Alþjóðadagur kvenna og stúlkna í vísindum Heimsljós 11. febrúar 2022 14:15 UNICEF/Karin Schermbrucker Í dag er alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum. UN Women fagnar deginum og segir markmið hans að vekja athygli á mikilvægi þess að auka þátttöku kvenna og stúlkna í vísindum. „Heimurinn stendur frammi fyrir fjölda áskorana er tengjast bæði áhrifum loftslagsbreytinga sem og COVID-19 heimsfaraldursins. Varanlegar lausnir verða ekki fundnar án þátttöku kvenna og stúlkna,“ segir á vef landsnefndar UN Women á Íslandi. Vakin er athygli á eftirfarandi staðreyndum: 33% alls vísindafólks í heiminum eru konur Konur í vísindum fá færri rannsóknarstyrki en karlmenn, eru ólíklegri til að hljóta stöðuhækkun og gegna síður stjórnendastöðum 22% af þeim sem starfa við hönnun gervigreindar eru konur 28% af þeim er útskrifast úr verkfræði eru konur „Þessi ójöfnuður innan vísinda takmarkar getu okkar til að hanna og þróa sjálfbærar lausnir sem gagnast fólki af öllum kynjum og stéttum. Á alheimsráðstefnunni Kynslóð jafnréttis í fyrra samþykktu aðildarríki að efla hlut kvenna og stúlkna í STEM-greinum. Markmið samþykktarinnar er að tvöfalda hlut kvenna og stúlkna innan vísinda fyrir árið 2026,“ segir UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
„Heimurinn stendur frammi fyrir fjölda áskorana er tengjast bæði áhrifum loftslagsbreytinga sem og COVID-19 heimsfaraldursins. Varanlegar lausnir verða ekki fundnar án þátttöku kvenna og stúlkna,“ segir á vef landsnefndar UN Women á Íslandi. Vakin er athygli á eftirfarandi staðreyndum: 33% alls vísindafólks í heiminum eru konur Konur í vísindum fá færri rannsóknarstyrki en karlmenn, eru ólíklegri til að hljóta stöðuhækkun og gegna síður stjórnendastöðum 22% af þeim sem starfa við hönnun gervigreindar eru konur 28% af þeim er útskrifast úr verkfræði eru konur „Þessi ójöfnuður innan vísinda takmarkar getu okkar til að hanna og þróa sjálfbærar lausnir sem gagnast fólki af öllum kynjum og stéttum. Á alheimsráðstefnunni Kynslóð jafnréttis í fyrra samþykktu aðildarríki að efla hlut kvenna og stúlkna í STEM-greinum. Markmið samþykktarinnar er að tvöfalda hlut kvenna og stúlkna innan vísinda fyrir árið 2026,“ segir UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent