Ákall UNICEF vegna hræðilegra aðstæðna barna í Sýrlandi Heimsljós 10. febrúar 2022 10:25 unicef „Klukkan tifar fyrir börnin í norðurhluta Sýrlands og hver dagur skiptir máli. Hvert framlag gerir gagn,“ segir í frétt frá UNICEF á Íslandi sem leitar nú eftir stuðningi Íslendinga til að tryggja þessum börnum hlý föt, öruggt skjól, lífsnauðsynlega þjónustu og réttindi í baráttu við náttúruöflin og aðstæður í heimalandinu, sem þau eiga enga sök á. „Veturinn hefur verið óvenju harður í Sýrlandi og tugþúsundir barna í norðurhluta landsins hafast nú við í tjöldum, neyðarskýlum og tímabundnu húsnæði meðan frostharkan slær víða met. Bara síðustu tvær vikur hafa að minnsta kosti fimm börn látið lífið í norðvesturhluta landsins vegna kuldans. Harðnandi átök, með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu, í landshlutanum hafa enn aukið þeirra neyð,“ segir í fréttinni. Á síðasta ár náði UNICEF 87 prósentum af markmiði sínu í dreifingu vetrarfatnaðar og fengu 109.178 börn í flóttamannabúðum, tímabundnum skýlum og öðrum viðkvæmum byggðum og aðstæðum vetrarpakka. UNICEF veitti 11,3 milljónum manna í Sýrlandi mannúðaraðstoð, þar af 7,3 milljónum barna. Fólki sem þarf á mannúðaraðstoð að halda fjölgaði úr 11,1 milljón árið 2020 í 13,4 milljónir árið 2021. Þessi fjölgun var drifin áfram að efnahagskreppu, auknum átökum í norðvesturhluta landsins og víðar, fjölda fólks á flótta innanlands, almannaþjónustu sem er í lamasessi og ekki síst áhrifum heimsfaraldurs COVID-19. Um 1,5 milljónir Sýrlendinga fengu bólusetningu gegn COVID-19. Í lok árs 2021 þurftu rúmlega þrettán milljónir íbúa Sýrlands á mannúðaraðstoð að halda, þar af sex milljónir barna. Tæplega sjö milljónir manna eru á flótta innanlands og UNICEF segir að rúmlega tvær og hálf milljón barna búi á svæðum sem erfitt sé að ná til. Nú eru liðin hartnær ellefu ár frá því stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð allan þann tíma. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá Heimsforeldrum og þeim sem stutt hafa neyðarsöfnun UNICEF. Hægt er að hjálpa með að senda SMS-ið STOPP í númerið 1900 til að gefa 1.900 krónur í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Sýrland. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sýrland Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent
Hvert framlag gerir gagn,“ segir í frétt frá UNICEF á Íslandi sem leitar nú eftir stuðningi Íslendinga til að tryggja þessum börnum hlý föt, öruggt skjól, lífsnauðsynlega þjónustu og réttindi í baráttu við náttúruöflin og aðstæður í heimalandinu, sem þau eiga enga sök á. „Veturinn hefur verið óvenju harður í Sýrlandi og tugþúsundir barna í norðurhluta landsins hafast nú við í tjöldum, neyðarskýlum og tímabundnu húsnæði meðan frostharkan slær víða met. Bara síðustu tvær vikur hafa að minnsta kosti fimm börn látið lífið í norðvesturhluta landsins vegna kuldans. Harðnandi átök, með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu, í landshlutanum hafa enn aukið þeirra neyð,“ segir í fréttinni. Á síðasta ár náði UNICEF 87 prósentum af markmiði sínu í dreifingu vetrarfatnaðar og fengu 109.178 börn í flóttamannabúðum, tímabundnum skýlum og öðrum viðkvæmum byggðum og aðstæðum vetrarpakka. UNICEF veitti 11,3 milljónum manna í Sýrlandi mannúðaraðstoð, þar af 7,3 milljónum barna. Fólki sem þarf á mannúðaraðstoð að halda fjölgaði úr 11,1 milljón árið 2020 í 13,4 milljónir árið 2021. Þessi fjölgun var drifin áfram að efnahagskreppu, auknum átökum í norðvesturhluta landsins og víðar, fjölda fólks á flótta innanlands, almannaþjónustu sem er í lamasessi og ekki síst áhrifum heimsfaraldurs COVID-19. Um 1,5 milljónir Sýrlendinga fengu bólusetningu gegn COVID-19. Í lok árs 2021 þurftu rúmlega þrettán milljónir íbúa Sýrlands á mannúðaraðstoð að halda, þar af sex milljónir barna. Tæplega sjö milljónir manna eru á flótta innanlands og UNICEF segir að rúmlega tvær og hálf milljón barna búi á svæðum sem erfitt sé að ná til. Nú eru liðin hartnær ellefu ár frá því stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð allan þann tíma. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá Heimsforeldrum og þeim sem stutt hafa neyðarsöfnun UNICEF. Hægt er að hjálpa með að senda SMS-ið STOPP í númerið 1900 til að gefa 1.900 krónur í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Sýrland. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sýrland Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent