Fundarefni er samskipti forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar í tengslum við skimanir fyrirtækisins fyrir SARS-CoV-2 veirunni og mótefnum við henni sem fram fóru árið 2020.
Gestur fundarins verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og ásamt henni mætir Sigurður Örn Guðleifsson lögfræðingur í forsætisráðuneytinu.
Gestir fundarins verða ekki á staðnum heldur taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.