„Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2022 12:01 Teresa og Judah i flugvélinni á leiðinni á Super Bowl þar sem Johnny Hekker, bróðir Judah, er að fara að spila. Samsett/E.Stefán og Getty Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. Á flugvellinum í Seattle mátti sjá þó nokkuð af áhugafólki um NFL, klætt fatnaði merktu sínu liði. Super Bowl vikan er í augum margra í Bandaríkjunum hápunktur íþróttaársins hér vestanhafs, jafnvel þótt þeirra lið hafi helst úr lestinni á leiðinni. Það kom mér því ekkert sérstaklega á óvart að sjá að mér hafði verið úthlutað sæti í flugvélinni frá Seattle til Los Angeles við hliðina á pari sem var skilmerkilega merkt Los Angeles Rams – öðru liðanna sem keppir til úrslita í ár. Rams mætir Cincinnati Bengals í leiknum á sunnudag. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Reyndi að fela hversu hissa ég var „Góðan daginn,“ sagði konan og brosti fyrir aftan grímuna. Ég heilsaði á móti og spurði hvort þau væru nokkuð á leiðinni á leikinn. Ég átti satt best að segja ekki von á því enda ekki á allra færi að verða sér út um miða á þennan risavaxna viðburð. „Jú, við erum að fara. En þú?“ Ég reyndi að fela hversu hissa ég var að fá þetta svar og svaraði spurningunni játandi. Ég sagði þeim að ég væri fjölmiðlamaður frá Íslandi og færi á leikinn í þeim tilgangi að fjalla um leikinn. Ég laumaði þó að þeim að ég væri líka stuðningsmaður Cincinnati Bengals. „Oh. En allt í góðu,“ sagði hún og brosti. „Við höldum með hinu liðinu. Ég heiti Teresa og þetta er Judah.“ En var ekki erfitt að fá miða á leikinn, spyr ég. „Bróðir minn er að fara að spila í leiknum,“ sagði Judah þá. „Við erum að fara allir bræðurnir og foreldrar okkar.“ Þetta voru upplýsingar sem ég reiknaði ekki með að fá í fangið. Hver er bróðir þinn, spurði ég og reyndi að sýna sömu stillingu og hann gerði. „Hann er sparkarinn (e. punter) í Rams,“ sagði hann. „Johnny Hekker heitir hann.“ Einn sá besti í sinni stöðu Johnny Hekker er einn besti leikmaður deilarinnar í sinni stöðu. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið deildarinnar og er að fara í Super Bowl í annað sinn á ferlinum. Hekker hefur átt magnaðan feril og er á sínu tíunda ári í deildinni – öll sem leikmaður Rams. Hann á nokkur met, þar á meðal lengsta spark í sögu Super Bowl. Það afrekaði hann fyrir þremur árum, er Rams tapaði fyrir New England Patriots. Þeir eru alls fimm bræðurnir í fjölskyldunni. Johnny er yngstur en „hann er stærstur af þeim öllum,“ bendir Teresa á. Judah er í miðjunni og spilaði sjálfur fótbolta (þennan evrópska sem við þekkjum öllu betur) á sínum yngri áður, bæði í háskóla og sem hálfatvinnumaður heima í Seattle. Judah sagði að hann hefði verið fínasti sparkari og hefði örugglega náð langt ef hann hefði helgað sig íþróttinni. En hann valdi fótboltann og nýtur þess nú að horfa á litla bróður spila. Ekki síst þar sem að hann er nú á leiðinni í Super Bowl öðru sinni á síðastliðnum fjórum tímabilum. View this post on Instagram A post shared by Johnny Hekker (@jhekk) Ekkert leyndarmál að þeir eru ekki stærstu stjörnurnar Það er ekkert leyndarmál að sparkarar eru ekki stærstu stjörnurnar í deildinni. En Hekker er stjarna meðal sparkaranna. Hann hefur ósjaldan verið notaður sem vopn í blekkingarkerfum. Í stað þess að sparka boltanum til hins liðsins, sem er hlutverk „pöntarans“, kemur hann andstæðingnum á óvörum með því að kasta boltanum á samherja, ná endurnýjun og koma sókninni aftur inn í leikinn. Hann á meira að segja snertimarkssendingu á ferilsskránni. Það var sannarlega óvænt en afar skemmtileg ánægja að kynnast þeim Teresu og Judah. Ég óskaði þeirra manni að sjálfsögðu góðs gengis. „Vonandi fær hann að pönta í hverri einustu sókn Rams,“ bætti ég við og brosti. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld klukkan 23.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 22.00 og verður fjallað um leikinn næstu daga á miðlum Sýnar. NFL Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sjá meira
Á flugvellinum í Seattle mátti sjá þó nokkuð af áhugafólki um NFL, klætt fatnaði merktu sínu liði. Super Bowl vikan er í augum margra í Bandaríkjunum hápunktur íþróttaársins hér vestanhafs, jafnvel þótt þeirra lið hafi helst úr lestinni á leiðinni. Það kom mér því ekkert sérstaklega á óvart að sjá að mér hafði verið úthlutað sæti í flugvélinni frá Seattle til Los Angeles við hliðina á pari sem var skilmerkilega merkt Los Angeles Rams – öðru liðanna sem keppir til úrslita í ár. Rams mætir Cincinnati Bengals í leiknum á sunnudag. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Reyndi að fela hversu hissa ég var „Góðan daginn,“ sagði konan og brosti fyrir aftan grímuna. Ég heilsaði á móti og spurði hvort þau væru nokkuð á leiðinni á leikinn. Ég átti satt best að segja ekki von á því enda ekki á allra færi að verða sér út um miða á þennan risavaxna viðburð. „Jú, við erum að fara. En þú?“ Ég reyndi að fela hversu hissa ég var að fá þetta svar og svaraði spurningunni játandi. Ég sagði þeim að ég væri fjölmiðlamaður frá Íslandi og færi á leikinn í þeim tilgangi að fjalla um leikinn. Ég laumaði þó að þeim að ég væri líka stuðningsmaður Cincinnati Bengals. „Oh. En allt í góðu,“ sagði hún og brosti. „Við höldum með hinu liðinu. Ég heiti Teresa og þetta er Judah.“ En var ekki erfitt að fá miða á leikinn, spyr ég. „Bróðir minn er að fara að spila í leiknum,“ sagði Judah þá. „Við erum að fara allir bræðurnir og foreldrar okkar.“ Þetta voru upplýsingar sem ég reiknaði ekki með að fá í fangið. Hver er bróðir þinn, spurði ég og reyndi að sýna sömu stillingu og hann gerði. „Hann er sparkarinn (e. punter) í Rams,“ sagði hann. „Johnny Hekker heitir hann.“ Einn sá besti í sinni stöðu Johnny Hekker er einn besti leikmaður deilarinnar í sinni stöðu. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið deildarinnar og er að fara í Super Bowl í annað sinn á ferlinum. Hekker hefur átt magnaðan feril og er á sínu tíunda ári í deildinni – öll sem leikmaður Rams. Hann á nokkur met, þar á meðal lengsta spark í sögu Super Bowl. Það afrekaði hann fyrir þremur árum, er Rams tapaði fyrir New England Patriots. Þeir eru alls fimm bræðurnir í fjölskyldunni. Johnny er yngstur en „hann er stærstur af þeim öllum,“ bendir Teresa á. Judah er í miðjunni og spilaði sjálfur fótbolta (þennan evrópska sem við þekkjum öllu betur) á sínum yngri áður, bæði í háskóla og sem hálfatvinnumaður heima í Seattle. Judah sagði að hann hefði verið fínasti sparkari og hefði örugglega náð langt ef hann hefði helgað sig íþróttinni. En hann valdi fótboltann og nýtur þess nú að horfa á litla bróður spila. Ekki síst þar sem að hann er nú á leiðinni í Super Bowl öðru sinni á síðastliðnum fjórum tímabilum. View this post on Instagram A post shared by Johnny Hekker (@jhekk) Ekkert leyndarmál að þeir eru ekki stærstu stjörnurnar Það er ekkert leyndarmál að sparkarar eru ekki stærstu stjörnurnar í deildinni. En Hekker er stjarna meðal sparkaranna. Hann hefur ósjaldan verið notaður sem vopn í blekkingarkerfum. Í stað þess að sparka boltanum til hins liðsins, sem er hlutverk „pöntarans“, kemur hann andstæðingnum á óvörum með því að kasta boltanum á samherja, ná endurnýjun og koma sókninni aftur inn í leikinn. Hann á meira að segja snertimarkssendingu á ferilsskránni. Það var sannarlega óvænt en afar skemmtileg ánægja að kynnast þeim Teresu og Judah. Ég óskaði þeirra manni að sjálfsögðu góðs gengis. „Vonandi fær hann að pönta í hverri einustu sókn Rams,“ bætti ég við og brosti. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld klukkan 23.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 22.00 og verður fjallað um leikinn næstu daga á miðlum Sýnar.
NFL Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sjá meira