Iva Georgieva sökuð um fjársvik | Leikur ekki aftur fyrir Breiðablik Atli Arason skrifar 13. febrúar 2022 12:35 Iva Georgieva, fjórða frá vinstri, á varamannabekk Breiðabliks. Myndin er frá því í október á síðasta ári, þegar allt lék í lyndi. Bára Dröfn Búlgarinn Iva Georgieva hefur yfirgefið Breiðablik fyrir fullt og allt. Samningur Georgieva við félagið verður ekki framlengdur vegna mögulegra lögbrota. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Georgieva undanfarið reynt að selja fólki innan sem utan Breiðabliks vörur líkt og flugmiða, líkamsræktartæki og Playstation-leikjatölvur. Vörur sem ekki voru afhentar þrátt fyrir að greitt hafi verið fyrir þær. Vísir heyrði í Heimi Snæ Jónssyni, stjórnarmanni í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem staðfesti að þetta mál væri til skoðunar innan stjórnar Breiðabliks en gat ekki farið út í smáatriði. „Við fréttum fyrst af þessu máli um miðjan janúar frá stelpunum í liðinu. Við vitum líka af kvörtunum utan félagsins,“ sagði Heimir Snær. Iva Georgieva sagði sjálf samningi sínum við Breiðablik upp áður en hún vildi svo koma aftur í Kópavoginn. „Hún segir upp samningi í lok desember og það var bara allt í góðu og við bókum fyrir hana flug út,“ svaraði Heimir, aðspurður út í samningsstöðu Georgieva hjá Breiðablik áður en hann bætti við. „Svo hefur hún samband við okkur aftur um miðjan janúar og langar að koma aftur. Sem hún gerir. Þegar við ætluðum að endursemja við hana höfðum við heyrt af þessu máli þar sem farnar voru að renna tvær grímur á fólk varðandi þessi viðskipti við Ivu.“ Iva Georgieva hefur verið á Íslandi síðustu tvö ár. Fyrst kom hún til hingað til lands til að leika með Snæfelli en skipti fljótlega yfir til Breiðabliks og hefur verið þar undanfarin tvö tímabil og spilaði hún alls 32 leiki fyrir Kópavogsliðið. Georgieva var ekki í leikmannahóp Breiðabliks í síðasta leik liðsins gegn Njarðvík. Vísir heyrði einnig í Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Breiðabliks, en hann gat á sama hátt ekki farið út í smáatriði þar sem málið er á viðkvæmu stigi. „Iva hefur yfirgefið Breiðablik og hún mun ekki spila aftur fyrir félagið eins lengi og ég, þessi stjórn og aðrir erum hér. Ég hef á mínum rúmlega 35 ára ferli aldrei upplifað eitthvað svona áður. Við vonumst bara til þess að vörurnar skili sér á endanum þrátt fyrir að þetta hafi nú þegar tekið upp undir fjóra mánuði,“ svaraði Ívar þegar leitast var eftir viðbrögðum hans við málinu. Það hefur verið mikill stígandi í leik Breiðabliks undanfarið en liðið er búið að lyfta sér úr botnsætinu með tveimur sigurleikjum í röð á liðunum sem eru í efstu sætum deildarinnar. Blikar eiga leik gegn Haukum í Ólafssal klukkan 18.30 í dag en Ívar er viss um að þetta leiðindamál muni ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld. Iva Georgieva vildi ekki veita viðtal við vinnslu fréttarinnar. Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hefur Georgieva undanfarið reynt að selja fólki innan sem utan Breiðabliks vörur líkt og flugmiða, líkamsræktartæki og Playstation-leikjatölvur. Vörur sem ekki voru afhentar þrátt fyrir að greitt hafi verið fyrir þær. Vísir heyrði í Heimi Snæ Jónssyni, stjórnarmanni í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem staðfesti að þetta mál væri til skoðunar innan stjórnar Breiðabliks en gat ekki farið út í smáatriði. „Við fréttum fyrst af þessu máli um miðjan janúar frá stelpunum í liðinu. Við vitum líka af kvörtunum utan félagsins,“ sagði Heimir Snær. Iva Georgieva sagði sjálf samningi sínum við Breiðablik upp áður en hún vildi svo koma aftur í Kópavoginn. „Hún segir upp samningi í lok desember og það var bara allt í góðu og við bókum fyrir hana flug út,“ svaraði Heimir, aðspurður út í samningsstöðu Georgieva hjá Breiðablik áður en hann bætti við. „Svo hefur hún samband við okkur aftur um miðjan janúar og langar að koma aftur. Sem hún gerir. Þegar við ætluðum að endursemja við hana höfðum við heyrt af þessu máli þar sem farnar voru að renna tvær grímur á fólk varðandi þessi viðskipti við Ivu.“ Iva Georgieva hefur verið á Íslandi síðustu tvö ár. Fyrst kom hún til hingað til lands til að leika með Snæfelli en skipti fljótlega yfir til Breiðabliks og hefur verið þar undanfarin tvö tímabil og spilaði hún alls 32 leiki fyrir Kópavogsliðið. Georgieva var ekki í leikmannahóp Breiðabliks í síðasta leik liðsins gegn Njarðvík. Vísir heyrði einnig í Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Breiðabliks, en hann gat á sama hátt ekki farið út í smáatriði þar sem málið er á viðkvæmu stigi. „Iva hefur yfirgefið Breiðablik og hún mun ekki spila aftur fyrir félagið eins lengi og ég, þessi stjórn og aðrir erum hér. Ég hef á mínum rúmlega 35 ára ferli aldrei upplifað eitthvað svona áður. Við vonumst bara til þess að vörurnar skili sér á endanum þrátt fyrir að þetta hafi nú þegar tekið upp undir fjóra mánuði,“ svaraði Ívar þegar leitast var eftir viðbrögðum hans við málinu. Það hefur verið mikill stígandi í leik Breiðabliks undanfarið en liðið er búið að lyfta sér úr botnsætinu með tveimur sigurleikjum í röð á liðunum sem eru í efstu sætum deildarinnar. Blikar eiga leik gegn Haukum í Ólafssal klukkan 18.30 í dag en Ívar er viss um að þetta leiðindamál muni ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld. Iva Georgieva vildi ekki veita viðtal við vinnslu fréttarinnar.
Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira