Vinnumarkaður í þroti Sólveig Anna Jónsdóttir og Sæþór Benjamín Randalsson skrifa 12. febrúar 2022 08:00 Sú mynd sem dregin er upp af lífi fiskverkafólks í sjónvarpsþáttunum Verbúðin hefur rifjað upp þann veruleika var lengi við lýði. Öryggi á vinnustöðum og húsakostur fiskverkafólks var á þessum árum óásættanlegur. Sem betur fer er þetta ekki lengur svo fyrir þennan hóp, sem er fyrst og fremst baráttu verkafólks sjálfs að þakka. Þó er það svo að nákvæmlega jafn slæm, ef ekki verri, meðferð á verkafólki og lýst er í Verbúðinni hefur á síðustu árum fest sig í sessi þegar aðrir á hópar á vinnumarkaði eiga í hlut. Er þar um að ræða aðflutt verkafólk, til að mynda í þjónustustörfum tengdum ferðaiðnaðinum og hjá starfsmannaleigum í byggingargeiranum. Aðbúnaður þessa fólks er sannkallað verbúðarlíf, jafnvel þótt fólkið búi og vinni ekki á afskekktum eða fáförnum stöðum heldur innan marka höfuðborgarsvæðisins. Alþjóð fékk að sjá myndbandsupptökur af þeim húsakosti sem rúmenskt verkafólk sem flutt var inn til landsins á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu fékk að búa við. Fjölda fólks var staflað í kojur í einu og sama rýminu, þar sem þau samnýttu jafnframt eldunaraðstöðu. Rúmenska verkafólkið hjá Mönnum í vinnu var þó ekki í uppgripa- eða árstíðabundinni vinnu, heldur voru sum þeirra í reglulegri dagvinnu, til dæmis hjá matvælafyrirtækinu Eldum rétt. Hvernig má það vera, að þrátt fyrir fjölda eftirlitsstofnana og margar reglugerðir sé ástandi svona? Svarið er einfalt: Hópar íslenskra atvinnurekenda, með samþykki valdastéttarinnar, hafa ákveðið að stofna nýjan, umfangsmikinn og arðvænlegan skugga-vinnumarkað erlends verkafólks þar sem reglum - hvorki skrifuðum né óskrifuðum – er einfaldlega ekki hlítt. Það er grafalvarlegur misskilningur að halda að hinn löglausi skugga-vinnumarkaður sé einangraður frá hinum löglega íslenska vinnumarkaði. Aðgangur vissra aðila að skugga-vinnuamarkaðinum gerir þeim kleift að stunda undirboð gagnvart þeim atvinnurekendum sem kjósa að starfa á löglega vinnumarkaðinum. Skuggavinnumarkaðurinn hefur því þau áhrif að grafa undan kjörum og aðstæðum alls verka og láglaunafólks. Reynslan sýnir að það að treysta á heiðursmannasamkomulög og þá veiku vernd sem núverandi lagaumhverfi veitir dugar ekki til. Efling hefur nú í mörg ár barist fyrir því að leiddar verði í lög heimildir til sekta eða refsinga vegna brota á kjarasamningum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gaf út vilyrði í tengslum við undirritun lífskjarasamninganna vorið 2018 um slík viðurlög. Af einhverjum ástæðum leyfði Ásmundur Einar Daðason þáverandi félagsmálaráðherra Samtökum atvinnulífsins að þvæla málinu út í eitt, þannig að engin árangur náðist. Að tala fjálglega um “vinnubrögð” í samskiptum verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á meðan SA stendur í vegi fyrir úrlausn stórhættulegs bráðavanda nær ekki nokkurri átt. Það þarf án tafa og skilyrða að taka á lögleysu á vinnumarkaðnum áður en ástandið versnar enn. Tækifærið er núna, áður en allt fer aftur í sama farið þegar ferðaþjónustan tekur við sér. Undir núverandi ástandi mun kreppa íslenska vinnumarkaðsmódelsins aðeins dýpka og versna. Hagsmunir og réttindi alls launafólks eru í húfi. Við ásamt félögum okkar á B-listanum til stjórnar Eflingar gerum það að kröfu okkar að brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði verði upprætt í eitt skipti fyrir öll, með heimildum í lögum eða kjarasamningum til harðra viðurlaga gegn brotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Sú mynd sem dregin er upp af lífi fiskverkafólks í sjónvarpsþáttunum Verbúðin hefur rifjað upp þann veruleika var lengi við lýði. Öryggi á vinnustöðum og húsakostur fiskverkafólks var á þessum árum óásættanlegur. Sem betur fer er þetta ekki lengur svo fyrir þennan hóp, sem er fyrst og fremst baráttu verkafólks sjálfs að þakka. Þó er það svo að nákvæmlega jafn slæm, ef ekki verri, meðferð á verkafólki og lýst er í Verbúðinni hefur á síðustu árum fest sig í sessi þegar aðrir á hópar á vinnumarkaði eiga í hlut. Er þar um að ræða aðflutt verkafólk, til að mynda í þjónustustörfum tengdum ferðaiðnaðinum og hjá starfsmannaleigum í byggingargeiranum. Aðbúnaður þessa fólks er sannkallað verbúðarlíf, jafnvel þótt fólkið búi og vinni ekki á afskekktum eða fáförnum stöðum heldur innan marka höfuðborgarsvæðisins. Alþjóð fékk að sjá myndbandsupptökur af þeim húsakosti sem rúmenskt verkafólk sem flutt var inn til landsins á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu fékk að búa við. Fjölda fólks var staflað í kojur í einu og sama rýminu, þar sem þau samnýttu jafnframt eldunaraðstöðu. Rúmenska verkafólkið hjá Mönnum í vinnu var þó ekki í uppgripa- eða árstíðabundinni vinnu, heldur voru sum þeirra í reglulegri dagvinnu, til dæmis hjá matvælafyrirtækinu Eldum rétt. Hvernig má það vera, að þrátt fyrir fjölda eftirlitsstofnana og margar reglugerðir sé ástandi svona? Svarið er einfalt: Hópar íslenskra atvinnurekenda, með samþykki valdastéttarinnar, hafa ákveðið að stofna nýjan, umfangsmikinn og arðvænlegan skugga-vinnumarkað erlends verkafólks þar sem reglum - hvorki skrifuðum né óskrifuðum – er einfaldlega ekki hlítt. Það er grafalvarlegur misskilningur að halda að hinn löglausi skugga-vinnumarkaður sé einangraður frá hinum löglega íslenska vinnumarkaði. Aðgangur vissra aðila að skugga-vinnuamarkaðinum gerir þeim kleift að stunda undirboð gagnvart þeim atvinnurekendum sem kjósa að starfa á löglega vinnumarkaðinum. Skuggavinnumarkaðurinn hefur því þau áhrif að grafa undan kjörum og aðstæðum alls verka og láglaunafólks. Reynslan sýnir að það að treysta á heiðursmannasamkomulög og þá veiku vernd sem núverandi lagaumhverfi veitir dugar ekki til. Efling hefur nú í mörg ár barist fyrir því að leiddar verði í lög heimildir til sekta eða refsinga vegna brota á kjarasamningum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gaf út vilyrði í tengslum við undirritun lífskjarasamninganna vorið 2018 um slík viðurlög. Af einhverjum ástæðum leyfði Ásmundur Einar Daðason þáverandi félagsmálaráðherra Samtökum atvinnulífsins að þvæla málinu út í eitt, þannig að engin árangur náðist. Að tala fjálglega um “vinnubrögð” í samskiptum verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á meðan SA stendur í vegi fyrir úrlausn stórhættulegs bráðavanda nær ekki nokkurri átt. Það þarf án tafa og skilyrða að taka á lögleysu á vinnumarkaðnum áður en ástandið versnar enn. Tækifærið er núna, áður en allt fer aftur í sama farið þegar ferðaþjónustan tekur við sér. Undir núverandi ástandi mun kreppa íslenska vinnumarkaðsmódelsins aðeins dýpka og versna. Hagsmunir og réttindi alls launafólks eru í húfi. Við ásamt félögum okkar á B-listanum til stjórnar Eflingar gerum það að kröfu okkar að brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði verði upprætt í eitt skipti fyrir öll, með heimildum í lögum eða kjarasamningum til harðra viðurlaga gegn brotum.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun