Sara Sigmunds búin að finna sér nýjan samastað í Suðurríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2022 09:01 Þetta er nýi heimavöllur Söru Sigmundsdóttur sem hefur ákveðið að verða næstu mánuði í Georgíufylki. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur fundið sér nýtt heimili næstu mánuði en hún ætlar að eyða þeim í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Sara mun því ekki undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil heima á Íslandi eins og síðustu ár. Hún eyddi nokkrum mánuðum í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir áramótin en er nú kominn alla leið til Georgíufylkis í Bandaríkjunum. „Þeir segja að það sem reynir ekki á þig breytir þér ekki,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sinni. „Ég setti upp áskorun fyrir mig á þessu ári að fara úr fyrir þægindarammann minn og tók þá ákvörðun að flytja til Alpharetta í Georgíufylki,“ skrifaði Sara. Alpharetta er 65 þúsund manna borga norður af Atlanta, stærstu borg Georgíufylkis. „Ég var búin að ákveða það eyða stærstum hluta af árinu 2022 í Bandaríkjunum en var ekki fyllilega búin að ákveða hvar nákvæmlega,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Eftir að hafa eytt síðustu dögum í Training Think Tank æfingastöðinni þá áttaði ég mig á því að aðstaðan sem Max er búinn að koma upp hér er algjörlega fullkomin fyrir mig,“ skrifaði Sara og það þýðir stór tímamót fyrir hana. „Ég hef því tekið þessa ákvörðun og í fyrsta sinn á ferlinum þá mun ég vera með þjálfara á staðnum heilt tímabil,“ skrifaði Sara. Þjálfari hennar er Max El Hag en hann tók við þjálfun hennar fyrir ári síðan. Það varð ekkert af því tímabili af því að Sara sleit krossband rétt fyrir tímabilið. Frumraun hennar undir stjórn Max verður því í ár og nú er hún komin alla leið til hans í Suðurríkjunum Bandaríkjanna. CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Sara mun því ekki undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil heima á Íslandi eins og síðustu ár. Hún eyddi nokkrum mánuðum í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir áramótin en er nú kominn alla leið til Georgíufylkis í Bandaríkjunum. „Þeir segja að það sem reynir ekki á þig breytir þér ekki,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sinni. „Ég setti upp áskorun fyrir mig á þessu ári að fara úr fyrir þægindarammann minn og tók þá ákvörðun að flytja til Alpharetta í Georgíufylki,“ skrifaði Sara. Alpharetta er 65 þúsund manna borga norður af Atlanta, stærstu borg Georgíufylkis. „Ég var búin að ákveða það eyða stærstum hluta af árinu 2022 í Bandaríkjunum en var ekki fyllilega búin að ákveða hvar nákvæmlega,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Eftir að hafa eytt síðustu dögum í Training Think Tank æfingastöðinni þá áttaði ég mig á því að aðstaðan sem Max er búinn að koma upp hér er algjörlega fullkomin fyrir mig,“ skrifaði Sara og það þýðir stór tímamót fyrir hana. „Ég hef því tekið þessa ákvörðun og í fyrsta sinn á ferlinum þá mun ég vera með þjálfara á staðnum heilt tímabil,“ skrifaði Sara. Þjálfari hennar er Max El Hag en hann tók við þjálfun hennar fyrir ári síðan. Það varð ekkert af því tímabili af því að Sara sleit krossband rétt fyrir tímabilið. Frumraun hennar undir stjórn Max verður því í ár og nú er hún komin alla leið til hans í Suðurríkjunum Bandaríkjanna.
CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira