Rekinn úr húsi fyrir að labba á dómarann Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2022 07:27 Chris Paul gengur af velli í leiknum við Houston Rockets í Phoenix í nótt. AP/Matt York Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt þar sem flautuþristur tryggði Denver Nuggets sigur á Golden State Warriors, LeBron James leiddi LA Lakers í sterkum sigri á Utah Jazz, og Phoenix Suns héldu áfram að vinna þrátt fyrir að Chris Paul væri rekinn úr húsi. Phoenix vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni, eða 48 sigra og aðeins 10 töp. Liðið vann Portland Trail Blazers í spennuleik, 124-121, þrátt fyrir að missa Paul af velli. Phoenix var undir, 71-65, þegar Paul missti stjórn á skapi sínu í þriðja leikhluta. Hann fékk fyrst tæknivillu fyrir kjaftbrúk og var greinilega enn óánægður því hann labbaði utan í dómarann J. T. Orr nokkrum sekúndum síðar, fékk þá aðra tæknivillu og hafði þar með lokið leik. The full sequence of Chris Paul's ejection pic.twitter.com/jv5jc8kyCV— Bally Sports Arizona (@BALLYSPORTSAZ) February 17, 2022 Paul hafði fengið högg á höndina og hélt um hana en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. LeBron James skoraði 15 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar LA Lakers unnu sterkan sigur á Utah Jazz, 106-101, þrátt fyrir meiðsli Anthony Davis. Lakers voru 92-80 undir um miðjan fjórða leikhluta en James fór á kostum og skoraði síðustu tíu stigin í 19-4 áhlaupi heimamanna sem þar með unnu liðið í 4. sæti vesturdeildarinnar. Lakers eru í 9. sæti. LeBron spins and finishes for his 25th point of the night on ESPNHe has now scored 25 PTS in 23 straight games pic.twitter.com/tAW9FjwyaQ— NBA (@NBA) February 17, 2022 Stjarna næturinnar var aftur á móti Monte Morris sem setti niður flautuþrist, yfir Stephen Curry, og tryggði Denver Nuggets 117-116 sigur á Golden State Warriors. MONTE MORRIS KNOCKS DOWN THE #TissotBuzzerBeater, WINNING IT FOR THE @nuggets! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/oYHsygvuUK— NBA (@NBA) February 17, 2022 Curry var nýbúinn að skora yfir Morris þegar aðeins 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum, og endaði með 25 stig. Nikola Jokic skoraði 35 stig og tók 17 fráköst fyrir Denver sem vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum og er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Golden State er í 2. sæti. Úrslitin í nótt: Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Phoenix vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni, eða 48 sigra og aðeins 10 töp. Liðið vann Portland Trail Blazers í spennuleik, 124-121, þrátt fyrir að missa Paul af velli. Phoenix var undir, 71-65, þegar Paul missti stjórn á skapi sínu í þriðja leikhluta. Hann fékk fyrst tæknivillu fyrir kjaftbrúk og var greinilega enn óánægður því hann labbaði utan í dómarann J. T. Orr nokkrum sekúndum síðar, fékk þá aðra tæknivillu og hafði þar með lokið leik. The full sequence of Chris Paul's ejection pic.twitter.com/jv5jc8kyCV— Bally Sports Arizona (@BALLYSPORTSAZ) February 17, 2022 Paul hafði fengið högg á höndina og hélt um hana en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. LeBron James skoraði 15 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar LA Lakers unnu sterkan sigur á Utah Jazz, 106-101, þrátt fyrir meiðsli Anthony Davis. Lakers voru 92-80 undir um miðjan fjórða leikhluta en James fór á kostum og skoraði síðustu tíu stigin í 19-4 áhlaupi heimamanna sem þar með unnu liðið í 4. sæti vesturdeildarinnar. Lakers eru í 9. sæti. LeBron spins and finishes for his 25th point of the night on ESPNHe has now scored 25 PTS in 23 straight games pic.twitter.com/tAW9FjwyaQ— NBA (@NBA) February 17, 2022 Stjarna næturinnar var aftur á móti Monte Morris sem setti niður flautuþrist, yfir Stephen Curry, og tryggði Denver Nuggets 117-116 sigur á Golden State Warriors. MONTE MORRIS KNOCKS DOWN THE #TissotBuzzerBeater, WINNING IT FOR THE @nuggets! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/oYHsygvuUK— NBA (@NBA) February 17, 2022 Curry var nýbúinn að skora yfir Morris þegar aðeins 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum, og endaði með 25 stig. Nikola Jokic skoraði 35 stig og tók 17 fráköst fyrir Denver sem vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum og er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Golden State er í 2. sæti. Úrslitin í nótt: Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti