varanlegan heilaskaða. Ajax hefur nú viðurkennt að læknishjálpin í bráðafasanum á vellinum hafi ekki verið fullnægjandi og félagið náði þessu samkomulagi við fjölskylduna um bætur. „Við áttum okkur öll á því að þjáningunum fyrir Abdelhak og ástvini hans er ekki lokið. Þetta er áfram mjög sorgleg staða og þannig líður okkur hjá Ajax líka,“ sagði í framkvæmdastjórinn Edwin van der Sar í yfirlýsingu. „Við kunnum mjög að meta hvernig fjölskyldan hugsar um Abdelhak dag sem nótt með fullt af ást og umhyggju. Þegar ég heimsæki hann þá tekur fjölskylda hans alltaf á móti mér með opnum örmum. Það er sömu sögu að segja um kollega mína hjá Ajax og við kunnum rosalega vel að meta það,“ sagði Van der Sar. Ajax hélt áfram að borga laun Nouri eftir atvikið en samningi hans var endanlega sagt upp í mars 2020. Ajax announce that they have come to an agreement with Nouri's family. Ajax will pay the Nouri family 7.8M due to the inadequate treatment Abdelhak Nouri received after his collapsing on the pitch.Ajax have also told the family that number 34 will get retired forever. pic.twitter.com/Ss6LWn4xxy— (@TheEuropeanLad) February 21, 2022
Hollenski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira