Katrín og Anníe eru tvær stærstu CrossFit-stjörnur Íslands og saman eiga þær fyrirtækið DOTTIR Audio sem framleiðir sérhæfð heyrnartól. Þegar þær stöllur heyrðu af mistökum KRR (Knattspyrnuráð Reykjavíkur) ákváðu þær í samstarfi við Elko að færa stelpunum í Þrótti heyrnartól að gjöf.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, birti færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann þakkar CrossFit-stjörnunum og Elko kærlega fyrir gjöfina.
After hearing about the disappointing behaviour from KRR not turning up to present the players winning the Rvkmót when they should’ve done, the amazing people from ELKO, with Katrín Daviðsdóttir and @IcelandAnnie gifted the the squad new headphones #DottirAudio #fotboltinet pic.twitter.com/RnrFiI7uT4
— Nik Chamberlain (@NikChambers16) February 19, 2022
Atvikið eftir að Þróttur tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í fyrsta skipti vakti hörð viðbrögð. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í kvennafótboltanum á Íslandi seinustu ár, sem og um heim allan, og þótti fólki þetta því sérstaklega mikil vanvirðing.
KRR sendi svo frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir atvikið þar sem beðist var afsökunar. Knattspyrnuráðið segir að þau mistök að Þróttarar skyldu ekki fá verðlaunagrip til að fagna með eftir sigurinn hafi verið tilkomin vegna þess að leikjadagskrá hafi riðlast vegna veðurs og Covid-19.