Alþjóðabankinn varar við skuldavanda þróunarríkja Heimsljós 18. febrúar 2022 12:25 Ljósmynd frá Úganda gunnisal Hagkerfi þróunarríkja hafa orðið hvað harðast úti í alþjóðlegum efnahagssamdrætti af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, segir í nýrri skýrslu Alþjóðabankans. Yfirvofandi skuldakreppa gæti gert illt verra, segir bankinn, ásamt aukinni verðbólgu og vaxtahækkunum. Að mati bankans þurfa þróunarríkin því að skapa heilbrigðara umhverfi fjármálageirans. Margar fátækustu þjóðir heims standa frammi fyrir alvarlegri skuldakreppu sem flækir stórkostlega viðleitni þeirra til að ná sér eftir efnahagssamdráttinn af völdum faraldursins. Rúmlega sjötíu lágtekjuþjóðir standa frammi fyrir því að auka endurgreiðslu skulda upp á tæplega ellefu milljarða Bandaríkjadala – 140 milljarða íslenskra króna – á þessu ári sem er aukning um 45 prósent frá árinu 2020. Það ár þurftu þróunarríki að auka verulega lántökur. Forsíða skýrslunnar. Í skýrslu þessa árs – World Development Report: Finance for An Equitable Recovery – er fyrst og fremst fjallað um skuldir þróunarríkja. Þar er því haldið fram að skuldasöfnun lág- og millitekjuríka sé alvarlegri en meðal annarra þjóða vegna þess hversu óstöðug hagkerfin eru og þau séu því viðkvæmari fyrir efnahagslegum breytum eins og vaxandi verðbólgu og vaxtastigi. Alþjóðabankinn er meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Hlutverk bankans er að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Bankinn starfar með stjórnvöldum hlutaðeigandi ríkja og veitir þeim aðstoð í formi lána, styrkja og ráðgjafar. Ísland á víðtækt samráð við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin um stefnumótun innan Alþjóðabankans en þessi lönd mynda eitt kjördæmi bankans. Íslandssíða Alþjóðabankans Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent
Margar fátækustu þjóðir heims standa frammi fyrir alvarlegri skuldakreppu sem flækir stórkostlega viðleitni þeirra til að ná sér eftir efnahagssamdráttinn af völdum faraldursins. Rúmlega sjötíu lágtekjuþjóðir standa frammi fyrir því að auka endurgreiðslu skulda upp á tæplega ellefu milljarða Bandaríkjadala – 140 milljarða íslenskra króna – á þessu ári sem er aukning um 45 prósent frá árinu 2020. Það ár þurftu þróunarríki að auka verulega lántökur. Forsíða skýrslunnar. Í skýrslu þessa árs – World Development Report: Finance for An Equitable Recovery – er fyrst og fremst fjallað um skuldir þróunarríkja. Þar er því haldið fram að skuldasöfnun lág- og millitekjuríka sé alvarlegri en meðal annarra þjóða vegna þess hversu óstöðug hagkerfin eru og þau séu því viðkvæmari fyrir efnahagslegum breytum eins og vaxandi verðbólgu og vaxtastigi. Alþjóðabankinn er meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Hlutverk bankans er að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Bankinn starfar með stjórnvöldum hlutaðeigandi ríkja og veitir þeim aðstoð í formi lána, styrkja og ráðgjafar. Ísland á víðtækt samráð við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin um stefnumótun innan Alþjóðabankans en þessi lönd mynda eitt kjördæmi bankans. Íslandssíða Alþjóðabankans Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent