Super Bowl í kvöld: Stjörnum prýtt LA-lið á móti ævintýrastrákunum frá Cincinnati Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2022 11:01 Það verður mikið um dýrðir í kvöld þegar Los Angeles Rams og Cinncinati Bengals mætast i Super Bowl og berjast um Vince Lombardi bikarinn. Getty/Maximilian Haupt/ Eru fleiri kaflar í ævintýri Cincinnati Bengals eða er loksins komið að Los Angeles borg að eignast NFL meistara? Þetta er spurningin sem menn velta fyrir sér fyrir stórviðburð kvöldsins. Sunnudagurinn 13. febrúar er einn sá allra stærsti á íþróttaárinu 2022 því í kvöld fer fram Super Bowl leikurinn á hinum nýja og glæsilega SoFi-leikvangi í Los Angeles. Þetta er risa menningarviðburður í Bandaríkjunum og aldrei meira áhorf í sjónvarpi en á þennan leik. Fjölskyldur og vinir hittast í Super Bowl-veislum út um öll Bandaríkin og áhugi út í heimi er alltaf að aukast. Það spillir ekki fyrir að auglýsingarnar í kringum leikinn eru í hæsta gæðaflokki og í hálfleik er boðið upp á mikla tónleikaveislu með stórstjörnum úr tónlistarheiminum. The #SBLVI experience is HERE! Don't miss out on it. #NFL pic.twitter.com/M6aZFM7ftI— Super Bowl LVI on NBC (@SNFonNBC) February 8, 2022 Liðin koma úr ólíkri átt Það verður enginn Tom Brady í Super Bowl í ár en þess í stað mæta þangað tvö félög hungruð í langþráðan titil. Los Angeles Rams og Cincinnati Bengals eru þó að koma í úrslitaleik NFL-deildarinnar úr ólíkri átt. Það bjuggust margir við að Los Angeles Rams færi langt í þessari úrslitakeppni enda með magnað lið en fáir áttu von á því að mótherjinn yrði Cincinnati Bengals. Í deild Bengals voru öflug lið eins og Kansas City Chiefs og Buffalo Bills en það var liðið, sem tapaði tvisvar fyrir Cleveland Browns í vetur, sem er komið alla leið. Tampa Bay Buccaneers vann titilinn í fyrra á heimavelli sínum fyrstir liða og nú getur Los Angeles Rams endurtekið leikinn því liðið deilir SoFi-leikvanginum með Los Angeles Chargers liðinu. Los Angeles Rams hefur ekki farið leynt með það að liðið ætlar sér að vinna fyrsta NFL-titil Los Angeles borgar í 38 ár. Liðið hefur safnað liði undanfarin ár og oft verið líklegt. View this post on Instagram A post shared by Los Angeles Rams (@rams) Hrútarnir spiluðu í St. Louis þegar þeir unnu síðast Að þessu sinni fundu þeir réttu púslin á leikmannamarkaðnum, bæði fyrir tímabilið sem og inn á því miðju. Fyrir vikið hefur Rams-liðið brunað í gegnum allar hindranir hingað til og er nú einum sigri frá fyrsta NFL-titli Rams síðan liðið færði sig frá St. Louis til Los Angeles. Lykilatriði var að skipta á leikstjórnendum við Detroit Lions fyrir tímabilið en Matthew Stafford hefur staðið sig mun betur en Jared Goff. Samvinna hans og útherjans Cooper Kupp hefur sprengt flesta skala en Kupp var kosinn besti sóknarmaður deildarinnar í ár. Það munaði líka miklu að ná samningum við útherjann Odell Beckham Jr. og gera leikmannaskipti við Denver Broncos sem færðu Rams liðinu varnarmanninn öfluga Von Miller. Fengu mann sem hefur unnið titilinn Von Miller er einn af fáum leikmönnum í leiknum sem hefur unnið titilinn en hann var valinn mikilvægasti leikmaður Super Bowl þegar Denver Broncos vann titilinn í febrúar 2016. Rams hefur í rauninni lagt allt undir og í raun fórnað framtíð sinni í leiðinni því liðið tekur lítinn þátt í fyrstu umferð nýliðavalsins næstu misseri eftir að hafa skipt frá sér valréttum til að fá sterka leikmenn í staðinn. Liðið er fullt af frábærum leikmönnum og það er allt til þess að vinna þann stóra núna. Mótherjarnir eru sýnd veiði en ekki gefin. Hinum megin höfum við kannski litla liðið í Super Bowl í ár en leikmenn Cincinnati Bengals hafa heldur betur bitið frá sér alla þessa úrslitakeppni. View this post on Instagram A post shared by Cincinnati Bengals (@bengals) Ungar stjörnur sem unnu titilinn saman í háskóla Þar fara fremstir tveir ungir leikmenn sem eru nýkomnir inn í deildina en unnu líka frábærlega saman í háskóla. Þetta eru leikstjórnandinn Joe Burrow og útherjinn Ja'Marr Chase. Joe Burrow er á sínu öðru ári en Chase er nýliði. Samvinna þeirra skilaði Louisiana State háskólatitlinum árið 2019 og Bengals náði þeim báðum í nýliðavalinu. Þeir hafa tekið upp þráðinn í NFL-deildinni og frammistaða Chase skilaði honum verðlaununum nýliða ársins í sókn. Joe Burrow er eins svalur og þeir finnast og aldrei betri en á úrslitastundu. Það sýndi hann í háskóla og það hefur hann margoft sýnt í NFL líka. Chase er líka það snöggur og kraftmikill að það er alltaf von á einhverju stóru þegar hann fær boltann. Það eru auðvitað fleiri öflugir leikmenn í Bengals-liðinu og allir eiga þeir það sameiginlegt að vera komnir á stærsta sviðið í fyrsta sinn. Fyrir nýliða sem vilja kynna sér reglur leiksins frekar er gott að horfa á þetta myndband hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3t6hM5tRlfA">watch on YouTube</a> Rapparar frá Vesturströndinni Tónlistaratriðið í hálfleik verður með rappörunum Dr Dre, Snoop Dogg, Eminem og Kendrick Lamar auk þess sem söngkonan Mary J Blige verður líka með þeim. Það er von á tólf mínútna veislu þar. SoFi leikvangurinn í Inglewood í Kaliforníu var opnaður í september 2020 og tekur yfir sjötíu þúsund manns. Það kostaði yfir 5,5 milljarða Bandaríkjadala að byggja hann en hann mun síðan hýsa HM í fótbolta 2026 og Ólympíuleikanna 2028. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h3NhX6-5mO0">watch on YouTube</a> Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur upp úr 23.30. NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Heiðursstúkan: Pressan á Henry Birgi í spurningakeppni um Super Bowl Heiðursstúkan er nýr þáttur sem hefur göngu sína á Vísi í dag. 11. febrúar 2022 10:02 „Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. 11. febrúar 2022 12:01 Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. 10. febrúar 2022 14:01 Lokasóknin um Beckham: „Hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi“ Útherjinn og ofurstjarnan Odell Beckham Jr. er loks að sýna hvað í sér býr í NFL-deildinni. Farið var yfir frammistöðu Beckham að undanförnu í síðasta þætti Lokasóknarinnar. 5. febrúar 2022 12:16 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Sjá meira
Sunnudagurinn 13. febrúar er einn sá allra stærsti á íþróttaárinu 2022 því í kvöld fer fram Super Bowl leikurinn á hinum nýja og glæsilega SoFi-leikvangi í Los Angeles. Þetta er risa menningarviðburður í Bandaríkjunum og aldrei meira áhorf í sjónvarpi en á þennan leik. Fjölskyldur og vinir hittast í Super Bowl-veislum út um öll Bandaríkin og áhugi út í heimi er alltaf að aukast. Það spillir ekki fyrir að auglýsingarnar í kringum leikinn eru í hæsta gæðaflokki og í hálfleik er boðið upp á mikla tónleikaveislu með stórstjörnum úr tónlistarheiminum. The #SBLVI experience is HERE! Don't miss out on it. #NFL pic.twitter.com/M6aZFM7ftI— Super Bowl LVI on NBC (@SNFonNBC) February 8, 2022 Liðin koma úr ólíkri átt Það verður enginn Tom Brady í Super Bowl í ár en þess í stað mæta þangað tvö félög hungruð í langþráðan titil. Los Angeles Rams og Cincinnati Bengals eru þó að koma í úrslitaleik NFL-deildarinnar úr ólíkri átt. Það bjuggust margir við að Los Angeles Rams færi langt í þessari úrslitakeppni enda með magnað lið en fáir áttu von á því að mótherjinn yrði Cincinnati Bengals. Í deild Bengals voru öflug lið eins og Kansas City Chiefs og Buffalo Bills en það var liðið, sem tapaði tvisvar fyrir Cleveland Browns í vetur, sem er komið alla leið. Tampa Bay Buccaneers vann titilinn í fyrra á heimavelli sínum fyrstir liða og nú getur Los Angeles Rams endurtekið leikinn því liðið deilir SoFi-leikvanginum með Los Angeles Chargers liðinu. Los Angeles Rams hefur ekki farið leynt með það að liðið ætlar sér að vinna fyrsta NFL-titil Los Angeles borgar í 38 ár. Liðið hefur safnað liði undanfarin ár og oft verið líklegt. View this post on Instagram A post shared by Los Angeles Rams (@rams) Hrútarnir spiluðu í St. Louis þegar þeir unnu síðast Að þessu sinni fundu þeir réttu púslin á leikmannamarkaðnum, bæði fyrir tímabilið sem og inn á því miðju. Fyrir vikið hefur Rams-liðið brunað í gegnum allar hindranir hingað til og er nú einum sigri frá fyrsta NFL-titli Rams síðan liðið færði sig frá St. Louis til Los Angeles. Lykilatriði var að skipta á leikstjórnendum við Detroit Lions fyrir tímabilið en Matthew Stafford hefur staðið sig mun betur en Jared Goff. Samvinna hans og útherjans Cooper Kupp hefur sprengt flesta skala en Kupp var kosinn besti sóknarmaður deildarinnar í ár. Það munaði líka miklu að ná samningum við útherjann Odell Beckham Jr. og gera leikmannaskipti við Denver Broncos sem færðu Rams liðinu varnarmanninn öfluga Von Miller. Fengu mann sem hefur unnið titilinn Von Miller er einn af fáum leikmönnum í leiknum sem hefur unnið titilinn en hann var valinn mikilvægasti leikmaður Super Bowl þegar Denver Broncos vann titilinn í febrúar 2016. Rams hefur í rauninni lagt allt undir og í raun fórnað framtíð sinni í leiðinni því liðið tekur lítinn þátt í fyrstu umferð nýliðavalsins næstu misseri eftir að hafa skipt frá sér valréttum til að fá sterka leikmenn í staðinn. Liðið er fullt af frábærum leikmönnum og það er allt til þess að vinna þann stóra núna. Mótherjarnir eru sýnd veiði en ekki gefin. Hinum megin höfum við kannski litla liðið í Super Bowl í ár en leikmenn Cincinnati Bengals hafa heldur betur bitið frá sér alla þessa úrslitakeppni. View this post on Instagram A post shared by Cincinnati Bengals (@bengals) Ungar stjörnur sem unnu titilinn saman í háskóla Þar fara fremstir tveir ungir leikmenn sem eru nýkomnir inn í deildina en unnu líka frábærlega saman í háskóla. Þetta eru leikstjórnandinn Joe Burrow og útherjinn Ja'Marr Chase. Joe Burrow er á sínu öðru ári en Chase er nýliði. Samvinna þeirra skilaði Louisiana State háskólatitlinum árið 2019 og Bengals náði þeim báðum í nýliðavalinu. Þeir hafa tekið upp þráðinn í NFL-deildinni og frammistaða Chase skilaði honum verðlaununum nýliða ársins í sókn. Joe Burrow er eins svalur og þeir finnast og aldrei betri en á úrslitastundu. Það sýndi hann í háskóla og það hefur hann margoft sýnt í NFL líka. Chase er líka það snöggur og kraftmikill að það er alltaf von á einhverju stóru þegar hann fær boltann. Það eru auðvitað fleiri öflugir leikmenn í Bengals-liðinu og allir eiga þeir það sameiginlegt að vera komnir á stærsta sviðið í fyrsta sinn. Fyrir nýliða sem vilja kynna sér reglur leiksins frekar er gott að horfa á þetta myndband hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3t6hM5tRlfA">watch on YouTube</a> Rapparar frá Vesturströndinni Tónlistaratriðið í hálfleik verður með rappörunum Dr Dre, Snoop Dogg, Eminem og Kendrick Lamar auk þess sem söngkonan Mary J Blige verður líka með þeim. Það er von á tólf mínútna veislu þar. SoFi leikvangurinn í Inglewood í Kaliforníu var opnaður í september 2020 og tekur yfir sjötíu þúsund manns. Það kostaði yfir 5,5 milljarða Bandaríkjadala að byggja hann en hann mun síðan hýsa HM í fótbolta 2026 og Ólympíuleikanna 2028. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h3NhX6-5mO0">watch on YouTube</a> Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur upp úr 23.30.
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Heiðursstúkan: Pressan á Henry Birgi í spurningakeppni um Super Bowl Heiðursstúkan er nýr þáttur sem hefur göngu sína á Vísi í dag. 11. febrúar 2022 10:02 „Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. 11. febrúar 2022 12:01 Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. 10. febrúar 2022 14:01 Lokasóknin um Beckham: „Hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi“ Útherjinn og ofurstjarnan Odell Beckham Jr. er loks að sýna hvað í sér býr í NFL-deildinni. Farið var yfir frammistöðu Beckham að undanförnu í síðasta þætti Lokasóknarinnar. 5. febrúar 2022 12:16 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Sjá meira
Heiðursstúkan: Pressan á Henry Birgi í spurningakeppni um Super Bowl Heiðursstúkan er nýr þáttur sem hefur göngu sína á Vísi í dag. 11. febrúar 2022 10:02
„Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. 11. febrúar 2022 12:01
Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. 10. febrúar 2022 14:01
Lokasóknin um Beckham: „Hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi“ Útherjinn og ofurstjarnan Odell Beckham Jr. er loks að sýna hvað í sér býr í NFL-deildinni. Farið var yfir frammistöðu Beckham að undanförnu í síðasta þætti Lokasóknarinnar. 5. febrúar 2022 12:16