ESPN raðaði þeim 75 bestu upp í röð frá 1 til 76: Níu betri en Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 07:31 Það fór vel á með þeim Michael Jordan og LeBron James þegar þeir hittust á Stjörnuleikshelginni. AP/Ron Schwane Í tilefni af 75 ára afmæli NBA deildarinnar þá valdi deildin 75 bestu leikmenn allra tíma. Þeim var ekki raðað í röð en ESPN bætti úr því í tilefni af Stjörnuleikshelginni. Reyndar voru 76 leikmenn í hópi þeirra 75 bestu því tveir leikmenn voru jafnir í 75. sætinu í kosningu NBA-deildarinnar. Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að Michael Jordan hafi verið í fyrsta sætinu en kannski eru fleiri hissa á því að LeBron James sé númer tvö. Það eru síðan sjö leikmenn til viðbótar fyrir ofan Kobe Bryant sem er síðasti maðurinn á topp tíu listanum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Kareem Abdul-Jabbar er í þriðja sætinu og eftir honum eru menn sem urðu líka meistarar með Los Angeles Lakers eða þeir Magic Johnson (4. sæti) og Wilt Chamberlain (5. sæti). Bill Russell er sjötti og á undan Larry Bird en í áttunda sæti er síðan Tim Duncan. Oscar Robertson er síðan síðasti maðurinn á undan Kobe. Næstu á eftir Kobe Bryant er gamli liðsfélagi hans, Shaquille O'Neal, en þeir unnu þrjá meistaratitla saman. Kevin Durant er síðan tólfti á listanum og þar með á undan mönnum eins og Hakeem Olajuwon, Julius Erving, Moses Malone og Stephen Curry. Síðustu mennirnir inn á topp tuttugu listann eru síðan þeir Dirk Nowitzki, Giannis Antetokounmpo, Jerry West og Elgin Baylor. Kevin Garnett (21. sæti) og Charles Barkley (22. sæti) rétt missa af topp tuttugu listanum og liðsfélagarnir Karl Malone og John Stockton eru síðan í næstu sætum á eftir þeim. Chris Paul og Dwyane Wade komast inn á topp þrjátíu en Allen Iverson ekki. Scottie Pippen er í 32. sætinu á milli þeirra Iverson (31. sæti) og Kawhi Leonard (33. sæti). Hér má sjá allan listann með stuttu yfirliti yfir feril hvers og eins á topplistanum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BJZRpcnmD5c">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Reyndar voru 76 leikmenn í hópi þeirra 75 bestu því tveir leikmenn voru jafnir í 75. sætinu í kosningu NBA-deildarinnar. Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að Michael Jordan hafi verið í fyrsta sætinu en kannski eru fleiri hissa á því að LeBron James sé númer tvö. Það eru síðan sjö leikmenn til viðbótar fyrir ofan Kobe Bryant sem er síðasti maðurinn á topp tíu listanum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Kareem Abdul-Jabbar er í þriðja sætinu og eftir honum eru menn sem urðu líka meistarar með Los Angeles Lakers eða þeir Magic Johnson (4. sæti) og Wilt Chamberlain (5. sæti). Bill Russell er sjötti og á undan Larry Bird en í áttunda sæti er síðan Tim Duncan. Oscar Robertson er síðan síðasti maðurinn á undan Kobe. Næstu á eftir Kobe Bryant er gamli liðsfélagi hans, Shaquille O'Neal, en þeir unnu þrjá meistaratitla saman. Kevin Durant er síðan tólfti á listanum og þar með á undan mönnum eins og Hakeem Olajuwon, Julius Erving, Moses Malone og Stephen Curry. Síðustu mennirnir inn á topp tuttugu listann eru síðan þeir Dirk Nowitzki, Giannis Antetokounmpo, Jerry West og Elgin Baylor. Kevin Garnett (21. sæti) og Charles Barkley (22. sæti) rétt missa af topp tuttugu listanum og liðsfélagarnir Karl Malone og John Stockton eru síðan í næstu sætum á eftir þeim. Chris Paul og Dwyane Wade komast inn á topp þrjátíu en Allen Iverson ekki. Scottie Pippen er í 32. sætinu á milli þeirra Iverson (31. sæti) og Kawhi Leonard (33. sæti). Hér má sjá allan listann með stuttu yfirliti yfir feril hvers og eins á topplistanum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BJZRpcnmD5c">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira