Nýi Mourinho trúir á kraftaverk og ætlar að gera City grikk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2022 12:31 Rúben Amorim er einn mest spennandi þjálfarinn í bransanum. getty/Jose Manuel Alvarez Fæstir búast við því að Portúgalsmeistarar Sporting eigi mikla möguleika gegn Englandsmeisturum Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. En Sporting hefur sýnt að liðinu eru allir vegir færir undir stjórn eins efnilegasta þjálfara Evrópu. Síðan José Mourinho skaust fram á sjónarsviðið skömmu eftir aldarmót hafa fjölmargir portúgalskir þjálfarar gert það gott í Evrópuboltanum. Og sá síðasti til að koma af portúgalska þjálfarafæribandinu er Rúben Amorim. Margir ráku upp stór augu þegar Sporting greiddi Braga tíu milljónir evra fyrir Amorim í byrjun mars 2020. Sporting-goðsögnin Luis Figo sagði meðal annars að þetta væri brjálæði. Amorim var þá 35 ára og hafði stýrt Braga í tvo mánuði og aðeins í níu deildarleikjum. Hann er þriðji dýrasti þjálfari heims á eftir landa sínum, André Villas Boas, og Brendan Rodgers. En nú, tveimur árum seinna, er óhætt að segja að fjárfesting Sporting hafi borgað sig. Langþráður titill Á síðasta tímabili varð Sporting portúgalskur meistari í fyrsta sinn í nítján ár og vann einnig deildabikarinn. Sporting lék meðal annars 32 leiki án taps sem er met í Portúgal. Í vetur hefur ekki gengið jafn vel í portúgölsku deildinni, Sporting er sex stigum á eftir toppliði Benfica, en er búið að vinna deildabikarinn og er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir City, silfurliði keppninnar á síðasta tímabili. Sporting hefur unnið fjóra titla undir stjórn Amorims.getty/Carlos Rodrigues Fæstir búast við miklu af Sporting enda þykir City líklegast til að vinna Meistaradeildina af þeim liðum sem eru eftir í keppninni. En Sporting-menn eru hvergi bangnir undir stjórn Amorim. Hann var fínasti leikmaður, varð þrisvar sinnum portúgalskur meistari með Benfica og lék fjórtán landsleiki, en er á góðri leið með að verða afburða þjálfari. Hann er góður en hefur allt að bera til að komast í allra fremstu röð. Sporting er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar frá tímabilinu 2008-09. Þá fór ekki vel því liðið tapaði 12-1 samanlagt fyrir Bayern München. En Amorim og félagar ætla að gera betur að þessu sinni. „Ég trúi því að við getum komist áfram. Við verðum að trúa því. Leikmennirnir hafa komið mér á óvart áður og gert kraftaverk. Þess vegna er þetta möguleiki,“ sagði Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn City í kvöld. Mætir besta þjálfara heims Þar reynir Guardiola sig gegn Pep Guardiola sem hann metur mikils. „Guardiola er besti þjálfari í heimi og City er það lið sem er komið lengst hvað tækni og taktík verða. Ég er grunnskólakennari en hann á æðra menntunarstigi,“ sagði Amorim. Guardiola er sjálfur mjög hrifinn af Amorim. „Ég ætti kannski að fá ráð frá honum. Ferilinn hans er á réttri leið,“ sagði Spánverjinn. Amorim fagnar portúgalska meistaratitlinum.getty/Gualter Fatia Eins og aðrir ungir portúgalskir þjálfarar hefur Amorim verið líkt við Mourinho. Og hann hefur ekkert farið leynt með aðdáun sína á manninum sem ruddi brautina fyrir portúgalska þjálfara. Amorim á samt lítið sameiginlegt með þeim þjálfara sem Mourinho er í dag en minnir miklu fremur á þann sérstaka þegar hann stýrði Porto og kom sér á kortið sem besti ungi þjálfarinn í bransanum. Afar ólíklegt verður að teljast að Amorim nái sama árangri og Mourinho, sem vann tvo Evróputitla með Porto, en hann þykir líklegur til að fara sömu leið og hann, í ensku úrvalsdeildina. Amirom hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United sem Mourinho stýrði á árunum 2016-18. Hvað svo sem verður er ljóst að Amorim er