Vann ÓL-gull og fagnaði með að kyssa þjálfarann og hrauna yfir sambandið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 08:30 Arianna Fontana kyssir hér þjálfara sinn sem er líka eiginmaður hennar. AP/David J. Phillip Ítalska skautakonan Arianna Fontana vann Ólympíugull í skautaati í vikunni og fagnaði því á frekar sérstakan hátt. Eftir að gullið var í höfn þá kyssti hún þjálfara sinn og hraunaði síðan fyrir Skautasamband Ítala í viðtölum við blaðamenn. Fontana fagnaði sigrinum með því að öskra og steyta hnefanum upp í loftið en það var öllum ljóst að þetta skipti hana gríðarlegu máli. Why gold medalist Arianna Fontana's 2022 Olympics kiss had a hint of revenge https://t.co/sVodGkmcGI pic.twitter.com/C6j9LAwUjw— New York Post (@nypost) February 9, 2022 „Ég er ekki vön því að öskra en þetta var leið fyrir mig að ná öllu út því ég þurfti að losa mig við reiðina,“ sagði Arianna Fontana. Hún skautaði síðan beint til þjálfara síns, Anthony Lobello Jr., og smellti á hann kossi eins og sjá má á myndinni að ofan. Hin 31 árs gamla skautakona heldur því fram að enginn hjá Skautasambandi Ítala hafi viljað sjá hana á þessum leikum. Hún hefur staðið í deilum við ítalska sambandið síðan á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Deilan á rætur sínar að rekja til þess að hún ákvað að eiginmaðurinn yrði þjálfari hennar. Í framhaldi af þeirri ákvöðrun lækkaði ítalska sambandið stuðningsgreiðslur sínar. „Við vorum að glíma við fólk sem vildi ekki sjá mig hér. Sambandið hefur ekki stutt vel við bakið á mér af því að maðurinn minn þjálfar mig,“ sagði Arianna Fontana. History! Arianna Fontana wins #Gold in #ShortTrackSkating - Women's 500m, her 10th Olympic medal to tie Stefania Belmondo as the most decorated Italian female Olympian in history!#Beijing2022 | #StrongerTogether | @ItaliaTeam_It | @AryFonta— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 „Við sýndum öllum að hann er frábær þjálfari. Það var best fyrir mig að hafa hann mér við hlið,“ sagði Arianna. Þau eyddu þremur árum í Ungverjalandi en komu til baka til Ítalíu á síðasta ári til að æfa með ítalska landsliðinu. „Ég hitti stjórnarmenn á ganginum og þeir óskuðu mér ekki til hamingju. Það er reyndar betra að þeir haldi sig bara fjarri,“ sagði Arianna og hún er óviss með framhaldið. „Ef hlutirnir breytast ekki þá ætla ég ekki að ganga aftur í gegnum þetta,“ sagði Arianna. Hún er mjög sigursæl en þetta voru hennar tíundu verðlaun á Ólympíuleikun. Arianna vann einnig gull í 500 metra skautaati í Pyeongchang 2018 og fékk silfur í greininni í Sochi 2014. Hún hefur unnið tvö gull, þrjú silfur og fimm brons á Ólympíuleikum. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Eftir að gullið var í höfn þá kyssti hún þjálfara sinn og hraunaði síðan fyrir Skautasamband Ítala í viðtölum við blaðamenn. Fontana fagnaði sigrinum með því að öskra og steyta hnefanum upp í loftið en það var öllum ljóst að þetta skipti hana gríðarlegu máli. Why gold medalist Arianna Fontana's 2022 Olympics kiss had a hint of revenge https://t.co/sVodGkmcGI pic.twitter.com/C6j9LAwUjw— New York Post (@nypost) February 9, 2022 „Ég er ekki vön því að öskra en þetta var leið fyrir mig að ná öllu út því ég þurfti að losa mig við reiðina,“ sagði Arianna Fontana. Hún skautaði síðan beint til þjálfara síns, Anthony Lobello Jr., og smellti á hann kossi eins og sjá má á myndinni að ofan. Hin 31 árs gamla skautakona heldur því fram að enginn hjá Skautasambandi Ítala hafi viljað sjá hana á þessum leikum. Hún hefur staðið í deilum við ítalska sambandið síðan á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Deilan á rætur sínar að rekja til þess að hún ákvað að eiginmaðurinn yrði þjálfari hennar. Í framhaldi af þeirri ákvöðrun lækkaði ítalska sambandið stuðningsgreiðslur sínar. „Við vorum að glíma við fólk sem vildi ekki sjá mig hér. Sambandið hefur ekki stutt vel við bakið á mér af því að maðurinn minn þjálfar mig,“ sagði Arianna Fontana. History! Arianna Fontana wins #Gold in #ShortTrackSkating - Women's 500m, her 10th Olympic medal to tie Stefania Belmondo as the most decorated Italian female Olympian in history!#Beijing2022 | #StrongerTogether | @ItaliaTeam_It | @AryFonta— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 „Við sýndum öllum að hann er frábær þjálfari. Það var best fyrir mig að hafa hann mér við hlið,“ sagði Arianna. Þau eyddu þremur árum í Ungverjalandi en komu til baka til Ítalíu á síðasta ári til að æfa með ítalska landsliðinu. „Ég hitti stjórnarmenn á ganginum og þeir óskuðu mér ekki til hamingju. Það er reyndar betra að þeir haldi sig bara fjarri,“ sagði Arianna og hún er óviss með framhaldið. „Ef hlutirnir breytast ekki þá ætla ég ekki að ganga aftur í gegnum þetta,“ sagði Arianna. Hún er mjög sigursæl en þetta voru hennar tíundu verðlaun á Ólympíuleikun. Arianna vann einnig gull í 500 metra skautaati í Pyeongchang 2018 og fékk silfur í greininni í Sochi 2014. Hún hefur unnið tvö gull, þrjú silfur og fimm brons á Ólympíuleikum.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira