Metfjöldi greindist í gær: 2.254 greindust innanlands Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. febrúar 2022 10:11 Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring hér á landi. Vísir/Vilhelm Alls greindust 2.254 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en aldrei hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins hér á landi. Um er að ræða metfjölda á einum sólarhring en um er að ræða 400 fleiri tilfelli en síðasta met, þar sem 1857 greindust smitaðir innanlands síðastliðinn föstudag. Alls voru 4.753 einkennasýni greind og voru 29 prósent í sóttkví við greiningu. Alls eru nú 11.111 í einangrun og 8.342 eru í sóttkví, að því er kemur fram á covid.is. Átján greindust smitaðir á landamærunum þar sem 304 sýni voru greind. 33 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19 og fækkar því um tvo á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Í gær var staðan þannig að 35 sjúklingar voru á Landspítala með Covid-19. Einn var á gjörgæslu og var hann í öndunarvél. Aldrei fleiri greinst á Norðurlandi eystra Greint er frá tölum dagsins í Facebook færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra en þar er sömuleiðis greint frá því að metfjöldi hafi greinst á Norðurlandi eystra í gær eða alls 375 manns. Þá hafa aldrei jafn margir verið í einangrun á sama tíma í umdæminu. „Eitthvað virðist veðrið síðustu daga hafa blásið Covid á milli manna, a.m.k. ef við horfum í stöðuna í okkar umdæmi,“ segir í Facebook færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra um Covid stöðuna í umdæminu. Mikið álag var á sýnatökum í gær að sögn lögreglu, sem og Sjúkrahúsinu á Akureyri sem sér um að greina sýni. „Það var þá alveg í samræmi við fjölda sýna að við vorum með mesta fjölda smitaðra einstaklinga á sólarhring í gær, samtals 375 manns,“ segir í færslunni en alls eru nú 1163 í einangrun í umdæminu, þar af lang flestir á Akureyri. Uppfært 10:20: Samkvæmt upplýsingum á covid.is greindust 2.254 innanlands og 18 á landamærunum. Samanlagt er um að ræða sama fjölda og lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi greindist með Covid í gær Aldrei hafa fleiri greinst með Covid-19 hér á landi en í gær, eða 1.856. 5. febrúar 2022 14:07 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Um er að ræða metfjölda á einum sólarhring en um er að ræða 400 fleiri tilfelli en síðasta met, þar sem 1857 greindust smitaðir innanlands síðastliðinn föstudag. Alls voru 4.753 einkennasýni greind og voru 29 prósent í sóttkví við greiningu. Alls eru nú 11.111 í einangrun og 8.342 eru í sóttkví, að því er kemur fram á covid.is. Átján greindust smitaðir á landamærunum þar sem 304 sýni voru greind. 33 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19 og fækkar því um tvo á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Í gær var staðan þannig að 35 sjúklingar voru á Landspítala með Covid-19. Einn var á gjörgæslu og var hann í öndunarvél. Aldrei fleiri greinst á Norðurlandi eystra Greint er frá tölum dagsins í Facebook færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra en þar er sömuleiðis greint frá því að metfjöldi hafi greinst á Norðurlandi eystra í gær eða alls 375 manns. Þá hafa aldrei jafn margir verið í einangrun á sama tíma í umdæminu. „Eitthvað virðist veðrið síðustu daga hafa blásið Covid á milli manna, a.m.k. ef við horfum í stöðuna í okkar umdæmi,“ segir í Facebook færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra um Covid stöðuna í umdæminu. Mikið álag var á sýnatökum í gær að sögn lögreglu, sem og Sjúkrahúsinu á Akureyri sem sér um að greina sýni. „Það var þá alveg í samræmi við fjölda sýna að við vorum með mesta fjölda smitaðra einstaklinga á sólarhring í gær, samtals 375 manns,“ segir í færslunni en alls eru nú 1163 í einangrun í umdæminu, þar af lang flestir á Akureyri. Uppfært 10:20: Samkvæmt upplýsingum á covid.is greindust 2.254 innanlands og 18 á landamærunum. Samanlagt er um að ræða sama fjölda og lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi greindist með Covid í gær Aldrei hafa fleiri greinst með Covid-19 hér á landi en í gær, eða 1.856. 5. febrúar 2022 14:07 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Metfjöldi greindist með Covid í gær Aldrei hafa fleiri greinst með Covid-19 hér á landi en í gær, eða 1.856. 5. febrúar 2022 14:07