á hraðri leið upp metorðastigann og mun fara upp nokkrar tröppur ef honum tekst að gera Guardiola og City-mönnum grikk í Meistaradeildinni. Leikur Sporting og Manchester City hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Síðan José Mourinho skaust fram á sjónarsviðið skömmu eftir aldarmót hafa fjölmargir portúgalskir þjálfarar gert það gott í Evrópuboltanum. Og sá síðasti til að koma af portúgalska þjálfarafæribandinu er Rúben Amorim. Margir ráku upp stór augu þegar Sporting greiddi Braga tíu milljónir evra fyrir Amorim í byrjun mars 2020. Sporting-goðsögnin Luis Figo sagði meðal annars að þetta væri brjálæði. Amorim var þá 35 ára og hafði stýrt Braga í tvo mánuði og aðeins í níu deildarleikjum. Hann er þriðji dýrasti þjálfari heims á eftir landa sínum, André Villas Boas, og Brendan Rodgers. En nú, tveimur árum seinna, er óhætt að segja að fjárfesting Sporting hafi borgað sig. Langþráður titill Á síðasta tímabili varð Sporting portúgalskur meistari í fyrsta sinn í nítján ár og vann einnig deildabikarinn. Sporting lék meðal annars 32 leiki án taps sem er met í Portúgal. Í vetur hefur ekki gengið jafn vel í portúgölsku deildinni, Sporting er sex stigum á eftir toppliði Benfica, en er búið að vinna deildabikarinn og er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir City, silfurliði keppninnar á síðasta tímabili. Sporting hefur unnið fjóra titla undir stjórn Amorims.getty/Carlos Rodrigues Fæstir búast við miklu af Sporting enda þykir City líklegast til að vinna Meistaradeildina af þeim liðum sem eru eftir í keppninni. En Sporting-menn eru hvergi bangnir undir stjórn Amorim. Hann var fínasti leikmaður, varð þrisvar sinnum portúgalskur meistari með Benfica og lék fjórtán landsleiki, en er á góðri leið með að verða afburða þjálfari. Hann er góður en hefur allt að bera til að komast í allra fremstu röð. Sporting er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar frá tímabilinu 2008-09. Þá fór ekki vel því liðið tapaði 12-1 samanlagt fyrir Bayern München. En Amorim og félagar ætla að gera betur að þessu sinni. „Ég trúi því að við getum komist áfram. Við verðum að trúa því. Leikmennirnir hafa komið mér á óvart áður og gert kraftaverk. Þess vegna er þetta möguleiki,“ sagði Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn City í kvöld. Mætir besta þjálfara heims Þar reynir Guardiola sig gegn Pep Guardiola sem hann metur mikils. „Guardiola er besti þjálfari í heimi og City er það lið sem er komið lengst hvað tækni og taktík verða. Ég er grunnskólakennari en hann á æðra menntunarstigi,“ sagði Amorim. Guardiola er sjálfur mjög hrifinn af Amorim. „Ég ætti kannski að fá ráð frá honum. Ferilinn hans er á réttri leið,“ sagði Spánverjinn. Amorim fagnar portúgalska meistaratitlinum.getty/Gualter Fatia Eins og aðrir ungir portúgalskir þjálfarar hefur Amorim verið líkt við Mourinho. Og hann hefur ekkert farið leynt með aðdáun sína á manninum sem ruddi brautina fyrir portúgalska þjálfara. Amorim á samt lítið sameiginlegt með þeim þjálfara sem Mourinho er í dag en minnir miklu fremur á þann sérstaka þegar hann stýrði Porto og kom sér á kortið sem besti ungi þjálfarinn í bransanum. Afar ólíklegt verður að teljast að Amorim nái sama árangri og Mourinho, sem vann tvo Evróputitla með Porto, en hann þykir líklegur til að fara sömu leið og hann, í ensku úrvalsdeildina. Amirom hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United sem Mourinho stýrði á árunum 2016-18. Hvað svo sem verður er ljóst að Amorim er á hraðri leið upp metorðastigann og mun fara upp nokkrar tröppur ef honum tekst að gera Guardiola og City-mönnum grikk í Meistaradeildinni. Leikur Sporting og Manchester City hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn