„Hugmynd sem nær út fyrir hið sjónræna og opnar enn stærri sýn en sést á yfirborðinu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2022 07:01 Listamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson opnar sýninguna AUGA Í NAGLAFARI á morgun, laugardag. Aðsend Listamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson opnar sýningu á morgun, laugardaginn 12. febrúar, í Portfolio Gallerí á Hverfisgötu 71. Verk frá árunum 1977-1987 verða þar til sýnis og hafa listfræðingurinn Jón Proppé og Steingrímur Eyfjörð verið Helga innan handar sem sýningarstjórar. View this post on Instagram A post shared by Helgi Þorgils Friðjónsson (@helgithorgils) Helgi Þorgils býr yfir margra áratuga reynslu í listheiminum en hann hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1975, fyrir tæpri hálfri öld. Blaðamaður heyri í Helga og tók púlsinn á honum fyrir sýningaropnun. Sýningin heitir AUGA Í NAGLAFARI en samkvæmt Helga er naglafarið op sem hefur gefið okkur sýn á marga hluti. „Þannig má segja að við gægjumst í naglafarið og það opni sýn.“ Helgi segir að hugmynd sýningarstjóranna hafi verið að hann myndi safna saman listaverkum frá árunum í kringum 1980, sem þeir telja að fáir þekki í dag. Brot af verkum Helga Þorgils.Aðsend Skapar samtal með verkunum View this post on Instagram A post shared by Helgi Þorgils Friðjónsson (@helgithorgils) „Þannig séð safnaði ég bara saman verkum frá þessum tíma og reyndi að skapa samtal með verkunum. Ég geri það jafnan á flestum sýningum mínum. Ég bý til veggi, frekar en að safna saman einstaklingum, og vel oft í því skyni ólík verk með margar raddir. Þannig verður veggurinn eitt verk, með sjálfstæðum verkum séu þau tekin út fyrir stóra rammann. Hvert og eitt verk er hugmynd sem nær út fyrir hið sjónræna og opnar enn stærri sýn en sést á yfirborðinu.“ Leitin er fjörkálfur Sýningargestir hafa svigrúm til að upplifa verkin á eigin hátt en eru hvattir til að staldra aðeins við í upplifun sinni. „Hugsanabóla gestsins þenst út, gefi hann hverri mynd eitt augnablik og hugsi um heiti verkanna og efnismeðferð og gefi sér frelsi,“ segir Helgi og bætir við að á þeim tíma sem hann skapaði verk sýningarinnar hafi hann oft reynt vel á mörk þessarar hugsunarbólu. View this post on Instagram A post shared by Helgi Þorgils Friðjónsson (@helgithorgils) „Stærri málverkin hafa sjóndeildarhring sem verður til við gerð minni verkanna sem safnast saman eins og veggurinn, þar til það er nauðsynlegt að framlengja hann áður en hugsunarbólan hefur þanist það mikið út að hún er við það að springa. Leitin er fjörkálfur, skemmtilegur og fullur af afkimum sem leynast í naglafarinu,“ segir Helgi Þorgils að lokum. Helgi Þorgils býr til veggi og skapar samtal með verkunum.Aðsend/Portfolio Gallerí Áhrif til samtímans Fortíðin spilar oft veigamikið hlutverk í samtímanum og geta listrænar stefnur og áhrif þeirra farið í hringi. Í sýningartexta AUGA Í NAGLAFARI segir Jón Proppé listfræðingur og sýningarstjóri að Helgi hafi verið „…einn þeirra ungu listamanna sem voru að endurvekja málverkið og finna því hlutverk í nýju framúrstefnunni.“ View this post on Instagram A post shared by Portfolio Gallerí (@portfoliogalleri) Einnig segir Jón Proppé að í gegnum verkin á þessari sýningu sé hægt að „greina betur þá strauma sem þarna runnu saman í það þróttmikla myndlistar umhverfi sem við búum enn að á Íslandi.“ Hægt verður að rannsaka þessi áhrif til samtímans nánar í gegnum fortíðar sköpunarheim Helga Þorgils á sýningunni, sem stendur til 5. mars þessa árs. Sýningin stendur til 5. mars næstkomandiAðsend/Portfolio Gallerí Myndlist Menning Tengdar fréttir Rakel og Helgi byggðu „Parísarsvalir“ út á þakið Rakel Halldórsdóttir heilsu frumkvöðull og fyrirsæta og Helgi Þorgils Friðjónsson einn virtasti lístmálari landsins búa í ævintýralegri íbúð og vinnustofu í miðbæ Reykjavíkur. 3. september 2021 12:30 Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01 „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 „Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Verk frá árunum 1977-1987 verða þar til sýnis og hafa listfræðingurinn Jón Proppé og Steingrímur Eyfjörð verið Helga innan handar sem sýningarstjórar. View this post on Instagram A post shared by Helgi Þorgils Friðjónsson (@helgithorgils) Helgi Þorgils býr yfir margra áratuga reynslu í listheiminum en hann hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1975, fyrir tæpri hálfri öld. Blaðamaður heyri í Helga og tók púlsinn á honum fyrir sýningaropnun. Sýningin heitir AUGA Í NAGLAFARI en samkvæmt Helga er naglafarið op sem hefur gefið okkur sýn á marga hluti. „Þannig má segja að við gægjumst í naglafarið og það opni sýn.“ Helgi segir að hugmynd sýningarstjóranna hafi verið að hann myndi safna saman listaverkum frá árunum í kringum 1980, sem þeir telja að fáir þekki í dag. Brot af verkum Helga Þorgils.Aðsend Skapar samtal með verkunum View this post on Instagram A post shared by Helgi Þorgils Friðjónsson (@helgithorgils) „Þannig séð safnaði ég bara saman verkum frá þessum tíma og reyndi að skapa samtal með verkunum. Ég geri það jafnan á flestum sýningum mínum. Ég bý til veggi, frekar en að safna saman einstaklingum, og vel oft í því skyni ólík verk með margar raddir. Þannig verður veggurinn eitt verk, með sjálfstæðum verkum séu þau tekin út fyrir stóra rammann. Hvert og eitt verk er hugmynd sem nær út fyrir hið sjónræna og opnar enn stærri sýn en sést á yfirborðinu.“ Leitin er fjörkálfur Sýningargestir hafa svigrúm til að upplifa verkin á eigin hátt en eru hvattir til að staldra aðeins við í upplifun sinni. „Hugsanabóla gestsins þenst út, gefi hann hverri mynd eitt augnablik og hugsi um heiti verkanna og efnismeðferð og gefi sér frelsi,“ segir Helgi og bætir við að á þeim tíma sem hann skapaði verk sýningarinnar hafi hann oft reynt vel á mörk þessarar hugsunarbólu. View this post on Instagram A post shared by Helgi Þorgils Friðjónsson (@helgithorgils) „Stærri málverkin hafa sjóndeildarhring sem verður til við gerð minni verkanna sem safnast saman eins og veggurinn, þar til það er nauðsynlegt að framlengja hann áður en hugsunarbólan hefur þanist það mikið út að hún er við það að springa. Leitin er fjörkálfur, skemmtilegur og fullur af afkimum sem leynast í naglafarinu,“ segir Helgi Þorgils að lokum. Helgi Þorgils býr til veggi og skapar samtal með verkunum.Aðsend/Portfolio Gallerí Áhrif til samtímans Fortíðin spilar oft veigamikið hlutverk í samtímanum og geta listrænar stefnur og áhrif þeirra farið í hringi. Í sýningartexta AUGA Í NAGLAFARI segir Jón Proppé listfræðingur og sýningarstjóri að Helgi hafi verið „…einn þeirra ungu listamanna sem voru að endurvekja málverkið og finna því hlutverk í nýju framúrstefnunni.“ View this post on Instagram A post shared by Portfolio Gallerí (@portfoliogalleri) Einnig segir Jón Proppé að í gegnum verkin á þessari sýningu sé hægt að „greina betur þá strauma sem þarna runnu saman í það þróttmikla myndlistar umhverfi sem við búum enn að á Íslandi.“ Hægt verður að rannsaka þessi áhrif til samtímans nánar í gegnum fortíðar sköpunarheim Helga Þorgils á sýningunni, sem stendur til 5. mars þessa árs. Sýningin stendur til 5. mars næstkomandiAðsend/Portfolio Gallerí
Myndlist Menning Tengdar fréttir Rakel og Helgi byggðu „Parísarsvalir“ út á þakið Rakel Halldórsdóttir heilsu frumkvöðull og fyrirsæta og Helgi Þorgils Friðjónsson einn virtasti lístmálari landsins búa í ævintýralegri íbúð og vinnustofu í miðbæ Reykjavíkur. 3. september 2021 12:30 Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01 „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 „Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Rakel og Helgi byggðu „Parísarsvalir“ út á þakið Rakel Halldórsdóttir heilsu frumkvöðull og fyrirsæta og Helgi Þorgils Friðjónsson einn virtasti lístmálari landsins búa í ævintýralegri íbúð og vinnustofu í miðbæ Reykjavíkur. 3. september 2021 12:30
Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01
„Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30
Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00
„Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01
„Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30