Englandsmeistararnir völtuðu yfir Sporting 15. febrúar 2022 21:59 Raheem Sterling skoraði fimmta mark City í kvöld. Zed Jameson/MB Media/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City unnu 5-0 stórsigur er liðið heimsótti Sporting frá Lissabon í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Riyad Mahrez kom gestunum í City yfir strax á sjöundu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Kevin De Bruyne. Myndbandsdómararnir tóku sér reyndar góðan tíma í að ganga úr skugga um að De Bruyne hafi alveg örugglega ekki verið rangstæður í aðdraganda marksins, en þegar ljóst var að svo var ekki var staðan orðin 1-0. Bernando Silva skoraði annað mark gestanna á 17. mínútu leiksins, áður en Phil Foden breytti stöðunni í 3-0 eftir rúmlega hálftíma leik. Gestirnir voru þó ekki hættir í fyrri hálfleik, en Silva bætti örðu marki sínu og fjórða marki City við stuttu áður en flautað var til hálfleiks. Silva hélt svo að hann væri búinn að fullkomna þrennu sína snemma í síðari hálfleik, en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það var svo Raheem Sterling sem gulltryggði 5-0 sigur City með marki eftir tæplega klukkutíma leik, og ljóst að brekkan er ansi brött fyrir leikmenn Sporting í seinni leik liðanna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Englandsmeistarar Manchester City unnu 5-0 stórsigur er liðið heimsótti Sporting frá Lissabon í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Riyad Mahrez kom gestunum í City yfir strax á sjöundu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Kevin De Bruyne. Myndbandsdómararnir tóku sér reyndar góðan tíma í að ganga úr skugga um að De Bruyne hafi alveg örugglega ekki verið rangstæður í aðdraganda marksins, en þegar ljóst var að svo var ekki var staðan orðin 1-0. Bernando Silva skoraði annað mark gestanna á 17. mínútu leiksins, áður en Phil Foden breytti stöðunni í 3-0 eftir rúmlega hálftíma leik. Gestirnir voru þó ekki hættir í fyrri hálfleik, en Silva bætti örðu marki sínu og fjórða marki City við stuttu áður en flautað var til hálfleiks. Silva hélt svo að hann væri búinn að fullkomna þrennu sína snemma í síðari hálfleik, en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það var svo Raheem Sterling sem gulltryggði 5-0 sigur City með marki eftir tæplega klukkutíma leik, og ljóst að brekkan er ansi brött fyrir leikmenn Sporting í seinni leik liðanna.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti