Enn eitt metið: 2.881 greindist innanlands Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. febrúar 2022 10:55 Vísir/Vilhelm Í gær greindust 2.881 með veiruna innanlands en um er að ræða mesta fjölda frá upphafi faraldursins. Um er að ræða 400 fleiri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar síðasta met var slegið. Rúmlega 5.400 sýni voru tekin til greiningar innanlands í gær og var því hlutfall jákvæðra sýna því ríflega 50 prósent. 663 sýni voru tekin á landamærunum og greindust þar 76 smitaðir. Alls eru nú 11.494 í einangrun með virkt smit, og fjölgar þeim um rúmlega þúsund milli daga. Nýgengi smita innanlands er nú 7.170 en var í gær 6.778 og á landamærunum er nýgengið nú 234 en var 229 í gær. Inniliggjandi á spítala eru nú 50 manns, þar af 44 á Landspítala. Þrír eru á gjörgæslu en enginn í öndunarvél. Stefnir í 100 þúsund tilfelli Í fyrradag greindust 2.489 smitaðir innanlands og var það þá mesti fjöldi tilfella á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Alls hafa nú 99.764 greinst smitaðir af veirunni frá því að fyrsta tilfellið greindist þann 28. febrúar 2020. Gera má ráð fyrir að 100 þúsund tilvika múrinn verði rofinn eftir daginn í dag. Minna álag er nú á sýnatökum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, eftir að sóttkví var felld niður, en veirufræðideild Landspítala er enn undir miklu álagi og er því nokkur bið eftir niðurstöðum. Til stendur að aflétta öllum takmörkunum eftir rúma viku en sóttvarnalæknir sagði í gær að þjóðin væri á hraðri leið í hjarðónæmi. Útbreiðslan sé líklega meiri en staðfestar tölur segja til um og ekki óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heilsugæslan tilbúin í slaginn: „Við ætlum að rúlla þessu upp“ Sóttvarnalæknir telur að faraldur kórónuveirunnar fjari út á næstu vikum. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar. 16. febrúar 2022 23:11 Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16. febrúar 2022 15:30 Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. 16. febrúar 2022 13:13 Nýtt met: 2.489 greindust innanlands í gær 2.489 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 106 á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi. 16. febrúar 2022 10:24 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Rúmlega 5.400 sýni voru tekin til greiningar innanlands í gær og var því hlutfall jákvæðra sýna því ríflega 50 prósent. 663 sýni voru tekin á landamærunum og greindust þar 76 smitaðir. Alls eru nú 11.494 í einangrun með virkt smit, og fjölgar þeim um rúmlega þúsund milli daga. Nýgengi smita innanlands er nú 7.170 en var í gær 6.778 og á landamærunum er nýgengið nú 234 en var 229 í gær. Inniliggjandi á spítala eru nú 50 manns, þar af 44 á Landspítala. Þrír eru á gjörgæslu en enginn í öndunarvél. Stefnir í 100 þúsund tilfelli Í fyrradag greindust 2.489 smitaðir innanlands og var það þá mesti fjöldi tilfella á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Alls hafa nú 99.764 greinst smitaðir af veirunni frá því að fyrsta tilfellið greindist þann 28. febrúar 2020. Gera má ráð fyrir að 100 þúsund tilvika múrinn verði rofinn eftir daginn í dag. Minna álag er nú á sýnatökum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, eftir að sóttkví var felld niður, en veirufræðideild Landspítala er enn undir miklu álagi og er því nokkur bið eftir niðurstöðum. Til stendur að aflétta öllum takmörkunum eftir rúma viku en sóttvarnalæknir sagði í gær að þjóðin væri á hraðri leið í hjarðónæmi. Útbreiðslan sé líklega meiri en staðfestar tölur segja til um og ekki óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heilsugæslan tilbúin í slaginn: „Við ætlum að rúlla þessu upp“ Sóttvarnalæknir telur að faraldur kórónuveirunnar fjari út á næstu vikum. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar. 16. febrúar 2022 23:11 Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16. febrúar 2022 15:30 Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. 16. febrúar 2022 13:13 Nýtt met: 2.489 greindust innanlands í gær 2.489 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 106 á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi. 16. febrúar 2022 10:24 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Heilsugæslan tilbúin í slaginn: „Við ætlum að rúlla þessu upp“ Sóttvarnalæknir telur að faraldur kórónuveirunnar fjari út á næstu vikum. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar. 16. febrúar 2022 23:11
Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16. febrúar 2022 15:30
Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. 16. febrúar 2022 13:13
Nýtt met: 2.489 greindust innanlands í gær 2.489 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 106 á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi. 16. febrúar 2022 10:24