Skorað þrennu í fjórum af fimm bestu deildum Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 20:31 Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu um helgina. Quality Sport Images/Getty Images Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu í 4-1 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Hann hefur nú skorað þrennu i fjórum af fimm bestu deildum Evrópu. Aubameyang – sem gekk nýverið í raðir Börsunga frá Skyttunum – skoraði þrjú af fjórum mörkum Barcelona er liðið vann stórsigur um helgina. Hann vissi lítið af þrennunni þar sem þriðja markið var ekki skráð á hann fyrr en að leik loknum. Þennan þýðir að hinng 32 ára gamli Aubameyang er eini leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fjórum af fimm sterkustu deildum álfunnar. Fyrsta þrennan kom í febrúar 2012 er hann lék með Saint-Étienne í Frakklandi. Tæpu ári síðar gekk framherjinn til liðs við Borussia Dortmund og það tók hann ekki langan tíma að stimpla sig inn í þýsku úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Eftir að hafa gengið til liðs við Arsenal í janúar 2018 þá þurfti Aubameyang að bíða dágóða stund þangað til hann skoraði þrennu í ensku úrvalsdeildinni. Hún kom loks gegn Leeds United í febrúar á síðasta ári er Arsenal vann 4-2 sigur. Only one player has scored a hat trick in Ligue 1, the Bundesliga, the Premier League and La Liga this century...Pierre-Emerick Aubameyang pic.twitter.com/JV6dCkxHGb— B/R Football (@brfootball) February 21, 2022 Áður hafði Aubameyang skorað þrennu í Evrópudeildinni, líkt og um helgina var það gegn Valencia. Sigur helgarinnar þýðir að Barcelona er í 4. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 42 stig. Er það fjórum stigum minna en Real Betis sem situr í 3. sætinu eftir að hafa leikið leik meira. Talið var að Börsungar væru að skjóta sig í fótinn með að sækja útbrunninn Aubameyang í janúarglugganum en ef marka má leikinn gegn Valencia virðist framherjinn frá Gabon eiga töluvert eftir í tankinum og hver veit nema hann bæti við annarri þrennu áður en tímabilinu lýkur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Sjá meira
Aubameyang – sem gekk nýverið í raðir Börsunga frá Skyttunum – skoraði þrjú af fjórum mörkum Barcelona er liðið vann stórsigur um helgina. Hann vissi lítið af þrennunni þar sem þriðja markið var ekki skráð á hann fyrr en að leik loknum. Þennan þýðir að hinng 32 ára gamli Aubameyang er eini leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fjórum af fimm sterkustu deildum álfunnar. Fyrsta þrennan kom í febrúar 2012 er hann lék með Saint-Étienne í Frakklandi. Tæpu ári síðar gekk framherjinn til liðs við Borussia Dortmund og það tók hann ekki langan tíma að stimpla sig inn í þýsku úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Eftir að hafa gengið til liðs við Arsenal í janúar 2018 þá þurfti Aubameyang að bíða dágóða stund þangað til hann skoraði þrennu í ensku úrvalsdeildinni. Hún kom loks gegn Leeds United í febrúar á síðasta ári er Arsenal vann 4-2 sigur. Only one player has scored a hat trick in Ligue 1, the Bundesliga, the Premier League and La Liga this century...Pierre-Emerick Aubameyang pic.twitter.com/JV6dCkxHGb— B/R Football (@brfootball) February 21, 2022 Áður hafði Aubameyang skorað þrennu í Evrópudeildinni, líkt og um helgina var það gegn Valencia. Sigur helgarinnar þýðir að Barcelona er í 4. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 42 stig. Er það fjórum stigum minna en Real Betis sem situr í 3. sætinu eftir að hafa leikið leik meira. Talið var að Börsungar væru að skjóta sig í fótinn með að sækja útbrunninn Aubameyang í janúarglugganum en ef marka má leikinn gegn Valencia virðist framherjinn frá Gabon eiga töluvert eftir í tankinum og hver veit nema hann bæti við annarri þrennu áður en tímabilinu lýkur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Sjá meira