RAX fékk boð um að hann mætti mynda hóp manna. „Flottir karlar í gufubaði sem fóru svo í sjóinn og gufubað og sjóinn,“ útskýrir RAX um mennina á myndinni sem sjá má hér fyrir ofan.
„Þeir voru allir allsberir og kippa sér ekkert upp við það og ég má mynda alveg eins og ég vil.“
Ljósmyndarinn mátti mynda þá svo lengi sem hann færi sjálfur líka í gufubað og sjóinn, nakinn.
Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Finnska gufubaðið er rúmar þrjár mínútur að lengd. Þetta er fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð af RAX Augnablik og kemur út nýr þáttur alla sunnudaga.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+.
Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun, og þá sérstaklega fréttaljósmyndun, er oftast nær á alvarlegum nótum, en Ragnar sér oft broslegar hliðar á hinum ýmsu viðfangsefnum sínum. Í þættinum Má ekki stundum vera gaman? fer RAX yfir nokkrar þannig myndir.
Kosningaherferðir í Færeyjum eru bæði persónulegri og skemmtilegri en víðast hvar annars staðar, og eru hluti af sjarma eyjanna að mati Ragnars. Þáttinn Færeyskar kosningar, úr síðustu þáttaröð af RAX Augnablik, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Nýr þáttur af RAX Augnablik kemur út á Lífinu á Vísi og Stöð 2+ alla sunnudaga.