Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 20:08 Guðlaugur virðist ekki hafa verið á því að láta Rússlandsforseta komast upp með hvað sem er. Samsett Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ Guðlaugur lýsti því þá að hann hefði, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta, verið staddur á fundi með Pútín og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Talið hafi þannig borist að Evrópusambandinu og refsiaðgerðum þess gegn Rússlandi, sem Pútín taldi Íslendinga taka þátt í. „Það er að vísu röng túlkun hjá honum,“ skaut Guðlaugur inn í og hélt áfram. Pútín á þá að hafa haft orð á því að hann skildi ekkert í meintri þátttöku Íslendinga í aðgerðunum og að Rússar gætu ekki keypt íslenskan fisk. Guðlaugur hafi þá farið yfir gott samstarf þjóðanna tveggja í gegnum tíðina. „Og þess vegna væru þetta vonbrigði, vegna þess að þeir settu viðskiptabann á okkur og það var erfitt fyrir mig að útskýra, út af vináttu þjóðanna, af hverju Rússar tóku okkur út með því að taka sérstaklega út sjávarútveginn og landbúnaðinn.“ Sagði ráðherranum í raun að halda kjafti Þá hafi Pútín reynt að kenna Evrópusambandinu um stöðuna sem upp væri komin, en Guðlaugur ekki tekið það í mál og bent á að þá hefðu Rússar frekar átt að setja viðskiptabann á iðnað frá Evrópusambandinu. „Þá fór hann úr skónum, losaði skóþvenginn, sem er á rússnesku að viðkomandi eigi bara algjörlega að halda kjafti. Það fór allt á annan endann á fundinum, það var orðið mjög tensað,“ segir Guðlaugur. Hann segir það ekki hafa verið uppleggið að vera með stæla við Rússlandsforseta, enda reyni hann að koma á alla fundi þannig að viðmælendum líki vel við hann og hann nái tengingu við þá, sama hverja um ræðir. „En þú verður að standa fast á þínum prinsippum og hagsmunum þinnar þjóðar.“ Guðlaugur fór um víðan völl með stjórnendum þáttarins, þeim Leifi Þorsteinssyni og Birki Karli Sigurðssyni. Auk samskipta sinna við Pútín rifjaði hann meðal annars upp nokkuð óhefðbundin orðaskipti við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Sagan af Pútín hefst eftir rúmar 20 mínútur. Utanríkismál Rússland Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Guðlaugur lýsti því þá að hann hefði, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta, verið staddur á fundi með Pútín og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Talið hafi þannig borist að Evrópusambandinu og refsiaðgerðum þess gegn Rússlandi, sem Pútín taldi Íslendinga taka þátt í. „Það er að vísu röng túlkun hjá honum,“ skaut Guðlaugur inn í og hélt áfram. Pútín á þá að hafa haft orð á því að hann skildi ekkert í meintri þátttöku Íslendinga í aðgerðunum og að Rússar gætu ekki keypt íslenskan fisk. Guðlaugur hafi þá farið yfir gott samstarf þjóðanna tveggja í gegnum tíðina. „Og þess vegna væru þetta vonbrigði, vegna þess að þeir settu viðskiptabann á okkur og það var erfitt fyrir mig að útskýra, út af vináttu þjóðanna, af hverju Rússar tóku okkur út með því að taka sérstaklega út sjávarútveginn og landbúnaðinn.“ Sagði ráðherranum í raun að halda kjafti Þá hafi Pútín reynt að kenna Evrópusambandinu um stöðuna sem upp væri komin, en Guðlaugur ekki tekið það í mál og bent á að þá hefðu Rússar frekar átt að setja viðskiptabann á iðnað frá Evrópusambandinu. „Þá fór hann úr skónum, losaði skóþvenginn, sem er á rússnesku að viðkomandi eigi bara algjörlega að halda kjafti. Það fór allt á annan endann á fundinum, það var orðið mjög tensað,“ segir Guðlaugur. Hann segir það ekki hafa verið uppleggið að vera með stæla við Rússlandsforseta, enda reyni hann að koma á alla fundi þannig að viðmælendum líki vel við hann og hann nái tengingu við þá, sama hverja um ræðir. „En þú verður að standa fast á þínum prinsippum og hagsmunum þinnar þjóðar.“ Guðlaugur fór um víðan völl með stjórnendum þáttarins, þeim Leifi Þorsteinssyni og Birki Karli Sigurðssyni. Auk samskipta sinna við Pútín rifjaði hann meðal annars upp nokkuð óhefðbundin orðaskipti við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Sagan af Pútín hefst eftir rúmar 20 mínútur.
Utanríkismál Rússland Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira