Þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. febrúar 2022 07:01 Seth Curry og Ben Simmons eru mættir til Brooklyn. Tim Nwachukwu/Getty Images Farið var yfir ótrúleg leikmannaskipti Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á lokadegi félagaskiptaglugga NBA-deildarinnar í síðasta þætti af Lögmál Leiksins. James Harden og Paul Millsap fóru frá Nets til 76ers á meðan síðarnefnda liðið fékk Ben Simmons, Seth Curry, Andre Drummond og tvo valrétti í nýliðavölum á næstu árum. Einn núna í ár og annan árið 2027. „Mér fannst Nets koma mjög vel út úr þessu. Fá þessi tvö „pick,“ Seth Curry er bara mjög frambærilegur NBA-leikmaður. Ben Simmons kemur náttúrulega inn sem ákveðið spurningamerki, en ef þeir ætla að – eins og maður ímynda sér – að spila honum í fjarkanum og hann fái loksins að spila þá sem stöðu sem margir eru að bíða eftir,“ sagði Tómas Steindórsson um vistaskipti Simmons og Harden. „Ég held að hann gæti komið mjög vel inn í þetta en aftur á móti þá eru ekkert rosalega margir leikir eftir og Kyrie Irving getur spilað átta leiki í viðbót, Kevin Durant er meiddur. Þeir eru í smá séns að missa af úrslitakeppninni þetta tímabilið og svo er ekki vitað hvenær Ben Simmons fer raunverulega af stað. Ég myndi halda að það væri rosalegur þungi á Seth Curry núna að stíga upp og skora einhverja punkta,“ bætti Tómas við. „Mér finnst þetta of mikið gefið hjá Philadelphia fyrir 33 ára James Harden sem er mögulega að trenda í öfuga átt. Þeir eru augljóslega í að „vinna núna“ hjá Philadelphia og þurftu svo sem að vera það með Joel Embiid á besta aldri,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skiptin og hélt svo áfram. „Mér finnst þetta aðeins of mikið gefið. Bæði missa þeir Curry úr liðinu og þessa valrétti en þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn og gerir þá að miklu betra varnarliði. Leyfir Kyrie og Durant að taka stjórnina sóknarlega.“ Þáttastjórnandinn Sigurður Orri Kristjánsson var ekki alveg sammála þeim Tómasi og Herði. Sjá má viðbrögð hans og hvert umræðan fór í spilaranum hér að neðan. Til að mynda lofræðu Tómasar um Ben Simmons. Klippa: Lögmál Leiksins um Simmons og Harden skiptin Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
„Mér fannst Nets koma mjög vel út úr þessu. Fá þessi tvö „pick,“ Seth Curry er bara mjög frambærilegur NBA-leikmaður. Ben Simmons kemur náttúrulega inn sem ákveðið spurningamerki, en ef þeir ætla að – eins og maður ímynda sér – að spila honum í fjarkanum og hann fái loksins að spila þá sem stöðu sem margir eru að bíða eftir,“ sagði Tómas Steindórsson um vistaskipti Simmons og Harden. „Ég held að hann gæti komið mjög vel inn í þetta en aftur á móti þá eru ekkert rosalega margir leikir eftir og Kyrie Irving getur spilað átta leiki í viðbót, Kevin Durant er meiddur. Þeir eru í smá séns að missa af úrslitakeppninni þetta tímabilið og svo er ekki vitað hvenær Ben Simmons fer raunverulega af stað. Ég myndi halda að það væri rosalegur þungi á Seth Curry núna að stíga upp og skora einhverja punkta,“ bætti Tómas við. „Mér finnst þetta of mikið gefið hjá Philadelphia fyrir 33 ára James Harden sem er mögulega að trenda í öfuga átt. Þeir eru augljóslega í að „vinna núna“ hjá Philadelphia og þurftu svo sem að vera það með Joel Embiid á besta aldri,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skiptin og hélt svo áfram. „Mér finnst þetta aðeins of mikið gefið. Bæði missa þeir Curry úr liðinu og þessa valrétti en þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn og gerir þá að miklu betra varnarliði. Leyfir Kyrie og Durant að taka stjórnina sóknarlega.“ Þáttastjórnandinn Sigurður Orri Kristjánsson var ekki alveg sammála þeim Tómasi og Herði. Sjá má viðbrögð hans og hvert umræðan fór í spilaranum hér að neðan. Til að mynda lofræðu Tómasar um Ben Simmons. Klippa: Lögmál Leiksins um Simmons og Harden skiptin Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira