Everton og Brighton með örugga sigra | Markalaust í Lundúnaslagnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 17:00 Everton vann langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gareth Copley/Getty Images Everton og Brighton unnu örugga sigra í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Everton vann 3-0 heimasigur á Leeds og Brighton sigraði Watford 2-0 á útivelli. Á sama tíma skildu Brentford og Crystal Palace jöfn, 0-0. Seamus Coleman kom heimamönnum í Everton í 1-0 gegn Leeds strax á tíundu mínútu, áður en Michael Keane tvöfaldaði forystu liðsins tæpum stundafjórðungi síðar. Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Rodrigo átti tvö skot í slá fyrir Leeds í fyrri hálfleik og gestirnir því kannski óheppnir að vera tveimur mörkum undir í hléi. Það var svo Anthony Gordon sem gulltryggði 3-0 sigur Everton með marki á 78. mínútu. Gordon átti þó ekki mikinn þátt í markinu, ekki viljandi allavega, en skot frá Richarlison hafði viðkomu í honum á leið sinni í markið. Everton situr nú í 16. sæti deildarinnar með 22 stig eftir jafn marga leiki, einu stigi á eftir Leeds sem situr sæti ofar. FT. UTFT!!!! 💙🔵 3-0 ⚪️ #EVELEE pic.twitter.com/xmkokEWhI8— Everton (@Everton) February 12, 2022 Þá vann Brighton góðan 2-0 útisigur gegn Watford á Vicarage Road. Neal Maupay kom gestunum yfir stuttu fyrir hálfleik og það var svo Adam Webster sem tryggði liðunu sigur á 82. mínútu. Brighton situr í níunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 23 leiki, en Watford situr hins vegar í næst neðsta sæti með 15 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Að lokum gerðu Brentford og Crystal Palace markalaust jafntefli í Lundúnaslag dagsins. Liðin sitja í 12. og 14. sæti deildarinnar, Crystal Palace í því 12. með 26 stig og Brentford tveimur sætum neðar með tveimur stigum minna. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Seamus Coleman kom heimamönnum í Everton í 1-0 gegn Leeds strax á tíundu mínútu, áður en Michael Keane tvöfaldaði forystu liðsins tæpum stundafjórðungi síðar. Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Rodrigo átti tvö skot í slá fyrir Leeds í fyrri hálfleik og gestirnir því kannski óheppnir að vera tveimur mörkum undir í hléi. Það var svo Anthony Gordon sem gulltryggði 3-0 sigur Everton með marki á 78. mínútu. Gordon átti þó ekki mikinn þátt í markinu, ekki viljandi allavega, en skot frá Richarlison hafði viðkomu í honum á leið sinni í markið. Everton situr nú í 16. sæti deildarinnar með 22 stig eftir jafn marga leiki, einu stigi á eftir Leeds sem situr sæti ofar. FT. UTFT!!!! 💙🔵 3-0 ⚪️ #EVELEE pic.twitter.com/xmkokEWhI8— Everton (@Everton) February 12, 2022 Þá vann Brighton góðan 2-0 útisigur gegn Watford á Vicarage Road. Neal Maupay kom gestunum yfir stuttu fyrir hálfleik og það var svo Adam Webster sem tryggði liðunu sigur á 82. mínútu. Brighton situr í níunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 23 leiki, en Watford situr hins vegar í næst neðsta sæti með 15 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Að lokum gerðu Brentford og Crystal Palace markalaust jafntefli í Lundúnaslag dagsins. Liðin sitja í 12. og 14. sæti deildarinnar, Crystal Palace í því 12. með 26 stig og Brentford tveimur sætum neðar með tveimur stigum minna.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira