Á myndskeiðinu sem er klippt saman úr nokkrum klippum sjást hjónin spjalla, gantast og hlægja áður en þau deila kossi fyrir framan myndavélina. Þau gengu í hjónaband árið 2019. Íslandsferð Idris og Sabinu hefur vakið athygli erlendra miðla á borð við hinn breska Daily Mail.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Idris kemur til Íslands en hann fer með aðalhlutverk í næstu kvikmynd Baltasars Kormáks sem ber heitið Deeper. Tökur hófust síðasta sumar og fóru fram á Íslandi.