„Lykilþáttur í því að Bengals eigi möguleika á að vinna sinn fyrsta Super Bowl titil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2022 09:02 Joe Burreow er leikstjórnandi Cincinatti Bengals. Super Bowl, úrslitaleikur NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, fer fram á Sofi Stadium í Los Angeles í kvöld. Okkar maður, Eiríkur Stefán Ásgeirsson, er staddur í Los Angeles og hann tók púlsinn á leikmönnum liðanna í gær. „Hér fyrir aftan mig eru leikmenn Cincinatti Bengals sem spila í Super Bowl á sunnudaginn,“ sagði Eiríkur Stefán í upphafi innslagsins. „Hér er líka heill her fjölmiðlamanna og allir vilja þeir ná tali af leikstjórnandanum unga, Joe Burrow.“ „Burrow er talinn lykilþáttur í því að Bengals eigi nú möguleika á að vinna sinn fyrsta Super Bowl titil í sögu félagsins.“ Klippa: Superbowl að hefjast í Los Angeles Útherji Bengals ræddi sinn uppáhalds mat af mikilli ástríðu tee Higgins er virkilega hrifinn af „Hamburger Helpers.“Jamie Squire/Getty Images Andstæðingar Bengals verða heimamenn í Los Angeles Rams sem héldu sinn fjölmiðlahitting samtímis. Vegna heimsfaraldursins var þetta í eina skiptið sem fjölmiðlar fengu aðgang að liðinu. Og það bar ýmislegt á góma, eins og uppáhaldsmatur sóknarmannsins Tee Higgins. Við komumst að því að það er hinn rammameríski réttur „Hamburger Helper“ sem er einhverskonar blanda af pasta og hrísgrjónum. „Það er þessi venjulegi, en það verður að vera aukaostur,“ sagði Higgins, og virtist virkilega áhugasamur um það sem hann var sjálfur að segja um þennan ameríska rétt. „Mér finnst aukaostur með maís góður. Ef þið fáið ykkur einhvern tíman „Hamburger Helper“ gætið þess þá að hafa maís í því. Setjið hann bara í skálina, blandið saman og ég sver það, þetta er ein besta máltíð sem þið hafið smakkað,“ sagði Higgins að lokum. Leikurinn um Ofurskálina fer fram í kvöld á Sofi leikvanginum í Los Angeles. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en upphitun hefst klukkan 22:00. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Ofurskálin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira
„Hér fyrir aftan mig eru leikmenn Cincinatti Bengals sem spila í Super Bowl á sunnudaginn,“ sagði Eiríkur Stefán í upphafi innslagsins. „Hér er líka heill her fjölmiðlamanna og allir vilja þeir ná tali af leikstjórnandanum unga, Joe Burrow.“ „Burrow er talinn lykilþáttur í því að Bengals eigi nú möguleika á að vinna sinn fyrsta Super Bowl titil í sögu félagsins.“ Klippa: Superbowl að hefjast í Los Angeles Útherji Bengals ræddi sinn uppáhalds mat af mikilli ástríðu tee Higgins er virkilega hrifinn af „Hamburger Helpers.“Jamie Squire/Getty Images Andstæðingar Bengals verða heimamenn í Los Angeles Rams sem héldu sinn fjölmiðlahitting samtímis. Vegna heimsfaraldursins var þetta í eina skiptið sem fjölmiðlar fengu aðgang að liðinu. Og það bar ýmislegt á góma, eins og uppáhaldsmatur sóknarmannsins Tee Higgins. Við komumst að því að það er hinn rammameríski réttur „Hamburger Helper“ sem er einhverskonar blanda af pasta og hrísgrjónum. „Það er þessi venjulegi, en það verður að vera aukaostur,“ sagði Higgins, og virtist virkilega áhugasamur um það sem hann var sjálfur að segja um þennan ameríska rétt. „Mér finnst aukaostur með maís góður. Ef þið fáið ykkur einhvern tíman „Hamburger Helper“ gætið þess þá að hafa maís í því. Setjið hann bara í skálina, blandið saman og ég sver það, þetta er ein besta máltíð sem þið hafið smakkað,“ sagði Higgins að lokum. Leikurinn um Ofurskálina fer fram í kvöld á Sofi leikvanginum í Los Angeles. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en upphitun hefst klukkan 22:00. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Ofurskálin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira