Ofurstjörnur Parísar stigu upp þegar mest á reyndi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 22:05 Þessir tveir komu að sigurmarki PSG í kvöld. Sylvain Lefevre/Getty Images Kylian Mbappé tryggði París Saint-Germain nauman eins marks sigur gegn Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir sendingu Lionel Messi. Þó leikmenn á borð við Neymar, Sergio Ramos, Ander Herrera og Idrissa Gueye séu allir frá vegna meiðsla þá vantar ekki stór nöfn í lið Parísarliðsins. Mbappé var í fremstu víglínu, Messi var á vængnum, Marco Veratti og Julian Draxler á miðjunni og Achraf Hakimi, Marquinhos, Presnel Kimpembe og Juan Bernat í fjögurra manna varnarlínu. Þrátt fyrir öll þessi stóru nöfn þá gekk lítið hjá heimamönnum að brjóta sterka vörn Rennes á bak aftur. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar 65 mínútur voru liðnar hélt Mbappé að hann hefði komið heimamönnum yfir. Eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins þá var markið dæmt af þar sem Mbappé var rangstæður. Í kjölfarið voru Angel Di María, Gini Wijnaldum og Mauro Icardi sendir á vettvang til að sækja sigurinn. Það var svo þegar komnar voru þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Lionel Messi kom boltanum Kylian Mbappé sem ísinn loks brotnaði. Mbappé kláraði færið af stakri yfirvegun og tryggði PSG 1-0 sigur. 93rd-minute winner feeling pic.twitter.com/tDvvfbhOLv— B/R Football (@brfootball) February 11, 2022 PSG er sem fyrr á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, nú með 59 stig á meðan Marseille er með 43 stig í 2. sæti. Rennes er í 5. sæti með 37 stig. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Þó leikmenn á borð við Neymar, Sergio Ramos, Ander Herrera og Idrissa Gueye séu allir frá vegna meiðsla þá vantar ekki stór nöfn í lið Parísarliðsins. Mbappé var í fremstu víglínu, Messi var á vængnum, Marco Veratti og Julian Draxler á miðjunni og Achraf Hakimi, Marquinhos, Presnel Kimpembe og Juan Bernat í fjögurra manna varnarlínu. Þrátt fyrir öll þessi stóru nöfn þá gekk lítið hjá heimamönnum að brjóta sterka vörn Rennes á bak aftur. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar 65 mínútur voru liðnar hélt Mbappé að hann hefði komið heimamönnum yfir. Eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins þá var markið dæmt af þar sem Mbappé var rangstæður. Í kjölfarið voru Angel Di María, Gini Wijnaldum og Mauro Icardi sendir á vettvang til að sækja sigurinn. Það var svo þegar komnar voru þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Lionel Messi kom boltanum Kylian Mbappé sem ísinn loks brotnaði. Mbappé kláraði færið af stakri yfirvegun og tryggði PSG 1-0 sigur. 93rd-minute winner feeling pic.twitter.com/tDvvfbhOLv— B/R Football (@brfootball) February 11, 2022 PSG er sem fyrr á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, nú með 59 stig á meðan Marseille er með 43 stig í 2. sæti. Rennes er í 5. sæti með 37 stig.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira